Molar um málfar og miđla 1402

   Athugull lesandi benti Molaaskrifara á ţessa frétt á visir.is (30.01.2014): 

http://visir.is/brynjolfur-haettir-hja-framtakssjodnum/article/2014140139896

Í fréttinni segir:

,,Brynjólfur Bjarnason, framkvćmdastjóri Framtakssjóđs Íslands mun láta frá störfum eftir ađalfund sjóđsins ţann 27. mars nćstkomandi. Brynjólfur óskađi eftir ţví viđ stjórnina ađ láta störfum og hefur hún fallist á beiđni hans.” Brynjólfur ćtlar ađ láta af störfum, - hćtta störfum. Fréttabarniđ talar ýmist um ađ láta frá störfum eđa láta ađ störfum. Ótrúlegt og ţessum miđli ekki til sóma, - er ţá vćgt til orđa tekiđ.

 

Gunnar skrifađi (31.01.2014): ,,Samúel Karl Ólason skrifar frétt á visir.is: „… hefur höfđađ mál á hendur Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu …“ Ţarna er vitlaust beygt, en hér má sjá rétta beygingu: http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=landsbjörg

Á sama vef skrifar Kjartan Atli Kjartansson: „Fangar á Litla-Hrauni ţurfa eftir mánađarmótin ađ koma međ eigin sćngur og kodda.“ Ţađ var og. Mót hvađa mánađar? Ţegar tveir mánuđir mćtast, er talađ um mánađamót, ekki mánađarmót. (Sama vitleysan kom svo í annarri frétt um ţetta á vefnum)

Og enn af sama vef: Ekkert samrćmi er á beygingum í frétt Hönnu Rúnar Sveinsdóttur um Edduverđlaunin. Fyrirsögnin er: „Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus“ en rétt vćri fyrirsögnin: „Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhausi“. Ef höfundi greinarinnar finnst ómögulegt ađ beygja nafn myndarinnar, hvers vegna skrifar hún ţá: „Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Ástríđi 2“ en ekki „… fyrir Ástríđur 2“?” Molaskrifari ţakkar Gunnari bréfiđ.

 

Í morgunţćtti Rásar tvö á föstudagsmorgni (31.01.2014) talađi Sigríđur Rut Júlíusdóttir lögmađur snöfurmannlega og tćpitungulaust um klúđur innanríkisráđherra í svokölluđu lekamáli.

 

Molaskrifara finnst stórfyrirsögn á forsíđu Fréttablađsins (31.01.2014) svolítiđ skrítin: Lćkkun verđbólgu gefur fögur fyrirheit. Betra hefđi veriđ ađ segja: Lćkkun verđbólgu lofar góđu.

 

Hvenćr fáum viđ dagskrárkynningar í Ríkissjónvarpinu sem eru lausar viđ tilgerđ og annarlegar áherslur? Ţađ er nóg til af fólki hjá Ríkisútvarpinu sem getur gert ţetta vel.

 

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 


Bloggfćrslur 1. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband