7.3.2011 | 10:06
Molar um málfar og miđla 549
Í skjáauglýsingum Ríkissjónvarpsins (06.03.2011) voru auglýstir tónleikar Sigrúnar Eđvaldsdóttur og félögum. Ţetta er enn eitt dćmi um slćleg vinnubrögđ auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins. Ţar virđist ţeim hafa fariđ ört fćkkandi, sem eru vel ađ sér í íslensku. Skylt er ađ geta ţess ađ ţulur las setninguna rétt. Stundum leiđrétta ţulir auglýsingatexta. Nýlega var sagt ađ endurvinnslustöđvar Sorpu opnuđu á tilteknum tíma. Nćst ţegar auglýsingin var lesin leiđrétti ţulur ţetta og sagđi ađ endurvinnslustöđvarnar yrđu opnađar. Plús fyrir ţađ.
Bćrinn lá einnig undir loftárásum var sagt í sexfréttum Ríkisútvarpsins (06.03.2011). Ekki verđur sagt ađ ţetta sé vel orđađ.
Frá 23. febrúar til 6. mars stóđ yfir í Osló heimsmeistaramót í norrćnum skíđagreinum. Ţetta mót hefur ađ mestu fariđ framhjá íslenskum íţróttafréttamönnum ,sem fátt sjá nema bolta og aftur bolta, dag eftir dag. Ef ekki handbolta, fótbolta eđa körfubolta, ţá golfbolta. Ţađ var mikiđ af frábćru myndefni ađ fá á Holmenkollen ofan viđ Ósló. En áhugi íslenskra fjölmiđla var lítill.
Í umrćđunum í upphafi Silfurs Egils voru ţrjár gamlar, rispađur plötur (Ţór Saari, Silja Bára og Eiríkur Bergmann) sem ekkert nýtt höfđu til málanna ađ leggja. Fróđlegt var hinsvegar ađ heyra sjónarmiđ Ásgeirs Brynjars Torfasonar rekstrarhagfrćđings,sem starfar í Svíţjóđ. og hafđi ekki komiđ til Íslands síđan fyrir hrun. Hann var rödd skynseminnar í ţessu annars heldur innantóma tali.
Gott viđtal Egils viđ Uffe Ellemann-Jensen, sem var fréttamađur hjá danska sjónvarpinu áđur en hann fór út í pólitík. Uffe er reyndur mađur og greindur međ vítt sjónarsviđ og fróđlegt var ađ heyra hann fjalla um Evrópumálin. Jafn gott og ţetta viđtal var, ţá var ömurlegt ađ hlusta á einn af gömlum páfum kommúnismans á Íslandi, Kjartan Ólafsson, fyrrum Ţjóđviljaritstjóra, reyna ađ gera lítiđ úr merku og vel undirbyggđu sagnfrćđiriti Ţórs Whitehead um íslenska kommúnista, hreyfingu ţeirra og tengsl viđ Sovétiđ. Og Egill lét sér nćgja ađ humma og humma. Merkilegt hvernig ţjóđviljaritstjórinn til dćmis skautađi léttilega framhjá vináttusamningi Hitlers og Stalins. Í endurskođun íslenskra kommúnista á sögunni var sá samningur líklega aldrei gerđur.
Í Reykjavíkurbréfi Moggans um helgina er talađ um ađ hunsa dóm Hćstaréttar um ógildingu kosninga til Stjórnlagaţings međ ţví ađ Alţingi skipi svokallađ Stjórnlagaráđ. Hćstiréttur kvađ ekki upp dóm. Hann úrskurđađi sem stjórnvald um lögmćti kosninganna. Ţađ er ekki mikil lögfrćđi í ţessum skrifum Morgunblađsins. Sumir héldu ađ höfundur Reykjavíkurbréfs vćri lögfrćđingur. Lögfrćđingurinn hefur líklega tekiđ sér frí um helgina. Nema ţá ađ viljandi sé veriđ ađ rangtúlka ţađ sem gerđist. Svona eins og kommúnistablađiđ Ţjóđviljinn hafđi fyrir siđ á árum áđur.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)