5.2.2011 | 17:06
Ungir píanósnillingar í Texas
Virtasta tónlistarkeppni ungra píanóleikara í veröldinni er áreiđanlega Van Cliburn keppnin, sem fram fer fjórđa hvert ár í Fort Worth í Texas. Keppnin er kennd viđ bandaríska píanóleikarann Van Cliburn (74) sem bar sigur úr býtum í Tsjćkovskí- einleikarakeppninni í Moskvu 1958. Ţar lék hann píanókonsert Tsjćkovskís nr. eitt og Rakmaninoff konsert. Hann varđ ţjóđhetja í Bandaríkjunum fyrir vikiđ. Flutningur hans á Tsjćkovskí konsertinum var fyrsta platan međ sígildri tónlist ,sem seldist í meira en m illjón eintökum ţar í landi.
Norska sjónvarpiđ NRK 2 (Hovedscenen kl. 20 10 á sunnudagskvöldum) sýndi fyrir viku einhverja stórkostlegustu tónlistarmynd,sem sá er ţetta ritar hefur séđ. Myndin var frumsýnd í bandarísku PBS sjónvarpsstöđvunum haustiđ 2010 en hún er um ţrettándu Van Cliburn keppnina áriđ 2009. Myndina gerđi framleiđandinn og stjórnandinn Peter Rosen, sem gert hefur meira en hundrađ heimildamyndir og unniđ til margra verđlauna.
Ţátttakendur í síđustu Van Cliburn keppni í maí 2009 voru upphaflega 29 frá 14 löndum. Ţađ ţarf sannarlega ađ hafa mikiđ til brunns ađ bera til ađ komast í ţann hóp. Keppnin stendur í ţrjár vikur. Ţátttakendur flytja einleiksverk, kammerverk (oftast í kvartett eđa kvintett) og síđan konsert međ fullskipađri sinfóníuhljómsveit. Vegleg verđlaun eru veitt og ţeim sem lengst ná, gefast fjölmörg tćkifćri til ađ koma fram víđsvegar í veröldinni. Nefna má ađ Olga Kern, sem deildi gullverđlaunum í Van Cliburn keppninni 2001 međ Stanislav Laudenitch lék píanókonsert Rakmaninoffs nr.2 međ Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói 14. maí 2009.
Kvikmynd Peters Rosens fjallar einkum um ţau sex sem komust í úrslit í Fort Wort. Athygli vekur og segir sína sögu, ađ fjögur ţessa sex eru frá Asíulöndum. Tvö frá Kína, einn frá Japan, ein frá Suđur Kóreu, ein frá Ítalíu og einn frá Búlgaríu. Kínverski píanósnillingurinn Lang Lang lét nýlega svo ummćlt ađ í Kína vćru 20 milljónir ungra píanísta, sem dreymdi um ađ verđa konsertpíanistar. Fyrir ţann ,sem dvalist hefur fjögur ár í Kína og og sótt marga píanótónleika er auđvelt ađ trúa ţví.
Ţađ er ekki oft sem sá er ţetta skrifar fćr kökk í hálsinn viđ ađ horfa á gott efni í sjónvarpi. Ţađ gerđist ţó, er ég horfđi á mynd Peters Rosen. Hún er geymd á hörđum diski og verđur skođuđ aftur og enn aftur ef ađ líkum lćtur.
Í keppninni, sem myndin fjallar um, deildu gullverđlaunum Haochen Zhang (nítján ára) frá Kína og Nobuyuki Tsuji (tvítugur) frá Japan, en hann er blindur. Silfurverđlaun hlaut Yeol Eum Son (tuttugu og ţriggja ára) frá Suđur Kóreu. Ţau önnur sem komust í lokakeppnina voru: Evgeni Bozhanov (25) frá Búlgaríu, Mariangela Vacatello (27) frá Ítalíu og Di Wu (24 frá Kína). Ýmsir töldu ađ hin síđastnefnda hefđi hiklaust átt ađ vera međal hinna ţriggja sem báru sigur úr býtum.
Ađ fylgjast međ blinda píanóleikaranum Nobuyuki, eđa Nobu, eins og hann var kallađur í myndinni, var ótrúlegt ćvintýri. Til dćmis hvernig hann og hljómsveitarstjórinn leystu ţann vanda ađ í einleiksverkum eru ćvinlega augnablik, ţar sem einleikari og stjórnandi ţurfa ađ hafa augnsamband. Ţessi blindi píanóleikari spilar sig beint inn í hjarta manns, hvort heldur hann lék einn, í kammerhópi eđa međ hljómsveit. Hann var ótrúlegur.
NRK2 endursýndi myndina laugardaginn 5. febrúar undir heitinu En overraskelse i Texas.
Vonandi eigum viđ eftir ađ hlusta á einhverja ţessara ungu snillinga í Hörpu, ţegar ţar ađ kemur. Óskandi er ađ ţess verđi ekki langt ađ bíđa.
En líklega er ţađ borin von ađ viđ fáum ađ sjá ţessa mynd í sjónvarpi íslenska ríkisins. Allavega ekki međan núverandi stjórnendur reka stofnunina eins og vídeóleigu og íţróttarás. Ţađ er mikil sorgarsaga. Viđ förum nefnilega svo mikils á mis.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 07:08
Molar um málfar og miđla 522
Enn eitt dćmiđ um villandi fréttaflutning Morgunblađsins var á mbl.is (05.02.2011). Ţar sagđi í myndatexta: Vilja ţjóđaratkvćđi. Yfir var mynd af ţeim Bjarna Benediktssyni og Kristjáni Ţór Júlíussyni ţar sem ţeir héldust í hendur og fögnuđu sigri. Í fréttinni kom fram, ađ Kristján Ţór var fylgjandi ţjóđaratkvćđagreiđslu en Bjarni Benediktsson vildi ekki útiloka ţjóđaratkvćđagreiđslu. Hálfsannleikur. Morgunblađiđ svífst nú einskis, ef ţađ er taliđ málstađnum til framdráttar. Sama lögmál gilti í hinu gamla málgagni kommúnista, Ţjóđviljanum. Ómerkileg vinnubrögđ.
Hinar heiftarlegu og forsćmislausu árásir Morgunblađsins á formann Sjálfstćđisflkokksins fóru ađ mestu framhjá Ríkissjónvarpinu í gćrkveldi (04.02.2011). Í Kastljósi var hinsvegar ítarleg umfjöllun um landnámshćnur og ágćti ţeirra.
Keyrđi ölvuđ á Klapparstíg, sagđi í fyrirsögn á mbl.is (04.02.2011). Ţađ hefur ađ líkindum veriđ harđur árekstur ! Skyldi Klapparstígur hafa beyglast?
Fréttavefurinn visir.is (04.02.2011): Lögreglan sagđi í samtali viđ Vísi fyrr í kvöld ađ engin stórkostleg óhöpp hefđu orđiđ ţrátt fyrir ófćrđina. Stórkostleg óhöpp? Líklega var átt viđ alvarleg óhöpp.
Hvađ lesum viđ nćst? Stórkostlegt slys ?
Heimsmeistaramót var framhaldiđ ... sagđi íţróttafréttamađur Ríkissjónvarpsins (04.02.2011). Ţađ er eins og ţađ hvarfli ekki ađ ráđamönnum í Efstaleiti ađ reyna ađ bćta málfar í íţróttafréttum Ríkisútvarpsins.
Barnabarn konunnar, sem lést fyrir tíu árum, en fékk áfram greiđslur frá Tryggingastofnun ríkisins, skrifar grein í Fréttablađiđ (04.02.2011). Í greininni er fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af málinu gagnrýndur. Undir ţá gagnrýni tekur Molaskrifari. Fréttastofa ríkisins féll á enn einu prófinu. Birting nafns konu, sem lést fyrir tíu árum var ástćđulaus. Enn ástćđulausara var ađ tengja konuna viđ skáldsöguna Djöflaeyjuna. Ţetta eru ámćlisverđ og afar einkennileg vinnubrögđ. Hvernig í ósköpunum kom ţađ fréttinni viđ ađ konan vćri fyrirmynd persónu í skáldsögu? Enn eitt dćmiđ um dómgreindarskortinn og stjórnleysiđ í Efstaleiti.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)