27.2.2011 | 13:06
Molar um málfar og miđla 541
Molaskrifari hélt ađ búiđ vćri ađ gera orđalagiđ ađ sigra kosningar útlćgt úr fréttastofu Ríkisútvarpsins. Svo er ekki. Ţađ lifđi góđu lífi í morgunútvarpi Rásar eitt (25.02.2011)
Hvađ segir málfarsráđunautur Ríkisútvarpsins um orđalagiđ: Höfum ţađ gaman saman? Ţetta orđalag glymur aftur og aftur í eyrum okkar í auglýsingum Ríkisútvarpsins um eigin dagskrá. Ţađ er ţví heimasmíđađ. Fróđlegt vćri ađ heyra álit sérfrćđings.
Í íţróttafréttum mbl.is (25.02.2011) var talađ um ađ tiltekinn íţróttamađur vildi komast á lán.Líklega var átt viđ ađ hann vildi leika sem lánsmađur međ öđru félagi. Meira úr mbl. is sama dag: Ingvar er ađeins annar Íslendingurinn sem keppir í háskólafimleikunum í Bandaríkjunum... Veriđ er ađ reyna ađ segja okkur ađ ađeins tveir Íslendingar hafi náđ ţeim árangri ađ keppa í fimleikum međ háskólaliđi í Bandaríkjunum.
Valsmenn sveifluđu svo leiknum sér í vil, sagđi íţróttafréttamađur Stöđvar tvö (26.02.2011). Ekki er ţetta vel orđađ.
Molaskrifari hefur efasemdir um svohljóđandi fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (26.02.2011): Hveitiuppskera í uppnámi. Molaskrifari hélt ađ uppnám vćri ringulreiđ eđa eitthvađ í ţá áttina. Ţarna er veriđ ađ tala um yfirvofandi uppskerubrest á hveiti.
Á bókamarkađi í Perlunni kennir margra grasa, góđra grasa. Molaskrifara sýnist ţó, ađ ţar sé íviđ meira af dýrum bókum en var í fyrra. Samt er hćgt ađ gera kjarakaup. Molaskrifari fór út međ fjórar bćkur fyrir 2800 krónur. Góđar bćkur, ađ sjálfsögđu. Rakst ţar á litla bók sem heitir Betrun, undirtitillinn er eitthvađ í ţessa veru: Hvernig bćta má stjórnun og leiđrétta mistök. Bókin kostađi ađeins 490 krónur. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Sjóvátryggingafélags Íslands. Molaskrifari féll ekki fyrir freistingunni. Kannski verđur ţessi bók eftirsótt af söfnurum, er fram líđa stundir. Hver veit? Bókina kynnti Vefverslun Forlagsins á sínum tíma međ ţessum orđum : Í bókinni rekur Ţór hvernig hann tókst á viđ verkefnin sem biđu hans ţegar hann settist í forstjórastól Sjóvár; rekstur, samskipti, starfsanda, ímynd en ekki síđur mistökin og lćrdómana. Ţetta er gagnleg lesning fyrir stjórnendur og leiđtoga og lífleg hvatning til ađ ná enn betri árangri. Í bókinni segir sennilega ekki frá örlögum bótasjóđs félagsins og 11-12 milljarđa framlagi skattborgaranna til ađ bćta fyrir mistök eigenda og stjórnenda félagsins.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)