Skilgreiningar hannađar eftir hendinni

  Forseti  lýđveldisins hannar nú nýjar skilgreiningar eftir  hendinni  til ađ ţjóna hentisemi  sinni og persónulegum  metnađi.   Ţjóđin er löggjafinn,  er alveg  ný skilgreining.  Hún finnst líklega hvergi á  bókum, en  hún hentar núna, ţegar  Ólafur Ragnar Grímsson er byrjađur ađ búa sig undir  frambođ til fimmta kjörtímabilsins á Bessastöđum.  Hann er alltaf ađ  reyna ađ gera ţađ sem enginn hefur  áđur gert, jafnvel ţótt međ endemum sé.

  Ţađ er annars svolítiđ hlálegt ađ  sú stađa skuli  nú vera uppi, ađ Ólafur  Ragnar  skuli   ađ öllum líkindum ćtla sér ađ sitja  fimmta kjörtímabiliđ á Bessastöđum  í  skjóli ritstjóra Morgunblađsins og fyrrverandi  forsćtisráđherra  og ýmissa helstu forkólfa gamla  Sjálfstćđisflokksins. Ţetta er  ekki síst  hlálegt  í ljósi ţess ađ einu sinni    sagđi   forsćtisráđherra um Ólaf Ragnar  Grímsson, ađ hann mundi aldrei, aldrei sitja sem forsćtisráđherra í skjóli ţess manns.  En nú gćti  fariđ svo ađ  Ólafur Ragnar sćti eitt kjörtímabil í  viđbót í skjóli  ritstjóra Morgunblađsins á Bessastöđum. Undarleg er veröldin  og ólíklegustu menn sćnga nú saman  í pólitík. (Politics makes strange bedfellows, er sagt á ensku)

 Á  blađamannafundinum á Bessastöđum, sagđist  Ólafur    Ragnar  alls ekki vera ađ breyta  stjórnskipan  landsins. Auđvitađ er hann ađ ţví. Ísland er lýđveldi međ  ţingbundinni stjórn. Forsetinn  sniđgengur  fulltrúalýđrćđiđ og   bađar sig  nú í fjölmiđasólinni. Hann gćti ţó brennt sig.


Molar um málfar og miđla 537

   Fínt orđ fréttaskýring.  Óţarfi ađ tala um fréttaútskýringu eins og gert var í morgunútvarpi Rásar tvö (21.02.2011)

   Undarlegt fréttamat Ríkissjónvarpsins (20.02.2011) ađ  tala  viđ  tvo  mótmćlendur  viđ Bessastađi, sem höfđu ekkert fram ađ fćra. Í beinu útsendingunni frá Bessastöđum sagđi fréttamađur  Ríkissjónvarpsins ađ 40 ţúsund undirskriftir og   56 ţúsund undirskriftir  vćru mjög  svipađar  tölur. Meira ađ segja máladeildarstúdent  veit  ađ 40 og  56  eru ekki    svipađar tölur.  Góđ frammistađa Boga Ágústssonar í beinni útsendingu    Ríkissjónvarpsins á sunnudag.

 Ţótt Molaskrifari sći ekki nema lítiđ eitt af  dagskrá   sunnudagskvöldsins í Ríkissjónvarpinu,   fer ekki milli mála,  ađ ár og  dagur er síđan  sjónvarpiđ hefur  bođiđ  okkur jafn góđa  dagskrá, - og  meira ađ segja  sígilda,  fína  bíómynd međ úrvalsleikurum. Guđ láti  gott á vita, eins og ţar stendur.

  Molaskrifari hefur alltaf svolítiđ  gaman   af ţví, ţegar ábendingar hans    eru teknar upp í    Daglegu máli í morgunútvarpi Rásar eitt. Eins og ţegar  rćtt var um  hörmungina, sem í auglýsingu  var kölluđ  anti wrinkle  augn roller (21.02.2011) og  skiptir ţá engu hvar fyrst var vakin athygli á málinu. Í ţessum sama  ţćtti  var talađ um árangurslaust lögtak. Molaskrifari  er ekki  lögfróđur, en minnist ţess ekki ađ hafa  heyrt  talađ um  árangurslaust  lögtak. Oft er hinsvegar   talađ um árangurslaust fjárnám, ţegar eignir eru ekki til stađar til greiđslu skuldar.  Hvađ segja  lögfróđir um ţetta?

Úr  dv.is (20.02.2011)  1200 milljón króna lán Landsbankans til Fjárfestingarfélagsins Ness sem er í eigu Jóhannesar Ólafssonar svipar mjög til annarra lána sem veitt voru á síđustu mánuđunum fyrir efnahagshruniđ.   1200 milljón króna lán svipar ekki  til, - 1200 milljóna króna láni svipar til...

 Ákveđiđ hefur veriđ ađ  friđa  Langasjó. Ţađ er góđ ákvörđun. Eitthvađ er  eignarfall orđsins á reiki. Menn segja  og skrifa ýmist  Langasjós,  eđa  Langasjóar. Líka mćtti segja Langasjávar.  Fróđlegt  vćri ađ vita hver málvenja er í Skaftafellssýslum í ţessu efni.

  Í fréttum Stöđvar tvö (20.02.2011) var talađ um  mál  vćri á  biđ og  ađ stöđva olíuleka frá Gođafoss. Hvorugt  getur  talist til fyrirmyndar.

 

 


Bloggfćrslur 21. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband