19.2.2011 | 10:31
Molar um málfar og miđla 535
Í fréttum Stöđvar tvö, um strand Gođafoss var sagt: Sjópróf verđa gerđ. Sjópróf eru ekki gerđ. Sjópróf fara fram. Ekki mjög flókiđ. Í einni frétt Ríkisútvarpsins af strandinu var sagt: Norska útvarpiđ náđi síđdegis samband viđ... Ekki nógu gott. Norska útvarpiđ náđi sambandi viđ....
Morđin verđa enn fleiri og hrikalegri, sagđi í auglýsingu um nýja ţáttaröđ á Stöđ tvö. Ţetta er sannarlega tilhlökkunarefni fyrir ţá, sem kjósa ađ kaupa ţađ sem Stöđ tvö hefur á bođstólum.
Fjölmiđlar hafa ađ undanförnu rćtt ţađ í síbylju hvort forseti Íslands muni synja lögunum um Icesave.Synja lögunum um hvađ? Molaskrifari spyr . Hann kannast ekki viđ ţessa notkun sagnarinnar ađ synja. Talađ er um ađ synja einhverjum um eitthvađ. Mér var synjađ um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Réttara vćri ađ fjölmiđlar veltu ţví fyrir sér hvort forseti Íslands ćtli ađ neita ađ undirrita lög Alţingis um Icesave.
Í fréttum Ríkissjónvarps (18.02.2011) fullyrti forseti Ísland ađ Alţingi hefđi tekiđ sér lengri tíma til ađ fjalla um Icesave en nokkuđ annađ annađ mál. Ţess eru mörg dćmi ađ forseti lýđveldisins sé ekki mjög minnisgóđur á fortíđ sína og annarra. Molaskrifari er nćsta viss um ađ Alţingi tók sér á sínum tíma lengri tíma til ađ fjalla um ađild okkar ađ EES en Icesave núna. Ćtli Hjörleifur Guttormsson hafi ekki talađ álíka lengi gegn EES og öll stjórnarandstađan gegn Icesave í ţessari lotu ?
Í Molum gćrdagsins var vikiđ ađ vćli Víkverja Morgunblađsins um smánarleg" framlög ríkisins til knattspyrnu á Íslandi og minnt á Knattspyrnusambandiđ hefđi skilađ tugmilljóna hagnađi í fyrra. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (18.02.2011) kom fram ţessu til viđbótar ađ knattspyrnudeild eins íţróttafélags hefđi grćtt 72 milljónir í fyrra! Og svo vilja menn seilast enn dýpra í vasa skattborgaranna, ţar sem ekki er mikiđ fé ađ finna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)