13.2.2011 | 09:55
Molar um málfar og miđla 530
Undarlegt orđskrípi var í ţeim dálki Fréttablađsins sem heitir Frá degi til dags (11.02.2011). Ţar var sagt: ... hefur hann í marggang furđađ sig á ţví... Hér hefđi sá sem hélt á penna átt ađ segja til dćmis: .. hefur hann margsinnis, hefur hann oft, hefur hann iđulega, hefur hann einatt -- fleira mćtti til taka. Ekkert er ađ ţví ađ tala um tvígang eđa ţrígang. Ekki marggang. Sú er ađ minnsta kosti skođun Molaskrifara.
Hann segir kominn tími á ađ Ísland yfirtaki kraftaheiminn aftur... sagđi umsjónarmađur ţáttarins Ísland í dag á Stöđ tvö (11.02.2011). Ekki mjög vel orđađ. Betra hefđi veriđ: Hann segir tíma til kominn ađ Ísland láti á ný til sín taka á sviđi aflrauna í veröldinni.
Molaskrifari er ekki sáttur viđ ţađ ,ţegar fólk sífellt talar um ađ vinna vinnuna sína, eins og einn af ráđherrum ríkisstjórnarinnar sagđi tvisvar í fréttum Ríkissjónvarps í kvöld (11.02.2011)
Fjöldi fólks dreif ađ slysinu... var sagt í fréttum Stöđvar tvö (011.02.2011). Rétt hefđi veriđ ađ segja: Fjölda fólks dreif ađ. Einhverja drífur ađ.
Viđ hliđ orđsins áhafnarmeđlimur,sem vel dafnar í Efstaleiti, eins og vikiđ var ađ í síđustu Molum, blómstrar annađ orđ,sem gera ćtti útlćgt úr fréttum. Ţađ er hinn alrćmdi ársgrundvöllur, sem enn einu sinni skaut upp kollinum í fréttum Ríkissjónvarps (12.02.2011). Ţar heyrđist líka annađ ( sem ekki ćtti ađ heyrast: ... ađ eignir rýrđust ekki. Hefđi átt ađ vera: .. ađ eignir rýrnuđu ekki.
Í íţróttafréttum Stöđvar tvö (12.02.2011) sagđi íţróttafréttamađur ( og ekki í fyrsta skipti) ... taka ţátt á mótinu. Íţróttamenn taka ţátt í mótum - ekki á mótum
Heyrđu lögin, sem keppa í kvöld í Eurovision, segir í dv.is. Rétt er hinsvegar fyrirsögnin, ţegar skođađ er áfram . Ţá segir: Hlustađu á lögin ....
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)