Molar um málfar og miđla 517

  Hinum berfćttu í Afríku vantar ekki háhćlađa skó. (blog.is 29.01.2011). Ţágufallssýkin er ţrálát.

 Fagmennska  björgunarsveitarmanna, sem  fundu Ţjóđverjann á  Eyjafjallajökli , vekur ađdáun. Ţar var svo sannarlega vel ađ verki stađiđ. Vaskir menn og vel útbúnir. Mikil ţjálfun og  góđur  búnađur voru forsenda ţessa góđa árangurs. Ţetta minnir okkur á ađ standa ţétt viđ bakiđ á  björgunarsveitunum, ţegar ţćr  afla  fjár til starfsemi sinnar, til dćmis  međ flugeldasölu um áramót. Ekki kom fram í fréttum ađ neinir flugeldasalar frá íţróttafélögunum hefđu tekiđ ţátt í leitinni. 

  Í sexfréttum Ríkisútvarpsins (28.01.2011) var tvívegis talađ um Tónlistarskóla Reykjavíkur. Ekki heyrđi Molaskrifari ađ ţetta vćri leiđrétt. Tónlistarskóli Reykjavíkur er ekki til. Skólinn, sem um rćđir heitir Tónlistarskólinn í Reykjavík. Hann er elsti  tónlistarskóli landsins, var stofnađur fyrir áttatíu árum. Hann hefur um árabil veriđ ađal tónlistarskóli landsins. Nú ćtlar borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík ađ ganga af ţessum skóla dauđum.  Líklega hafa ţeir, sem vissu betur, ekki haft nennu  til ađ leiđrétta ţessa missögn fréttastofu ríkisins.  Sumum kann ađ finnast ţetta smáatriđi. Ţađ er ţađ ekki. Í fréttum  skipta smáatriđin máli.

  Ţessi villa rifjađi  upp fyrir  Molaskrifara ađ haustiđ 1955  spurđi Ţórhallur Vilmundarson, sem  ţá  kenndi sögu í M.R., busabekk hvađ skólinn héti. Einhver sagđi Menntaskóli Reykjavíkur, en ekki Menntaskólinn í Reykjavík,sem er hiđ rétta nafn skólans. Ţórhallur   brást ţannig viđ,  ađ Molaskrifari gerir ráđ  fyrir, ađ sá sem í hlut átti muni til ćviloka  hiđ rétta nafn ţessarar öldnu og virđulegu menntastofnunar. Ţađ verđur hinsvegar ađ gera ţá kröfu til fréttamanna Ríkisútvarpsins ađ ţeir kunni skil á nöfnum helstu skóla landsins.  Og , -- ađ ţeir leiđrétti, ţegar rangt er fariđ međ. Stundum  finnst Molaskrifara, ađ Bogi Ágústsson sé nćstum eini fréttamađurinn , sem   leiđréttir rangfćrslur, enda reyndur og fróđur.

 Prýđileg umfjöllun var um  fyrirhugađan niđurskurđ á  framlögum Reykjavíkurborgar til  tónlistarkennslu í morgunútvarpi Rásar eitt (28.01.2011). Misvitur borgarstjórnarmeirihluti  klikkađa flokksins og  Samfylkingarinnar ćtlar  ađ  kippa stođunum undan tónlistarkennslu  í  Reykjavík.  Réttilega hefur veriđ  bent á hiđ hlálega misrćmi sem felst í ţví ađ  byggja milljarđa tónlistarhús og skera   tónlistarmenntun samtímis  niđur  viđ trog. 


Bloggfćrslur 30. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband