Molar um málfar og miđla 512

   Úr mbl.is (24.01.2011):  Ţurrkurinn fer illa međ uppskerur, s.s. hveitiuppskeruna, ....Ţrátt fyrir mikinn ţurrk ţá er einnig mjög kalt í landinu. Viđ austurströnd landsins hefur ís truflađ skipasamgöngur. Stćrri skip hafa neyđst til ţess ađ hćgja á sér og ţau minni komast ekki af stađ. Ekki  er eđlilegt ađ tala um uppskerur í  fleirtölu í ţessu sambandi. Samhengi milli ţurrka og kulda  er  ekki  rökrétt. Í heild er ţetta heldur klaufalega orđađ.

 Í  „Landanum"   í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld    var kvenskörungurinn Halldóra  Bjarnadóttir kölluđ skólastýra til margra ára.  Molaskrifari man  ekki betur  en Halldóra  hafi kallađ sig  skólastjóra og   til margra ára er ekki  til fyrirmyndar. Betra er ađ segja í mörg ár.  Ţetta sama  kvöld  var í fréttum talađ um ađ hafa gaman saman,  skemmta sér  saman. Molaskrifara hugnast ekki ţetta orđalag. Kannski er ţađ bara sérviska. Í ţeim sama  fréttatíma  Ríkissjónvarps var fróđlegur og vel unninn pistill um Túnis. Fréttastofan  mćtti gera meira af slíku.

 Í íţróttafréttum  heyrđi Molaskrifari nýlega talađ um ungkarlamet.  Molaskrifari er ekki sérfrćđingur í íţróttamáli, en orđiđ ungkarl finnur hann ekki   í  Íslenskri orđabók. Ungkarl  (ungkar á norsku) er hinsvegar   til í dönsku og ţýđir piparsveinn, ókvćntur karl.

  Tónlistarval í morgunútvarpi Rásar  eitt, Vítt og  breitt,  fellur yfirleitt prýđisvel ađ smekk Molaskrifara. Ţar léku Dave  Brubeck og félagar  lagiđ Theme from Elementals (24.01.2011). Umsjónarmađur ţýddi heiti lagsins og  tengdi ţađ frumefnum. Víst er ađ orđiđ  enska orđiđ  element er  notađ um frumefni og  höfuđskepnunar  fjórar. En Molaskrifari hefur  nokkrar  efasemdir um ađ  orđiđ  elementals í ţessu  tilviki  tengist frumefnunum. Er ţó ekki viss, svo óyggjandi sé.


Molar um málfar og miđla 510

 „Vćntanlega liggur útskýringin í sögunni," segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seđlabankans,(visir.is 21.01.2011). Ritstjóri  Seđlabankans  er  líklega  ný stađa í bankanum. Var hún kannski sett á laggirnar eftir ađ    fyrrum seđlabankastjóri gerđist ritstjóri Morgunblađsins ?  

 Góđur pistill um Sjóvárrániđ í fréttum Ríkissjónvarpsins (21.01.2011). Ţađ er međ  ólíkindum ađ ţjófarnir skuli enn  ganga  lausir.  Ríkissjónvarpiđ gerđi stofnfjáreigendadómum líka betri skil en  Stöđ  tvö.

  Ţađ er oft  gott ađ geta horft á  seinkađa dagskrá  Ríkissjónvarpsins, en  Molaskrifari veltir ţví fyrir sér hvort  ekki  vćri rétt  ađ nýta ţessa  rás undir  íţróttaefni. Ţá  geta ţeir sem  ţađ vilja sjá horft eins og ţá lystir  og   íţróttadeildin  gćti hćtt ađ ráđskast međ dagskrána  í Ríkissjónvarpinu. Ţetta vćri til mikilla bóta.

  Dekur Ríkissjónvarpsins   viđ poppmenninguna  kristallast í ţeirri gífurlegu umfjöllun sem  stuttri dagskrá. Önnur  menningarsviđ eru  vanrćkt. Lítiđ áhugaverđ ađ mati ţeirra,sem stjórna dagskránni í Efstaleiti.

 ...  eftir ţennan digra íţróttapakka,  sagđi  fréttaţulur Ríkissjónvarps (22.01.2011) Íţróttapakki ?Digur pakki?   

    Kastljósiđ í Ríkissjónvarpinu er ţreytt. Ţađ ţarf hvíld til ađ ganga í endurnýjun lífdaganna. Umrćđan (21.01.2011) um fréttir liđinnar viku var svo dauf,  ađ ţađ lá viđ ađ mađur dottađi. Annar ţeirra tveggja, sem ţar fenginn til ađ svćfa hlustendur,  kom svo  rúmlega tólf  tímum seinna sem álitsgjafi um fréttir  vikunnar í  Vikulokunum á Rás eitt.  Hugmyndauđgin    lćtur ekki ađ sér hćđa ! Í fyrri viku mun í tveimur   ţáttum hafa veriđ rćtt tvisvar viđ sama  ráđherra um sama efni  sama daginn.

   Molaskrifari bendir  Kastljósfólki góđfúslega  á ađ kynna sér beygingu karlmannsnafnsins  Ingimar.  Ţađ beygist Ingimar, Ingimar, Ingimar, Ingimars. Kappátiđ sem sett var á sviđ  í Kastljósinu var ógeđfellt og óviđeigandi. Hvađ er er best af sviđinu ? Ţannig spurđi  umsjónarmađur Kastljóss.  Má  bjóđa ţér sođiđ sviđ ? Leiksviđ eđa sögusviđ? Orđiđ sviđ í merkingunni sviđinn haus  eđa leggir sauđkindar eđa nautgrips  er ekki til í eintölu. Í ţessum ţćtti  fylgdi svo undarlegt viđtal  viđ bandaríska bílaleigukonu, sem átti ekkert erindi á  skjáinn. Ţćttinum lauk međ kynningu á dansskóla í Borgarnesi, sem kannski var  skásta efniđ í Kastljósi  ţetta föstudagskvöld. Ţađ var eiginlega eins og ţessi ţáttur vćri ruslakista vikunnar. Útsvariđ stendur hinsvegar  fyrir  sínu og hefur  um langt skeiđ  ásamt Kiljunni veriđ nćstum eina efniđ í sjónvarpi ríkisins , sem Molaskrifari   reynir ađ missa alls ekki af.  Jafnvel ţótt dómaranum verđi  stöku sinnum á mistök eins og gerđist 21.01.2011. 


Bloggfćrslur 23. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband