26.3.2010 | 09:58
Molar um málfar og miđla 276
Fín frammistađa hjá Fréttastofu RÚV á Fimmvörđuhálsi og ţar í grennd (24.-25. 03.2010).Stórkostlegar myndir. Liggur viđ ađ gamall fréttafiđringur taki sig upp. Frammistađa Stöđvar tvö hefur og veriđ međ miklum ágćtum, ţótt ţar sé fréttaliđiđ langtum fámennara. Kristján Már Unnarsson stendur fyrir sínu. Margra fréttamanna maki.
Formađur ţingflokks VG lét sér sćma ađ sletta ensku í rćđustóli ţingsins (25.03.2010) er hún sagđi: Ţađ er gott ađ vera gay á Íslandi. Ţađ er ekki von til ţess ađ almenningur beri virđingu fyrir Alţingi, ţegar ţingmenn gera ţađ ekki.
Góđ fyrirsögn á visir.is (25.03.2010): Dauđadćmdur fékk gálgafrest. Aftöku manns, sem dćmdur hafđi veriđ til dauđa var frestađ.
Glöggur lesandi benti Molaskrifara á eindálk í Morgunblađinu laugardaginn 20. 03.2010 undir fyrirsögninni: Kemur Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn til bjargar? Veriđ var ađ fjalla um efnahagskreppuna í Grikklandi. Í ţessum stutta texta eru málvillur/prentvillur međ ólíkindum margar. Dćmi: Í ţessu samhengi verđur ađ hafa í huga ađ vextir á neyđarlánum til grískra stjórnvalda myndi ađeins bera 3.25% vexti... Eins og Papandreou hefur bent á í sjálfur ţá standa stjórnvöld nú yfir ađhaldsađgerđum... Ţađ sem Grikkjunum vantar ţví eru lánin..... mögulegt getuleysi ESB og evrusvćđisins viđ ađ leysa úr skuldavanda gríska ríkisins grafa enn frekar undir trúverđugleika myntsamstarfsisn... ţó svo ađ hann sé í flestum tilfellum ađ ólíkri stćrđargráđu.. en hinsvegar mundi sú lausn ađ öllu óbreytt... Halló Moggi. Hvađ er ađ? Eitthvađ mikiđ greinilega. Hvar eru síurnar?Ţetta er ekki bođlegt.
Í fréttum Stöđvar tvö (22.03.2010) var sagt ađ Alţingi hefđi sett lögbann á verkfall flugvirkja. Sama sagđi Kastljósskona, ţegar hún kynnti efni Kastljóss í kvöldfréttum RÚV sjónvarps. Alţingi samţykkti lög ţar sem kjarasamningur flugvirkja var framlengdur og verkfall ţeirra ţar međ gert ólöglegt eđa bannađ, ef menn vilja orđa ţađ svo. Lögbann er hinsvegar allt annađ og ţađ ćttu fréttamenn ađ vita. Í Íslenskri orđabók segir um lögbann á bls. 945: Bann sem gerđarbeiđandi fćr yfirvald til ađ leggja á byrjađa eđa yfirvofandi athöfn,sem hann telur ađ muni raska rétti sínum. Setning laga og lögbann er tvennt óskylt. Ritstjóri Kastljóss ţarf greinilega ađ lesa yfir textann, sem sumir fara međ á skjánum.
Fallegt orđ jarđeldur en í ţví getur falist ógn og eyđing. Góđar fyrirsagnir (22.03.2010) í Morgunblađi , Jarđeldar milli jökla og Fréttablađi, Jarđeldur milli jökla. Ţótt ađeins sé blćbrigđamunur á, finnst Molaskrifara eintölumyndin fallegri.
Í morgunfréttum og morgunţáttum RÚV (22.03.2010) var sagt frá eldgosinu í Fimmvörđuhálsi. Bćđi ţar og á vef RÚV var talađ um bólstra. Á vef RÚV segir: Eldgosiđ í Fimmvörđuhálsi er ađ breytast, bólstri reis upp frá sprungunni, klukkan stundarfjórđung yfir sjö og bólstrinn nćr í um fjögurra kílómetra hćđ. Sama var uppi á teningnum í dv.is. Ţar sagđi: Stór og mikill bólstri reis upp frá sprungunni á Fimmvörđuhálsi í morgun sem náđi í um fjögurra kílómetra hćđ. Ekki hefur Molaskrifara tekist ađ finna orđiđ bólstri í tiltćkum orđabókum og ekki finnst ţađ í beygingalýsingu íslensks máls.
Stundum má heyra íţróttafréttamenn tala um ađ taka ţátt á móti. (RÚV sjónvarp 22.03.2010). Menn taka ţátt í móti ,ekki á móti. Íţróttafréttamenn eru Molaskrifara óţrjótandi uppspretta athugasemda.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)