13.12.2010 | 12:01
Molar um málfar og miđla 486
Upp til hópa eru ţingmenn bara svín bara svín viđ trog. Mokum öllu ţessi ógeđi á haugana , skrifar Jónas Kristjánsson (16.12.2010). Gallinn viđ ţessa hugmynd er sá ađ í stađinn kćmu ađ öllum líkindum önnur svín og ekki sjálfgefiđ ađ ţau yrđu betri. Bandaríkjamenn nota orđiđ pork (svínakjöt) um pólitíska kjósendagreiđa, greiđslur eđa störf og pork barrel (svínakjötstunna) um kjördćmapotsverkefni.
Margir ţeirra sem skrifa fréttir mćttu ađ ósekju ţekkja landiđ sitt betur. Úr mbl. is (14.12.2010.) : Hópurinn kom ekki heim fyrr en undir morgun en hann fór alla leiđ upp ađ Rangárvöllum hjá Heklu, Betra hefđi veriđ ađ segja segja ađ hópurinn hafi fariđ austur á Rangárvelli. Líka mun málvenja ađ tala um ađ fara upp á Rangárvelli.Ađ tala um alla leiđ gefur til ađ ađ fariđ sé mjög langan veg. Setningin hljómar eins og Rangárvellir séu tiltekinn blettur í grennd viđ Heklu.
Úr fréttatilkynningu frá stjórn Trúfélagsins Krossins ((14.12.2010): Viđ hörmum ţćr athugasemdir sem voru látnar falla af hendi međlims í varastjórn kirkjunnar enda var samţykkt einróma ađ máliđ skyldi fara í faglegan farveg. Engar skođanir okkar, hverjar sem ţćr kunna ađ vera, hefđu ţar áhrif á.
Ţađ eru ótrúlegt hvađ streymir út í ljósvakann frá Útvarpi Sögu. Einn af vildarvinum stöđvarinnar sagđi viđ Pétur Gunnlaugsson stjórnlagaţingsmann (10.12.2010) ađ fundist hefđi haglaskot viđ dyr Alţingishússins eftir síđustu mótmćli. Hann fullyrti ,ađ lögreglan hefđi veriđ međ haglabyssur tilbúin ađ skjóta fólkiđ. Stjórnandi ţáttarins steinţagđi undir ţessu bulli.
Ţá var Molaskrifara bent á ađ fyrr ţennan sama dag hefđi sami ţáttarstjórnandi sagt ađ ríkisstjórnin ćtti viđ geđrćn vandamál ađ stríđa. Er hćgt ađ komast neđar í lágkúru? Líklega ekki. Ţađ er dómgreindarleysi ađ hafa alvarleg veikindi í flimtingum međ ţessum hćtti.
Bloggar | Breytt 17.12.2010 kl. 07:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 11:57
Molar um málfar og miđla 484
Höskuldur Ţráinsson, prófessor, sendi Molaskrifara á dögunum svolitla ádrepu í athugasemdum viđ fćrslu nr. 471 á blog.is. Molaskrifari birtir athugasemd Höskuldar hér ţar sem fleiri sjá hana en á blog.is:
Mig langar ađ gera athugasemd viđ eftirfarandi athugasemd frá ţér ( skrifar Höskuldur Ţráinsson):
Kjörstađir opna klukkan tíu, sagđi fréttamađur Ríkisútvarpsins í hádegisfréttum (26.11.2010). Er mönnum alveg fyrirmunađ ađ nota sögnina ađ opna rétt ? Kjörstađir opna hvorki eitt né neitt. Kjörstađir verđa opnađir klukkan tíu. Ótrúlegt. Hvađ segir málfarsráđunautur? Er hann ekki örugglega enn viđ störf?
Hér fylgir ţú ţeim leiđa vana ađ láta ekki nćgja ađ vera međ ábendingar heldur reyna ađ meiđa fólk eđa gera lítiđ úr ţví međ hneykslunartóni (sbr. Er mönnum alveg fyrirmunađ ..., Er hann ekki örugglega enn viđ störf?). Samt er ţetta mál nú ekki eins einfalt og ţú heldur. Í íslensku, og reyndar mörgum fleiri málum, eru til sagnapör sem eru ţannig ađ önnur sögnin er áhrifssögn en hin er áhrifslaus sögn og getur ţá tekiđ frumlag sem samsvarar andlagi áhrifssagnarinnar. Dćmi:
Ţeir breikkuđu veginn/Vegurinn breikkađi; Bankastjórinn hćkkađi vextina/Vextirnir hćkkuđu; Hún dýpkađi skurđinn/Skurđurinn dýpkađi; Ríkisstjórnin lćkkađi lánin/Lánin lćkkuđu o.s.frv.
Í öllum ţessum dćmum vćri hćgt ađ nota röksemd ţína og segja: Er mönnum alveg fyrirmunađ ađ nota sögnina X rétt? Vegurinn breikkar hvorki eitt né neitt; vextirnir hćkka hvorki eitt né neitt, skurđurinn dýpkar hvorki eitt né neitt; lánin lćkka hvorki eitt né neitt. Ţađ er af ţví ađ ţarna eru sagnirnar breikka, hćkka, dýpka, lćkka allar áhrifslausar ţótt ţćr tengist áhrifssögnum á reglubundinn hátt eins og áđur var sýnt. En í raun eru ţessi dćmi alveg sama eđlis og dćmiđ sem ţú finnur ađ, ţ.e. ţar er sögnin opna notuđ sem áhrifslaus sögn sem tengist áhrifssögninni opna:
Kjörstjórnir opna kjörstađi/Kjörstađir opna (sbr. Bankastjórinn hćkkar vexti/Vextir hćkka o.s.frv.)
Samt hefur oft veriđ fundiđ ađ ţví ađ menn noti sögnina opna sem áhrifslausa sögn, rétt eins og ţú gerir hér. En ţađ eru ekki augljós málfrćđileg rök fyrir ţví. Ţetta veit málfarsráđunautur útvarpsins auđvitađ.
Bestu kveđjur
Höskuldur Ţráinsson
Molaskrifari ţakkar Höskuldi ţessa ádrepu og ábendingu. Vel má ţađ vera ađ nokkuđ harkalega hafi veriđ tekiđ til orđa. En Molaskrifari hefur reyndar ekki skipt um skođun á orđatiltćkinu ađ kjörstađir opni. Verra er ţó ţegar fréttamenn segja: Ţegar kjörstöđum lokar eins og ţví miđur heyrist of oft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)