Molar um málfar og miđla CXVII

 Í  fréttum RÚV hljóđvarps klukkan 1800 (04.08.2009) var sagt: Lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins   var  formlega  aflétt í  dag.  Fréttin var um málefni Kaupţings.  Hér átti  auđvitađ  ađ  segja: Lögbanni á  fréttaflutning   Rúv  var  formlega  aflétt. Svo mađur  vitni  í  frćgar  bókmenntir  ,  sagđi ekki Sherlock Holmes: Elementary, my dear Watson? Einfalt mál minn kćri Watson. Ţetta var hinsvegar rétt í  Sjónvarpsfréttum RÚV.

 Ekki kann  Molaskrifari  viđ ţann siđ,sem  nú  bfreiđist ört  út,  en ţađ   ađ segja    ađ hafa   gaman saman. Ţetta  finnst mér  ekki  gott mál. Beint úr  ensku.  Have fun together Viđ  getum  skemmt okkur  saman , en  ekki haft gaman  saman, -- finnst mér.

Í  fréttum  heftur   oft  veriđ  sagt í   dag  (04.8.2009) ađ  fimm hundruđ  flugferđir hafi veriđ  farnar  til Vestmannaeyja. En hvađ  voru margar flugferđir  farnar frá  Vestmannaeyjum? Jafnmargar? Fleiri? Fćrri?  Hvernig  vćri ađ ađ tala um fjölda flugferđa milli lands og Eyja ?

  Ekki get ég neitađ ţví ađ ég fyllist alltaf sérstakri eftirvćntingu  ţegar sérfrćđingur ţingflokks  Sjálfstćđisflokksins  Tryggvi Ţór Herbertsson  tjáir sig um bankamál í  fréttum  fjölmiđla.  Reynsla hans  af bankarekstri  hlýtur ađ    vera ţingflokki Sjálfstćđisflokksins   dýrmćt.

   Fínn ţáttur ţeirra  Boga  Ágústsonar og Karls  Sigtryggssonar um  sjálfsstjórn Grćnlands. Ţetta  sýnir ađ  ađ ţarf ekki  fjölda manns og mikinn tilkostnađ  til ađ gera  fróđlega og  áhugaverđa ţćtti. Ţeir  félagar hafa gert  margt  gott og halda ţví vonandi áfram. Ýmsir hafa kannski  furđađ sig á ţví ađ   forseti Íslands sást ekki nema í  fimm sekúndur í ţćttinum.  Ţátturinn var hreint ekkert verri  fyrir ţađ.

Í öllu ţessu tali undanfarinna vikna og missera um hundruđ og ţúsundir milljarđa íslenskra króna,  hundruđ milljóna og  milljarđa  dollara  ,sterlingspunda og   evra, veđ og trausta og ótrausta lántakendur hefur  rifjast upp  fyrir mér   gömul saga. Ţađ var fyrir  tćpum fjörutíu árum  er  viđ  hjónin  eignuđumst barn  númer    tvö , ađ  sá  draumur kviknađi ađ  eignast ţvottavél,svo ekki  ţyrfti lengur ađ   fara međ  bleyjurnar í ţvottavélina hjá  tengdamömmu.   Fjárráđin  voru ekki  rúm  en  viđ  stóđum í skilum  međ  afborganir  af  80 fermetra íbúđ og   vorum hvergi í vanskilum.

Međ  hálfum huga  fór ég í  einn af ţremur  ríkisbönkunum og  bađ um 20 ţúsund  króna   lán  til kaupa á ţvottavél.  Svariđ var stutt. Einfalt nei. Ég hrökklađist út og  fannst  ég hafa veriđ  niđurlćgđur  En ég var  líklega  ekki traustur lántakandi  eins og  Bakkabrćđur, Baugsmenn eđa  Hannes  Smárason. Ţetta međ ţvottavélina   bjargađist  svo nokkrum mánuđum  síđar og   hún ţjónađi okkur  vel og  lengi.   En ţađ    skiptir sem sagt öllu ađ  vera  traustur lántakandi. Ţađ  fannst ţessum bankastjóra ungur blađamađur ekki vera. Nú ţarf ţjóđin öll ađ  borga  sukk og  sóđaskuldir hinna traustu lántakenda , - eđa ţannig.

 Nokkrum árum seinna keypti ég notađan  bíl af  sómamanninum Jóni Magnússyni sem kenndur var viđ  Skuld í Hafnarfirđi. Ţurfti  auđvitađ ađ fá um helming kaupverđsins lánađan eins og ţá var alsiđa. - Á ég ekki ađ  samţykkja  víxla  , spurđi ég Jón.  - Ég   vil ekki sá   neina  víxla,  sagđi  Jón  ţú kemur bara   á  tilteknum degi í hverjum mánuđi og borgar  ţetta. -  Einhverju sinni  stóđ illa á, gjalddagi kominn og   ekki til  fyrir afborguninni. Ég  hringdi í Jón og   sagđi mínar farir ekki sléttar. -  Hafđu engar áhyggjur ,  sagđi ţessi aldni heiđursmađur. Komdu  bara ţegar rýmkast um hjá ţér. Ţađ gerđi ég  og   fékk kaffi og  pönnukökur  hjá hans góđu konu eins og venjulega.

Ţessu tvennu gleymi ég  aldrei.


Bloggfćrslur 5. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband