26.6.2009 | 18:42
Bráđskemmtilegir tónleikar Bjarna Thors í Salnum
Stundum eru tónleikar svo skemmtilegir ,ađ eftir tvö lög, eđa svo, byrjar mađur ađ kvíđa ţví ađ ţeim ljúki. Ţannig tilfinningu fékk ég á tónleikum Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar ađ Laugalandi austur í Holtum fyrir nokkrum árum.
Ţessa sömu tilfinningu fékk ég á tónleikum Bjarna Thors Kristinssonar og Ástríđar Öldu Sigurđardóttur , píanóleikara, í Salnum í Kópavogi ađ kveldi fimmtudagsins 25. júní. Ţađ er líka einhvernvegin svo međ Salinn ađ manni líđur vel , strax og komiđ er inn í húsiđ, ţetta er perla til tónleikahalds.
Á niđurleiđ var yfirskrift tónleikanna og svo sannarlega fór Bjarni Thor langt niđur! Efnisskráin tónleikanna var blönduđ, gaman og alvara, íslenskir og erlendir gimsteinar međ alkunnum bassalögum í bland. Bjarni Thor fór á kostum, röddin stórkostleg, kímnigáfan óbrigđul og óborganleg, - og svo er hann leikari af guđs náđ. Ástríđur Alda fylgdi honum af einstćđri smekkvísi og međ glćsibrag.
Bjarni Thor söng lög Árna Thorsteinssonar , Rósina og Nótt međ ţeim ágćtum ađ seint gleymist og Paul Robeson hefđi örugglega gefiđ flutningi hans á Ol´Man River ágćtiseinkunn og vel ţađ.
Sem sagt, enn eitt ógleymanlegt kvöld í Salnum. - Hjartans ţökk.
ES: Meira ađ segja prentađa efnisskráin var stórkemmtileg !
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 11:27
Ólík viđbrögđ Ţorgerđar Katrínar og Sigmundar Davíđs
Ţau voru ólík viđbrögđ forystumanna Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks viđ stöđugleikasáttmálanum í ljósvakamiđlum í gćrkveldi (25.06.09.).
Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir brást málefnalega og mennilega viđ og fagnađi ţessum tímamótagjörningi, en gerđi hóflega orđađar athugasemdir. Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson formađur Framsóknarflokksins var hinsvegar á öđrum nótum. Hann var eins og naut í flagi og hafđi allt á hornum sér. Get ekki ímyndađ mér ađ málflutningur af ţessu tagi sé Framsókn til framdráttar hjá venjulegu fólki.
Ţađ er athyglisvert ađ reyndasti ţingmađur Framsóknarflokksins, Siv Friđleifsdóttir, heldur sig nú um stundir mjög til hlés og lćtur strákagengiđ um ađ hafa uppi fíflagang frammi fyrir kjósendum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)