Molar um málfar VII

 Ánćgjulegt var hve  fljótir  nemendur Verslunarskólans  voru ađ átta sig á ţágufallssýkinni í  fyrirsögn á íţróttafrétt úr Fréttablađinu í spurningaţćttinum Gettu betur  í RÚV sjónvarpi í kvöld. Ţessi ţáttur  nćr  sér ekki almennilega á  strik, - allavega ekki ennţá, enda  viđ ramman reip ađ draga  í samkeppni  viđ  ţau  Sigmar og Ţóru í Útsvari.  Ţau standa sig  međ stakri prýđi.

 Svo kemur  hér  svolítill  sparđatíningur ,sem  sumir  sjálfsagt kalla.

Í fréttum Stöđvar  tvö var talađ um "grátt ofan í  svart".  Orđatiltćkiđ er  ađ bćta gráu ofan á  svart,  eđa  ađ gera illt verra  eins og  segir í hinni  ágćtu handbók Jóns  G.  Friđjónssonar Mergur  málsins. Ţá  bók nota  fréttaskrifarar of lítiđ.

Í fréttum RÚV sjónvarps   var sagt: " Ţau eru  af erlendu bergi brotnu". Rétt  hefđi veriđ ađ  segja af erlendu bergi brotin. Hér  hefđi líka mátt  styđjast viđ hinn ágćta Merg og fletta upp orđinu berg.

Í öđrum hvorum sjónvarpsfréttatímanum í kvöld  var  sagt: "... engu hafđi veriđ  slegiđ fast um hvenćr..."   Ţegar eitthvađ er ákveđiđ  eđa fastmćlum  bundiđ  er talađ um ađ  slá einhverju  föstu,  en ekki   ađ "slá eitthvađ  fast". Ţannig var nú ţađ.


Bloggfćrslur 28. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband