10.8.2008 | 10:28
Orkuhroki ?
Það er einkennileg afstaða Orkuveitu Reykjavíkur að neita fjölmiðlum um upplýsingar um það hverjum fyrirtækið bauð á tónleika Erics Claptons. Er þetta einhverskonar orkuhroki ?
Eiga ekki allir viðskiptavinir fyrirtækisins heimtingu á því að vita hverjum var boðið? Það er ekki annarleg forvitni eða hnýsni heldur eðlileg krafa um upplýsingar.
Orkuveitan getur ekki haft neitt að fela í þessu máli eða hvað?
Það hefur ekkert með viðskiptahagsmuni að gera að leyna því hverjum var boðið.
Að halda slíku fram er bara bull og þvættingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)