26.1.2008 | 20:41
Ótrúlegt !
Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt að heyra stjórnmálamenn tala í alvöru um flugvöll á Hólmsheiði. Hver er loftlínuvegalengd þaðan til Keflavíkurflugvallar? 35 kílómetrar ? Eitthvað nálægt því.Hver skyldi vera munur á ferðatíma úr vesturbænum í Reykjavík til Keflavíkur og upp á Hólmsheiði? Sáralítill, ef nokkur.Reykjavíkurflugvöllur á að fá að vera í friði. Það er fjarstæða að fleygja milljörðum í flugvöll uppi á heiðum eða úti í hafsauga þegar ágætur flugvöllur er fyrir hendi í Reykjavík og einn besti flugvöllur þessa heimshluta Keflavík . Stundum er eins og ruglinu séu engin takmörk sett.
![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)