Ný stefna hjá RÚV-Sjónvarpi ?

Það var athyglisvert í fréttum sjónvarps í gærkveldi , er fjallað var um marg umrædda  stöðuveitingu ,að Þorsteinn Davíðsson var nefndur  Þorsteinn  Davíðsson Oddssonar. Ég velti því þá fyrir mér , ef nafn mitt  skyldi bera á  góma í fréttum ,hvort ég yrði nefndur Eiður Svanberg Guðnason Guðmundssonar.  Ég tel það fremur ólíklegt. Gilda þá  einhverjar  aðrar reglur hjá fréttastofu   Ríkisútvarpsins  Sjónvarps um Þorstein Davíðsson  en aðra borgara þessa lands? Sé ekki betur.Minnist þess ekki áður  að hafa  heyrt slíka ættfræði í fréttum.

 Þetta eru óboðleg vinnubrögð.


Bloggfærslur 12. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband