24.1.2011 | 12:41
Buguđ í IKEA
Fjölmiđlar hafa sagt frá ţeirri niđurstöđu vísindamanns eđa vísindamanna ţess efnis, ađ verslanir IKEA séu skipulagđar međ ţađ fyrir augum ađ rugla viđskiptavinina í ríminu. Ţađ er rétt ađ verslanirnar eru eins og völundarhús til ađ tryggja ađ viđskiptavinir sjái sem flest af ţví sem er á bođstólum. Ţetta er ekki nýtt. Var til dćmis gert í Magasin du Nord, ađ ég held, löngu áđur en IKEA kom til sögunnar.
En ţađ er auđvelt ađ bugast í stórverslunum nútímans. Ţetta kínverska par gafst hreinlega upp og fékk sér blund. Myndin er tekin í IKEA í Beijing. Ljósmyndarinn stóđst ekki mátiđ. Starfsfólk IKEA var ekki yfir sig hrifiđ, en lofađi ţreyttum ađ sofa.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2011 | 09:55
Molar um málfar og miđla 511
Prýđilegur ţáttur í röđ Ríkissjónvarpsins Átta raddir" um Bjarna Thor Kristinsson. En hvenćr skyldi koma ađ ţví ađ ţáttur í kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins hefjist á réttum tíma? Líklega er Ríkisjsónvarpiđ óstundvísasta sjónvarpsstöđ norđan Alpafjalla, eins og ţar stendur.
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (22.01.2011) var talađ um óeirđarlögreglu. Eđlilegra hefđi veriđ ađ tala um óeirđalögreglu. Meira um hádegisfréttir: Í fréttayfirliti hádegisfrétta (23.01.2011) var sagt frá vatnavöxtum í Hvítá. Ţar las fréttamađur án ţess ađ hika .....og áin flćtt yfir bakka sína og yfir bćjarvegginn á 150 metra kafla. Enn skal hér hamrađ ţví ađ fréttamenn verđa hlusta ţegar ţeir lesa, - og svo er líka til bóta ađ ţeir skilji textann. Í fréttinni kom fram ađ vegurinn heim ađ bćnum var undir vatni á um 150 metra kafla.
Undanfarna janúardaga hefur stundum rifjast upp fyrir Molaskrifara nafn,sem Danir fyrir mörgum árum gáfu Morgunblađinu vegna minningargreinanna. Ţeir kölluđu blađiđ De dödes avis.Dagblađ hinna dauđu. Ţessi nafngift átti sérstaklega vel viđ föstudaginn 21. janúar. Ţá var Morgunblađiđ 44 síđur. Minningargreinar fylltu 12 síđur. Rúmlega 27%. Ţetta á heima í heimsmetabók Guinness. Örugglega einsdćmi í veröldinni. Molaskrifari kaupir Morgunblađiđ vegna minningargreinanna. Mergjađir Staksteinar, og leiđarar á stundum, geta veriđ til skemmtunar. Ekki vegna skođana. Heldur ritleikni. Og ekki spilla pistlar Kolbrúnar Bergţórsdóttur.
Ţađ var sjálfsagt og rétt hjá Ríkissjónvarpinu (22.01.2011) ađ segja myndarlega frá ţví ađ Haraldur Sigurđsson, jarđfrćđingur hafi hlotiđ heiđursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands. Ţađ er verđskuldađ. Til hamingju, Haraldur. Molaskrifara rekur hinsvegar ekki minni til ţess, ađ Ríkissjónvarpiđ hafi taliđ ţađ fréttnćmt ţegar ritstjórinn og skáldiđ Matthías Johannessen var gerđur ađ heiđursdoktor viđ Háskóla Íslands fyrir skömmu. Vonandi er ţađ ekki rétt munađ.
Gríđarlegir hagsmunir undir, sagđi í fyrirsögn á mbl.is (21.01.2011). Betra hefđi veriđ: Gríđarlegir hagsmunir í húfi.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 21:10
Molar um málfar og miđla 512
Úr mbl.is (24.01.2011): Ţurrkurinn fer illa međ uppskerur, s.s. hveitiuppskeruna, ....Ţrátt fyrir mikinn ţurrk ţá er einnig mjög kalt í landinu. Viđ austurströnd landsins hefur ís truflađ skipasamgöngur. Stćrri skip hafa neyđst til ţess ađ hćgja á sér og ţau minni komast ekki af stađ. Ekki er eđlilegt ađ tala um uppskerur í fleirtölu í ţessu sambandi. Samhengi milli ţurrka og kulda er ekki rökrétt. Í heild er ţetta heldur klaufalega orđađ.
Í Landanum" í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld var kvenskörungurinn Halldóra Bjarnadóttir kölluđ skólastýra til margra ára. Molaskrifari man ekki betur en Halldóra hafi kallađ sig skólastjóra og til margra ára er ekki til fyrirmyndar. Betra er ađ segja í mörg ár. Ţetta sama kvöld var í fréttum talađ um ađ hafa gaman saman, skemmta sér saman. Molaskrifara hugnast ekki ţetta orđalag. Kannski er ţađ bara sérviska. Í ţeim sama fréttatíma Ríkissjónvarps var fróđlegur og vel unninn pistill um Túnis. Fréttastofan mćtti gera meira af slíku.
Í íţróttafréttum heyrđi Molaskrifari nýlega talađ um ungkarlamet. Molaskrifari er ekki sérfrćđingur í íţróttamáli, en orđiđ ungkarl finnur hann ekki í Íslenskri orđabók. Ungkarl (ungkar á norsku) er hinsvegar til í dönsku og ţýđir piparsveinn, ókvćntur karl.
Tónlistarval í morgunútvarpi Rásar eitt, Vítt og breitt, fellur yfirleitt prýđisvel ađ smekk Molaskrifara. Ţar léku Dave Brubeck og félagar lagiđ Theme from Elementals (24.01.2011). Umsjónarmađur ţýddi heiti lagsins og tengdi ţađ frumefnum. Víst er ađ orđiđ enska orđiđ element er notađ um frumefni og höfuđskepnunar fjórar. En Molaskrifari hefur nokkrar efasemdir um ađ orđiđ elementals í ţessu tilviki tengist frumefnunum. Er ţó ekki viss, svo óyggjandi sé.
Bloggar | Breytt 25.1.2011 kl. 09:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 10:59
Molar um málfar og miđla 510
Vćntanlega liggur útskýringin í sögunni," segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seđlabankans,(visir.is 21.01.2011). Ritstjóri Seđlabankans er líklega ný stađa í bankanum. Var hún kannski sett á laggirnar eftir ađ fyrrum seđlabankastjóri gerđist ritstjóri Morgunblađsins ?
Góđur pistill um Sjóvárrániđ í fréttum Ríkissjónvarpsins (21.01.2011). Ţađ er međ ólíkindum ađ ţjófarnir skuli enn ganga lausir. Ríkissjónvarpiđ gerđi stofnfjáreigendadómum líka betri skil en Stöđ tvö.
Ţađ er oft gott ađ geta horft á seinkađa dagskrá Ríkissjónvarpsins, en Molaskrifari veltir ţví fyrir sér hvort ekki vćri rétt ađ nýta ţessa rás undir íţróttaefni. Ţá geta ţeir sem ţađ vilja sjá horft eins og ţá lystir og íţróttadeildin gćti hćtt ađ ráđskast međ dagskrána í Ríkissjónvarpinu. Ţetta vćri til mikilla bóta.
Dekur Ríkissjónvarpsins viđ poppmenninguna kristallast í ţeirri gífurlegu umfjöllun sem stuttri dagskrá. Önnur menningarsviđ eru vanrćkt. Lítiđ áhugaverđ ađ mati ţeirra,sem stjórna dagskránni í Efstaleiti.
... eftir ţennan digra íţróttapakka, sagđi fréttaţulur Ríkissjónvarps (22.01.2011) Íţróttapakki ?Digur pakki?
Kastljósiđ í Ríkissjónvarpinu er ţreytt. Ţađ ţarf hvíld til ađ ganga í endurnýjun lífdaganna. Umrćđan (21.01.2011) um fréttir liđinnar viku var svo dauf, ađ ţađ lá viđ ađ mađur dottađi. Annar ţeirra tveggja, sem ţar fenginn til ađ svćfa hlustendur, kom svo rúmlega tólf tímum seinna sem álitsgjafi um fréttir vikunnar í Vikulokunum á Rás eitt. Hugmyndauđgin lćtur ekki ađ sér hćđa ! Í fyrri viku mun í tveimur ţáttum hafa veriđ rćtt tvisvar viđ sama ráđherra um sama efni sama daginn.
Molaskrifari bendir Kastljósfólki góđfúslega á ađ kynna sér beygingu karlmannsnafnsins Ingimar. Ţađ beygist Ingimar, Ingimar, Ingimar, Ingimars. Kappátiđ sem sett var á sviđ í Kastljósinu var ógeđfellt og óviđeigandi. Hvađ er er best af sviđinu ? Ţannig spurđi umsjónarmađur Kastljóss. Má bjóđa ţér sođiđ sviđ ? Leiksviđ eđa sögusviđ? Orđiđ sviđ í merkingunni sviđinn haus eđa leggir sauđkindar eđa nautgrips er ekki til í eintölu. Í ţessum ţćtti fylgdi svo undarlegt viđtal viđ bandaríska bílaleigukonu, sem átti ekkert erindi á skjáinn. Ţćttinum lauk međ kynningu á dansskóla í Borgarnesi, sem kannski var skásta efniđ í Kastljósi ţetta föstudagskvöld. Ţađ var eiginlega eins og ţessi ţáttur vćri ruslakista vikunnar. Útsvariđ stendur hinsvegar fyrir sínu og hefur um langt skeiđ ásamt Kiljunni veriđ nćstum eina efniđ í sjónvarpi ríkisins , sem Molaskrifari reynir ađ missa alls ekki af. Jafnvel ţótt dómaranum verđi stöku sinnum á mistök eins og gerđist 21.01.2011.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2011 | 09:50
Molar um málfar og miđla 509
visir.is segir í fyrirsögn ( og texta 21.012011): Heildarverđmćti skulda og hlutafjárs í samkomulagi Landsbankans og .. Orđiđ fé beygist: fé, fé, fé, fjár. Ekki eru allar ferđir til fjár, ţótt farnar séu, segir gamalt máltćki.
Ţegar Ríkissjónvarpiđ (20.01.2011) sagđi frá geitabúskap í Mývatnssveit heyrđi Molaskrifari ekki betur en fréttamađur segđi, ađ geitastofninn hefđi á sínum tíma veriđ skorinn niđur vegna mćđuveiki. Hann átti viđ mćđiveiki, sem er gagnsćtt og skiljanlegt orđ. Kannski var ţetta misheyrn.
Molalesandi sendi eftirfarandi: Ţó ég sé ađeins međ BS próf í vélaverkfrćđi skil ég stundum ekki orđanotkun í hagvísum og viđskiptum. Eins og í ţessari frétt, ţađ voru mér fréttir ađ hćgt vćri ađ innleysa tap.
"...Miđađ viđ ađ félagiđ seljist á 9,4 milljarđa innleysir ríkissjóđur meira en tveggja milljarđa tap vegna björgunarinnar. " " Molaskrifari tekur undir ţetta. Einkennileg orđanotkun ađ tala um ađ innleysa tap.
Bíleigendur,sem lenda í vandrćđum međ farkosti sína leita gjarnan á náđir Leós M. Jónssonar , véltćknifrćđings,sem er međ fastan dálk í Morgunblađinu. Leó er hreint ótrúlegur. Hann veit bókstaflega allt um bíla og svör hans eru skýr og skilmerkileg. Ţetta er fín ţjónusta viđ lesendur Morgunblađsins.
Úr Sarpnum: Hefđarfólk frá Bessastöđum verđur líklega seint alţýđulegt eins og skrifađ var visir.is (02.01.2011): ...ađ forsetahjónin hafi veriđ mjög alţýđuleg í heimsókninni og sett mikinn svip á kvöldiđ. Ţađ getur hinsvegar reynt ađ gera sig alţýđlegt innan um almúgann. Og er ţađ auđvitađ góđra gjalda vert. Veriđ var ađ segja frá heimsókn hjónanna til Hjálprćđishersins á ađfangadagskvöld.
Hér er loks tengill ţar sem kemur fram afar athyglisverđ afstađa starfsmanna Ríkissjónvarpsins til réttarhaldanna yfir fólkinu sem réđist inn á ţingpalla.
www.andriki.is/default.asp?art=19012011
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2011 | 09:43
Molar um málfar og miđla 508
Ósköp er ţađ hallćrislegt, ţegar Stöđ tvö sýnir hálfan handboltaleik (20.001.2011) í opinni útsendingu, en svo kemur lok, lok og lćs í hálfleik. Miklu skárra ađ loka á allan leikinn. Sýna hann allan lćstan eins og Stöđ tvö hefur fullan rétt til. En ţegar mađur les ţađ sem Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar um framkomu Stöđvar tvö gagnvart viđskipavini sínum í aldarfjórđung , ţá setur mann hljóđan.
En allt er ţetta er álíka hallćrislegt og ţegar Ríkissjónvarpiđ tönnlast á ţví, ađ handboltaleikjunum sé lýst í beinni útsendingu á Rás tvö. Ţađ er svona til ađ undirstrika ađ Ríkisútvarpiđ klúđrađi málinu. Og ţurfa svo ađ fara á bjórbúllu til ađ rćđa viđ menn, sem horfđu ţar á leikinn ! Ţađ var nú eiginlega botninn.
Lesandi sendi Molum eftirfarandi: Ég hrekk viđ ţegar ég heyri ađ kvikmynd um fésbók hafi fengiđ ţrjú verđlaun kenndi viđ gullknött. Ţar fékk Colin Firth líka verđlaun, hann hefur ţá vćntanlega fengiđ eitt! [Rás 2]
Eđa ţegar frétt um eitthvađ sem tengdist dönsku kóngafólki fylgdu ţćr upplýsingar ađ tilkynning hefđi borist frá danska hofinu! [Bylgjan - fréttir]
Svo heyrđi ég fyrir alllöngu auglýsingu frá fatabúđ sem auglýsti buxur - "tvćr fyrir eina"! "
Molaskrifari kanna lesanda ţakkir fyrir sendinguna. Ţví miđur heyrast svona ambögur of oft. Ţađ er eins og metnađ til ađ gera vel vanti víđa í íslenskum fjölmiđlum.
Ţađ eru lítil takmörk fyrir ruglinu,sem hlustendum morgunútvarps Rásar tvö er bođiđ upp á. Í morgun (20.01.2010) var sagt viđ hlustendur: Ţađ á engin pólitísk hugmyndafrćđi ađ vera í stjórnarskránni! Molaskrifari hélt reyndar ađ stjórnarskráin snerist um pólitíska hugmyndafrćđi. Ţar segir í 1. gr. Ísland er lýđveldi međ ţingbundinni stjórn. Er ţađ ekki pólitísk hugmyndafrćđi ? Heldur betur.
Alţingismađur gerir sig ađ hálfgerđu fífli međ ţví ađ bera fram fyrirspurnir á Alţingi um hluti, sem öllum eru ađgengilegir ( Hvađ eru Íslendingar margir ? Hvađ hefur Ísland sendiráđ í mörgum löndum? Hvađ hefur Ísland stjórnmálasamband viđ mörg lönd ?) Ţessar upplýsingar eru öllum ađgengilegar ýmist međ ţví ađ hringja í Hagstofuna eđa skođa heimasíđu utanríkisráđuneytisins. Ţađ er fáránlegt, ađ ćtlast til ţess ađ starfsmenn stjórnarráđsins sinni svona rugli. Tölvudeild Alţingis ćtti ađ kenna ţessum ţingmanni ađ nota Google-leitarvélina. Ţar nćgir ađ slá inn: Stjórnmálasamband Íslands. Ţá kemur á skjáinn listi yfir öll ţau lönd,sem Ísland hefur stjórnmálsamband viđ. Ţetta er međ ólíkindum. Hvađa erindi á fólk á á Alţingi,sem ţarf ađ spyrja um ţađ á Alţingi hvađ Ísland sé međ sendiráđ í mörgum löndum?
Molaskrifari man reyndar ţá tíđ á Alţingi, fyrir svona 20-30 árum, ađ einn og sami ţingmađurinn dengdi inn fyrirspurnum í tugatali. Flestar voru ţćr um tilgangslausa tölfrćđi, sem ekki nýttist til eins eđa neins. Ţađ kostađi hinsvegar mikla vinnu og mikiđ fé í stjórnkerfinu ađ elta uppi svör viđ ánalegum spurningum , - -- svör sem aldrei var gert neitt međ.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2011 | 09:03
Molar um málfar og miđla 507
Auglýsingabćklingur frá nýrri verslun,sem kallar sig DOMTI (líklega útibú frá erlendri verslanakeđju) kom međ dagblöđunum til Molaskrifara í morgun (19.01.2011). Ţar stendur á forsíđu: Ţín innkaup á einstöku verđi. Ţađ er eins og mađur, sem ekki er mćltur á íslensku, hafi samiđ ţetta. En ţví miđur er svona eđa svipađ orđalag ekkert einsdćmi.
Brengluđ orđaröđ er ađ vera býsna algengt fyrirbćri.Fyrir nokkru sendi athugull lesandi Molum eftirfarandi ábendingu: Gagnstćtt venju í mörgum granntungum okkar er ţađ meginregla í íslensku ađ eignarfall (og eignarfornafn) standi á eftir ţví orđi sem stjórnar fallinu".
Hér fara eftir nokkur dćmi, einkanlega úr auglýsingum ,um brenglađa orđaröđ: Okkar framtíđ, auglýsing frá banka. Ţinn hrađi áletrun á tćki, sem mćlir hrađa bifreiđa á Álftanesi. Fólk afli sér upplýsinga um sín réttindi (úr fréttum Stöđvar tvö). Viltu hámarksraka fyrir ţína húđ ? Ţinn hagur í bílavarahlutum.
Auglýsingahöfundar eru hér ekki til fyrirmyndar um notkun móđurmálsins.
Skrifađ var á pressan.is (19.01.2011): Arion banki hefur selt tryggingafélagiđ Sjóvá. Kaupandinn er fjárfestingafélagiđ Stefnir. Starfsfólki Sjóvár var kynnt máliđ á fundi sem var ađ ljúka. Ţetta er vćgast sagt ekki nákvćmt. Hiđ rétta er ađ fagfjárfestafélag, sem tengist Arion banka, keypti rúmlega 52% hlut í Sjóvá. Seljandi var Seđlabanki Íslands, íslenska ríkiđ. Ţessi fréttamiđill, sem Vátryggingafélag Íslands á međ nokkrum Framsóknarmönnum, er greinilega ekki mjög áreiđanleg heimild. (Hvađ er tryggingafélagiđ mitt annars ađ vasast í svona rugli ?) Svo var reynt ađ leiđrétta rugliđ á pressan. is og ţá tók ekki betra viđ, ţví ţá var sagt: Íslandsbanki hefur selt tryggingafélagiđ Sjóvá. Kaupandinn er Stefnir, sem er í dótturfélag í eigu Arion banka. Starfsfólki Sjóvár var kynnt máliđ á fundi sem var ađ ljúka. Sá sem skrifađi heldur greinilega ađ Seđlabanki Íslands og Íslandsbanki séu eitt og sama fyrirtćkiđ !
Og vefmiđillinn visir.is sagđi: Íslandsbanki seldi í dag tryggingafélagiđ Sjóvá,át vitleysuna um Íslandsbanka upp úr pressunni. Ótrúlegt. Opinberar léleg vinnubrögđ. Mbl.is hafđi ţetta rétt frá upphafi. Hrós fyrir ţađ.
Úr mbl. is (19.01.2011): Leikarateymi og ađrir starfsmenn nýju Twilight-myndanna urđu strandaglópar á brasilískri eyju á dögunum vegna mikillar rigningar sem aftrađi ţeim ađ snúa aftur á hótel sitt. Ţađ sem átt er viđ er ađ fólkiđ varđ veđurteppt. Ţađ varđ ekki strandaglópar og svolítiđ einkennilegt er ađ tala um ađ rigning hafi aftrađ ţeim ađ komast á hóteliđ sitt.
Ţađ er skrítiđ hvernig samkynja ambögur vađa upp í fjölmiđlum. Fréttamađur,sem annars virđist prýđilega máli farinn, sagđi í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (19.01.2011): ... og hafa sérfrćđingar í öryggismálum grunađ, ađ ţađ tengdist tölvuárásum erlendra ríkja. Hér hefđi átt ađ segja: ... og hefur sérfrćđinga í öryggismálum grunađ....
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2011 | 08:08
Molar um málfar og miđla 506
Úr mbl.is (18.01.2011) ... í máli ákćruvaldsins á hendur níu einstaklingum sem m.a. gefiđ ađ sök árás á Alţingi 8. desember 2008. Ekki er ţetta nú alveg í lagi. Betra hefđi veriđ ađ segja ađ ţessum einstaklingum vćri gefiđ ađ sök ađ hafa ráđist ađ, eđa á, Alţingi.
Meira úr mbl.is (18.01.2011): Ökumađur missti stjórn á bíl sínum í hálku viđ Brúará í Biskupstungum um klukkan hálf ţrjú í dag međ ţeim afleiđingum ađ hann valt á ađra hliđina. Eins gott ađ bíllinn valt ekki á hina hliđina. Eđa báđar hliđarnar.
Ţegar Ríkissjónvarpiđ ekki telur ástćđu til ađ kynna fyrirfram viđ hvern er rćtt í ţćttinum Í návígi, ţá nennir Molaskrifari sjaldnast ađ voma yfir ţví ađ sjá hver birtist á skjánum hjá Ţórhalli. Einkennilegt vinnulag.
Hversvegna hafnar Ríkissjónvarpiđ ekki sjónvarpsauglýsingum ţar sem eru enskuslettur? Ţannig auglýsingar ganga ţvert á svokallađa málstefnu Ríkisútvarpsins? Líklega er ţađ vegna ţess ađ enginn virđist bera ábyrgđ á ţví ađ málfar í auglýsingum sé bođlegt. Stjórn ţessa mikilvćga fyrirtćkis ţjóđarinnar er í molum.
Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins (18.01.2011) las fréttaţulur: Rannsókn bendir til ţess ađ helmingur barna og unglinga skorti D-vítamín. Helmingur barna skortir ekki, heldur skortir helming barna D-vítamín. Undarlegt ađ reyndur fréttalesari skuli ekki heyra, ţegar hann les ţennan vonda texta.Í seinni fréttum sjónvarps var sagt frá sjósundi eđa sjóbađi fólks úr rússnesku rétttrúnađarkirkjunni á Íslandi í Nauthólsvík. Fréttin átti ţó varla erindi í sjónvarp, ţví engin fylgdi myndin. Mbl.is birti mynd úr Nauthólsvik, ţar sem var ekki beinlínis bađveđur.
Molaskrifari festist óvart viđ athyglisverđan pistil Ingva Hrafns um landbúnađarmál á ÍNN. Sauđfjárbćndum virđist vegna vel um ţessar mundir og er gaman ađ heyra jákvćđar fréttir úr landbúnađi. Molaskrifari hefur reyndar áđur heyrt áhugaverđar fréttir úr landbúnađi á ÍNN, fréttir sem hann hefur ekki séđ ađ stóru fréttastofurnar hafi gefiđ gaum. Ekki verđur annađ sagt en rjóđur og sćllegur sjónvarpsstjórinn sé sundurgerđarmađur í klćđaburđi ,grćnn jakki, bleikt bindi, og blá skyrta međ hvítum flibba!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 08:36
Molar um málfar og miđla 505
300 tonna byggđakvóti fýsir, segir í fyrirsögn á mbl.is (18.01.2011). Molaskrifari ţykist vita, ađ átt sé viđ, ađ 300 tonna byggđakvóti freisti eđa sé freistandi, en aldrei hefur hann heyrt eđa séđ sögnina ađ fýsa notađa međ ţessum hćtti. Algengast er: Mig fýsir, - mig langar.
Orđiđ tafarlaust kom fyrir í frétt í Ríkissjónvarpinu (17.01.2011) Fjallađ var um ţá sem brjóta af sér í umferđinni vegna elliglapa eđa öldrunarsjúkdóma. Lögreglu skorti heimild til ađ svipa slíka ökumenn ökuskírteini tafarlaust. Ekki er Molaskrifari alveg sáttur viđ ţessa notkun orđsins tafarlaust. Betra hefđi veriđ ađ segja umsvifalaust , eđa ađ svipta viđkomandi ökuskírteininu á stađnum. Í sama fréttatíma var einnig talađ um ađ lögreglan hefđi ţurft ađ skarast í leikinn. Átti auđvitađ ađ vera skerast í leikinn.
Í fréttum Stöđvar tvö (17.01.2011) var talađ um ađ senda köld skilabođ. Málvenja er ađ tala um ađ senda einhverjum kaldar kveđjur, vondar fréttir eđa sýna e-m ókurteisi. Í sama fréttatíma var sagt ađ á einhverju hefđu orđiđ verulegir brestir. Brestir geta komiđ í samstarf , ef ţađ breytist til verri vegar. Misbrestur getur veriđ á einhverju, skortur er á einhverju eđa eitthvađ er gallađ.
Málfari i morgunútvarp Rásar tvö fer lítiđ fram. Í gćr (17.01.2011) var ţar sagt , ađ Berlusconi vćri undir rannsókn! Ţann sama dag var flutt menningarframlag Ríkisútvarps, leikaraslúđur vestan frá Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna . Enskuslettur voru nánast í hverri setningu. Ambögurnar skorti ekki heldur: Margar tískur í gangi. Ţađ ţorir varla enginn. Nýtt innslag af sama tagi var bođađ nćsta föstudag. Líklega á ţetta verđa einskonar Daglegt mál á Rás tvö. Rúsínan í pylsuendanum var ţegar sagt var frá bestu erlendu kvikmyndinni á Golden Globehátíđinni: ... eđa Heven eins og hún heitir á dönsku! Myndin heitir Hćvnen, hefndin. Ekki hvarflađi ađ umsjónarmönnum ađ lelđrétta rugliđ. Í inngangi var fluttur langur pistill á ensku. Ţađ er ţvert á málstefnu Ríkisútvarpsins. Rétt er líka ađ gefnu tilefni ađ árétta ađ Golden Globe verđlaunin eru ekki kennd viđ gullinn knött, heldur gullinn hnött. Ţví eru lítil takmörk sett hvađ Ríkisútvarpiđ telur okkur hlustendum bođlegt. Svo er líka til bóta (18.01.2011) ađ fara rétt međ nöfn ţeirra, sem fram koma í morgunţćttinum.
Hér hefur nokkrum sinnum veriđ vikiđ ađ óţolandi óstundvísi í dagskrá Ríkissjónvarpsins. Haldiđ verđur áfram ađ nefna ţetta ţangađ til stjórnendur dagskrár í Ríkisútvarpinu eru búnir ađ lćra á klukku. Ţeir gćtu fariđ í skóla á Rás eitt. Alvöru sjónvarpsstöđvar leggja metnađ í ađ halda sig viđ auglýsta dagskrártíma. Ágćtur ţáttur um Ţóru Einarsdóttur söngkonu hófst til dćmis ekki á réttum tíma á sunnudagskvöld (16.01.2011). Einkum vegna auglýsinga frá Ríkissjónvarpinu. Ţađ eru aumir stjórnendur ,sem ekki geta lagfćrt ţetta. Óstundvísi af ţessu tagi er óvirđing viđ hlustendur.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2011 | 09:26
Molar um málfar og miđla 504
Enginn má viđ mörgum, heitir ţáttur sem Ríkisútvarpiđ sýndi á laugardagskvöldiđ var (15.01.2011). Orđtakiđ er: Enginn má viđ margnum og Ríkisútvarpiđ á ekkert međ ađ breyta ţví.
Úr fréttum Ríkisútvarps (15.01.2011 ).... tíu mínútum síđar barst tilkynning um annađ slys, ótengdu hinu fyrra. Ekki var ţetta vel ađ orđi komist.
Úr mbl.is (15.01.2011): Raunar eru sumir vegir ekki í ţjónustu nema fáa daga í viku. Ţađ er ekki fyrir hvern sem er ađ skilja ţetta. Átt er viđ ađ vegir séu ekki ruddir eđa salti dreift á hálkubletti nema nokkrum sinnum í viku.
Molaskrifari les Árna Matt Frá bankahruni til byltingar, bók ţeirra Árna Mathiesens og Ţórhalls Jósepssonar. Bókin er ágćt upprifjun og veitir nýja sýn á ýmislegt. Molaskrifari var viđ störf í Fćreyjum, ţegar ţessi ósköp dundu yfir og fylgdist ekki eins vel međ eins ţeir sem hér heima voru. Bókin er lipurlega skrifuđ, enda var höfundurinn rekinn af fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem Morgunblađiđ kallar nú Óđinsvé.
Úr mbl.is (15.01.2011): Sonurinn, sem heitir Ron Reagan, segir í bók sinni 100 ára ártíđ föđur míns ađ hann hefđi tekiđ eftir Alzheimereinkennum hjá föđur sínum ţegar hann hafđi gegnt embćttinu í ţrjú ár.Ártíđ er dánarafmćli. Ronald Reagan lést áriđ 2004. Áriđ 2104 er ţví hundrađasta ártíđ hans. Morgunblađiđ ruglar hér saman aldarafmćli og ártíđ. Í ljósi ţess ađ bókin heitir á ensku My Father at 100, er ţýđingin á bókartitlinum enn furđulegri. Ţađ hefur raunar aldrei legiđ vel fyrir Morgunblađinu ađ ţýđa úr ensku.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)