6.7.2007 | 13:46
Bloggvæl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 08:13
Hver er skýringin ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 09:51
Ósvífið okur
Í sjónvarpsfréttum var vakin athygli á gífurlegum verðhækkunum fyrirtækisins Já er svarið ,sem nú hefur símaskrána á sinni könnu og er í einokunaraðstöðu. Það varð til þess að ég fór að athuga hvað ég greiddi þessu fyrirtæki.
Fyrir eina aukalínu greiddi ég áður 390 krónur. Nú er búið að hækka verðið í 980 krónur. Þetta er meira en tvöföldun ! Engin rök. Engin tilkynning. Fullkomin ósvífni.
Talsmaður fyrirtækisins var eins og álfur út úr hól er hann reyndi að svara spurningum fréttamanns í gærkveldi.
Það eru svona þrjótar sem koma óorði á einkavæðingu.
Hvet lesara til að hafa samband við fyrirtækið ,- síminn er 522 3200,- og kanna hve hátt gjald þeir eru að greiða, hve mikið það hefur hækkað og hverjar séu skýringar á hækkuninni..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 11:58
Að borða disk
![]() |
Megrunarpilla sem tútnar út í maganum er á tilraunastigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 10:48
Engar fréttir - góðar fréttir
Á tímum hryðjuverka og styrjalda eru það stórkostleg forréttindi að búa í landi þar sem ekkert gerist. Ekkert, hvorki gott né vont.
Þetta er það sem ráða mátti af fréttum Ríkisútvarpsins í morgun, sunnudaginn 1.júlí.
Í fjórum fréttatímum í morgun, klukkan sjö, átta,níu og tíu var engin innlend frétt. Ekki ein einasta. "Engar fréttir eru góðar fréttir ", eins og þar stendur. Þetta er auðvitað frábær þjónusta hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, en seint verður íþróttadeild fullþakkað að skýra okkur hlustendum frá úrslitum tveggja knattpyrnuleikja í Suður Ameríku og flytja okkur fréttir af tveimur golfmótum, öðru í Bandaríkjunum hinu í Frakklandi. Þetta bjargar deginum, -- hjá mér að minnsta kosti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)