Bloggvæl

 Með  reglubundnu millibili væla menn á  blogginu  um seinkanir hjá  Icelandair og Iceland  Express.  Stundum er  seinkunin    ekki mikil,  stundum talsverð. Auðvitað  skapa seinkanir ferðafólki margvísleg óþægindi. Mín reynsla  er  sú ,að  starfsfólk Icelandair  (hef sjaldnar ferðast með Iceland Express)  leggur sig í framkróka    bjarga málum. Á löngum ferðaferli  4  - 500  ferðum milli landa með íslenskum flugfélögum hefur aðeins  einu sinni komið upp tilvik, þar sem  hvorki  félagið né   viðkomandi stöðvarstjóri stóð sig  sem  skyldi.  Það er í rauninni ekki mikið.Eiginlega frábært.Seinkanir verða af óviðráðanlegum ástæðum. svo sem  slæmu veðri , bilunum eða  mikilli umferð. Lélegt heilsufar flugumferðarstjóra hefur stundum valdið  seinkunum, -  ekki bara á Íslandi.Flugfélögin tapa á seinkunum. Þessvegna er  kapp lagt á að halda áætlun. Íslensku flugfélögin veita  góða þjónustu. Það verða  seinkanir  hjá þeim   eins og  öðrum félögum.Ég minnist þess ekki að hafa séð  væl á vef  Moggans um seinkanir hjá SAS, BA,Lufthansa  eða öðrum erlendum félögum. ES:  Meðan ég var að skrifa þetta var tilkynnt   4 klukkustunda seinkun á flugi Atlantic  Airways frá Vágum til  Reykjavíkur. !  Það breytir mínum áætlunum. En hvað með það ?  Bloggvæl breytir  engu þar um.  

Hver er skýringin ?

Ég er einn af viðskiptavinum Orkuveitu Suðurnesja. Átta mig ekki  alveg á  þeim draugagangi sem nú er kominn á kreik í kringum  fyrirtækið. Þætti vænt um ef  einhver  gæti  skýrt  fyrir mér hversvegna bæjarstjórinn í  Reykjanesbæ  leggur  slíkt ofurkapp á að  afhenda  fyrirtækið  einkaaðilum. Það hvarflar að mér að Geysir Green Energy muni  ekki hafa hagsmuni almennings að leiðarljósdi.

Ósvífið okur

Í sjónvarpsfréttum var vakin athygli á  gífurlegum verðhækkunum  fyrirtækisins Já er svarið ,sem  nú hefur  símaskrána á sinni könnu og er í einokunaraðstöðu. Það varð til þess að ég  fór að athuga hvað ég greiddi þessu  fyrirtæki.

Fyrir  eina aukalínu greiddi ég áður 390 krónur. Nú er búið  að hækka verðið í 980 krónur. Þetta er meira en tvöföldun ! Engin rök. Engin  tilkynning. Fullkomin ósvífni.

Talsmaður  fyrirtækisins var  eins og álfur út úr hól er hann reyndi að svara   spurningum fréttamanns í gærkveldi.

Það eru  svona þrjótar  sem koma óorði á  einkavæðingu.

Hvet lesara  til að hafa samband við fyrirtækið ,- síminn er 522 3200,- og kanna  hve hátt gjald þeir eru að greiða, hve mikið það hefur hækkað  og hverjar séu skýringar á hækkuninni..


Að borða disk

"...eftir að hafa  borðað spaghettidisk." Þá er  spurt, var diskurinn úr plasti eða postulíni ?
mbl.is Megrunarpilla sem tútnar út í maganum er á tilraunastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar fréttir - góðar fréttir

Á tímum hryðjuverka og styrjalda eru það stórkostleg forréttindi að  búa í landi þar sem ekkert gerist. Ekkert, hvorki gott né vont.

 Þetta er það sem  ráða mátti af fréttum Ríkisútvarpsins í morgun, sunnudaginn 1.júlí.

Í  fjórum fréttatímum í morgun, klukkan  sjö, átta,níu og tíu  var engin innlend frétt. Ekki ein einasta. "Engar fréttir eru góðar fréttir ", eins og  þar stendur. Þetta er  auðvitað frábær þjónusta hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, en seint  verður íþróttadeild fullþakkað að skýra okkur  hlustendum frá  úrslitum tveggja  knattpyrnuleikja í Suður Ameríku  og flytja okkur fréttir af  tveimur  golfmótum, öðru í Bandaríkjunum hinu í Frakklandi. Þetta bjargar deginum, -- hjá mér að minnsta kosti.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband