21.4.2007 | 17:25
Sumt er ólíkt međ frćndum
Ţegar komiđ er út í umferđina á nýjum stađ, í nýju landi ,fer gamall meiraprófsbílstjóri ósjálfrátt ađ bera saman viđ umferđina í Reykajvík.Umferđin í Beijing var kapítuli fyrir sig! Kannski meira um ţađ síđar.
Ţađ fyrsta sem vakti athygli í Ţórshöfn er, ađ hér eru allir bílar međ stefnuljós. Í Reykjavík er eins og ađeins annar hver bíll sé međ stefnuljós, eđa ţá ađ vinstrihandarlömun hrjáir bílstjórana. Ţeim virđist um megn ađ fćra höndina á stefnuljósarofann. Kannski líta ţeir á stefnuljósin sem takmarkađa auđlind,sem brýnt sé ađ fara sparlega međ. Ég hef aldrei skiliđ ţetta. Ţađ hlýtur ađ vera eitthvađ ađ ökukennslunni. Ekki er langt síđan ég benti ungri stúlku á ađ stefnuljósin hjá henni vćru ekki lagi. Hún hefđi ţrískipt um akrein og aldrei gefiđ merki. Hún var greinilega nýkomin međ bílpróf og sagđi:" Ć, ég er einmitt ađ reyna ađ venja mig á ađ nota stefnuljósin !"
Ţegar eknar eru ţrengstu göturnar hér í Ţórshöfn skilur mađur betur gamla brandarann um ađ í Fćreyjum vćri alltaf flautađ fyrir horn.
Eftir rúmlega tveggja vikna dvöl skynja ég ađ umferđin er mýkri, kurteislegri hér. Ţađ er ekki sama harkan og einkennir umferđina í Reykjavík. Líklega er streitan minni hér. Ţađ er líka bannađ ađ tala í síma í akstri í Fćreyjum. Hér er ţađ virt. Ekki heima. Hafa menn tekiđ eftir ţví ađ ţví dýrari sem jeppinn er ţví meiri líkur eru á ađ ökumađurinn sé ađ blađra í símann međan ekiđ er ? Frekar óvísindaleg athugun bendir til ađ ef bíllinn kostar átta tiltíu milljónir séu helmingslíkur á ađ ökumađur sé í símanum. Af ţví má draga tvćr ályktanir:
a) Hann er ađ gera út um milljarđaviđskipti,sem ţola enga biđ.
b) Bíllinn var svo dýr ađ ţađ var enginn afgangur fyrir 4 ţúsund króna handfrjálsum búnađi.
PS Mikiđ létti mér, ţegar ég las fyrirsögn í Fréttablađinu í morgun ţess efnis ,ađ Margrét Sverrisdóttir féllist á gerđ flugvallar á Hólmsheiđi.
Ţađ var ţungu fargi af mér létt. Ég var lengi búinn ađ vera á nálum. Ţetta var fariđ ađ standa mér fyrir svefni.
Ţađ veldur mér hinsvegar djúpum og ósegjanlegum vonbrigđum ađ enginn skuli hafa áhuga á afstöđu minni til flugvallar á Hólmsheiđi ! En svo enginn ţurfi ađ velkjast í vafa ţar um, ţá hef ég miklar efasemdir um Hólmsheiđina og hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum er arfavitlaus. Fćreyska orđabókin:
Hýruvognur = Leigubíll
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 20:25
Makalaus ummćli
Las í Mogga um liđna helgi grein eftir Indriđa Ađalsteinsson á Skjaldfönn ţar sem hann segir um Jón Kristjánsson, alţingismann og fyrrverandi ráđherra:
"Líklega hefđi hann aldrei átt ađ hćtta sem innanbúđarmađur hjá Kaupfélagi Hérađsbúa." Ţetta rifjađi upp fyrir mér ummćli Sverris Hermannssonar í rćđustóli á Alţingi upp úr 1980,sem hafa setiđ mér í minni allar götur síđan.. Sverrir var ađ skattyrđast viđ ţennan sama Jón Kristjánsson og kallađi hann "pakkhúsmann af Hérađi".
Í orđunum fólst ađ pakkhúsmađur af Hérađi ćtti ekkert ađ vera ađ derra sig á Alţingi.
Ţessi ummćli fyrrum formanns Landssambands verzlunarmanna, voru hreint ekki hugsuđ Jóni Kristjánssyni til vegsauka.
Ţađ er makalaust ţegar rökţrota menn grípa til ţess ađ gera lítiđ úr ţeim sem gegnt hafa störfum sem ţessum. Veit ekki betur en hvoru tveggja séu heiđarleg störf og ekki efast ég um ađ Jón Kristjánsson hafi gegnt sínum störfum fyrir Kaupfélag Hérađsbúa međ heiđri og sóma, sá ágćtismađur sem hann er.
Ţessi ummćli segja nákvćmlega ekkert um Jón Kristjánsson,en heilmikiđ um Indriđa Ađalsteinsson og Sverri Hermannsson.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 21:20
Vel gert
Ţau komust vel frá sínu Sigmar og Jóhanna Bryndís í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Ţátturinn var býsna góđur. Ţađ er ekki auđvelt verk ađ spyrja og stjórna í ţćtti sem ţessum, en ţeim tókst prýđilega upp, ađ mati nokkuđ gamals spyrils og ţáttastjórnanda.
Varđandi frammistöđu foringjanna skal ekkert sagt. Ţar hefur hverjum ţótt sinn fugl fagur svo sem venja er og líklega breyta svona ţćttir ekki skođunum margra.
Ţetta rifjađi ţađ hinsvegar upp ađ í gamla daga var svo mikil áherzla lögđ á ađ allir fengju jafnan tíma ađ tímavörđur sat í myndstjórnarherberginu og mćldi hversu lengi hver talađi og ţegar tveir ţriđju ţáttarins eđa ţar um bil voru búnir, fékk stjórnandinn tímayfirlitiđ, svo lítiđ bar á, og gat ţá gefiđ ţeim orđiđ sem minnst höfđu talađ, en ţađ var ekki alltaf ađ menn nýttu ţađ til hlítar . Sumir pólitíkusar vissu nefnilega ,ađ ţađ var ekki meginmál hve lengi var talađ heldur hvađ var sagt.
Líka rifjađist upp misheppnađasti ţáttur ,sem ég átti ađild ađ í sjónvarpinu á sinni tíđ. Ţá vorum viđ einir ţrír spyrjendur, Kastljósgengi , og gott ef voru svo ekki tveir fulltrúar frá hverjum stjórnmálaflokki. Sjálfsagt fimmtán manns. Ţessi kokkteill gerđi ađ verkum ađ umrćđan var sundurlaus, út og suđur og ţátturinn í alla stađi ómögulegur. Ţetta var heldur aldrei gert aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 12:44
Fast skot á fréttastjórann
Í ágćtu viđtali Kolbrúnar viđ Sigrúnu Stefánsdóttur,nýjan dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins ohf, í Blađinu í dag sendir hún fast skot á fréttastjóra RÚV. Sigrún segir:
"Mér finnst engin ástćđa til ađ kasta einhverju út bara til ađ sýna ađ kominn sé nýr yfirmađur,slíkt finnst mér vera dćmi um lélegan stjórnanda".
Prýđilegu fréttastefi Ríkisútvarpsins var nýlega var nýlega kastađ fyrir róđa og í stađinn sett einhverskonar loftbólustef sem verđur ađ engu í lokin,líklega lélegasta tónsmíđ ársins 2007, eins og nefnt var á ţessari síđu 01.03.2007
Ţegar Ingvi Hrafn tók viđ stjórnartaumum á fréttastofu Sjónvarpsins af séra Emil Björnssyni fréttastjóra fyrir margt löngu ţá skipti Ingvi um fréttastef. ţá orti Emil sem var hagmćltur vel:
Til lítils hef ég látiđ set
laust í frćgum stafni,
ef ađ ţetta fréttafret
fylgir Ingva Hrafni !
Sigrúnu sendi ég óskir um velfarnađ í starfi.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)