4.2.2014 | 09:49
Molar um málfar og miđla 1404
Molavin skrifađi (03.02.2014): ,,Eins og fram hefur komiđ í dag er engum bát saknađ." Ţannig er orđuđ Fasbókarkynning Vísis á frétt um leit ađ báti á Faxaflóa á sunnudagskvöldi, en í fréttinni sjálfri á visir.is er ţetta orđađ ţannig: "Eins og fram hefur komiđ í dag er einskyns bát saknađ" Erfitt er ađ sjá hvor setningin á ađ vera leiđrétting á hinni. Ţarna leiđir haltur blindan eins og svo oft áđur. Ţau láta ekki ađ sér hćđa fréttabörnin sem taka vísisvaktir um helgar. Ţakka bréfiđ, Molavin.
Á mbl.is (02.02.2014) segir: Töluverđur erill var á lögreglunni á höfuđborgarsvćđinu í nótt og í gćrkvöldi. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/02/toluverdur_erill_a_logreglunni/
Molaskrifari hefđi sagt ađ töluverđur erill hafi veriđ hjá lögreglunni. Vel má vera ađ hvort tveggja sé gott og gilt.
Ţrír fjórđu landsmanna vill, sagđi Telma Tómasson, fréttaţulur á Stöđ tvö á sunnudagskvöld (01.02.2014). Ţrír fjórđu landsmanna vilja ... hefđi hún betur sagt.
Ekki heyrđi Molaskrifari betur sagt vćri í dagskrárauglýsingu á Stöđ tvö á sunnudagskvöld (02.02.2014). Ég vissi ađ ţađ mundi eitthvađ skemmtilegt henda fyrir mig í kvöld. Klúđurslegt og óvandađ orđalag.
KŢ spyr (02.02.2014): Hvađ er ,,gćrnótt"?
http://www.dv.is/frettir/2014/2/2/thu-sagdir-sigri-hrosandi-vid-vini-thina-ad-thu-hefdir-lamid-einhverja-gellu-sem-hefdi-verid-fyrir-ther/ Ekki getur Molaskrifari svarađ ţví svo óyggjandi sé. Líklega síđastliđin nótt. Kannski fyrrinótt. Ţetta bjálfalega orđaleg heyrist ć oftar í fjölmiđlum og étur ţar hver eftir öđrum eins og svo oft.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2014 | 09:38
Molar um málfar og miđla 1403
Molalesandi skrifađi (31.01.2014): ,,Sat viđ skriftir í nótt og hafđi útvarpiđ opiđ dágóđa stund, Rás 2. Rödd kom inn á heila tímanum og sagđi skilmerkilega ađ ég vćri ađ hlusta á Rás 2 og hvađ klukkan var. (ţetta gerđi viđkomandi á heila tímanum kl. 4, 5 og 6) - Sama rödd kynnti veđurfréttir. Undarlegt ađ viđkomandi skuli ekki lesa fréttir á heila tímanum. - Já, ţađ er meira en undarlegt. Ţađ er óskiljanlegt. Ţađ var liđur í niđurskurđi Páls Magnússonar ađ hćtt yrđi ađ segja fréttir frá miđnćtti til klukkan sjö ađ morgni. Felldir voru niđur fjórir stuttir fréttatímar, klukkan eitt, tvö, fimm og sex. Ţađ er óskiljanlegt ađ fjölmennasta fréttastofa landsins, fréttastofa Ríkisútvarpsins, skuli ekki hafa döngun í sér til ađ vera međ fréttir á klukkutíma fresti allan sólarhringinn. Ríkisútvarpiđ er kostađ af almannafé. Ţađ sinnir ekki ţjónustuhlutverki sínu. Ekki vegna fjárskorts. Heldur vegna vondrar stjórnunar. Vonandi breytist ţetta međ nýjum útvarpsstjóra.
Molaskrifara var verulega brugđiđ er hann hlustađi á upphaf Víđsjár í Ríkisútvarpinu eftir miđnćtti á sunnudagskvöld (02.02.2014). Ţátturinn hófst međ ţví ađ afskrćma og misţyrma sálminum Heyr himnasmiđur og undurfallegu lagi Ţorkels Sigurbjörnssonar sem sálmurinn er sunginn viđ.(Nćr fullviss ţess ađ sá var sálmurinn) Annar stjórnenda sagđist hafa heyrt sálminn viđ jarđarför. Ţetta var međ ólíkindum. Síđan fjölluđu ţáttar stjórnendur um ţađ sem ţeir kölluđu ,,Tussu vikunnar. Ţá slökkti Molaskrifari fljótlega á útvarpinu. Ég hlusta ekki á útvarpiđ fyrir svefninn til ađ heyra trúarljóđum og trúarlegri tónlist misţyrmt eđa til ađ hlusta á klám. Á hvađa vegferđ er Ríkisútvarpiđ og hverjir stýra ţeirri för? Ţetta var nćstum verra en nasistaslátrara ummćli íţróttaaulans á dögunum.
Velkominn í sjónvarpssal og heima í stofu sagđi stjórnandi Gettu betur í Ríkissjónvarpi á föstudagskvöld (31.01.2014). Hann sagđi einnig: Fyrst ćtlum viđ ađ fá örstutt skilabođ. Hversvegna sagđi Björn Bragi ekki ađ gera ćtti auglýsingahlé? Hvers vegna ađ bulla um skilabođ? Í ţessum ţćtti var spurt: Viđ hvađa borg stendur Gardermoen flugvöllur. Sagt var ađ Gardermoen flugvöllur stćđi viđ Osló. Ţađ er rangt. Gardermoen flugvöllur er tćpa 50 kílómetra frá Osló. Ţetta er álíka bull og ađ segja ađ Keflavíkurflugvöllur sé viđ Reykjavík. Spurningahöfundar verđa ađ vita um hvađ ţeir eru ađ spyrja.
Í fjögur fréttum Ríkisútvarps á föstudag (31.01.2014) talađi fréttamađur um ţrjátíu og ţrjár og hálfa milljónir !
Á vef Ríkisútvarpsins (01.02.2014) segir sjávarútvegsráđherra ađ hótanir Evrópusambandsins séu einskis virđi! Molaskrifari er ekki hrifinn af ţessu orđalagi. Getur veriđ ađ hótanir einhverra annarra séu mikils virđi? Líklega á mađurinn viđ ađ hótanir Evrópusambandsins séu marklausar eđa lítilvćgar. http://www.ruv.is/frett/hotanir-um-refsiadgerdir-einskis-virdi
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2014 | 09:11
Molar um málfar og miđla 1402
http://visir.is/brynjolfur-haettir-hja-framtakssjodnum/article/2014140139896
Í fréttinni segir:
,,Brynjólfur Bjarnason, framkvćmdastjóri Framtakssjóđs Íslands mun láta frá störfum eftir ađalfund sjóđsins ţann 27. mars nćstkomandi. Brynjólfur óskađi eftir ţví viđ stjórnina ađ láta ađ störfum og hefur hún fallist á beiđni hans. Brynjólfur ćtlar ađ láta af störfum, - hćtta störfum. Fréttabarniđ talar ýmist um ađ láta frá störfum eđa láta ađ störfum. Ótrúlegt og ţessum miđli ekki til sóma, - er ţá vćgt til orđa tekiđ.
Gunnar skrifađi (31.01.2014): ,,Samúel Karl Ólason skrifar frétt á visir.is:
hefur höfđađ mál á hendur Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu
Ţarna er vitlaust beygt, en hér má sjá rétta beygingu: http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=landsbjörg
Á sama vef skrifar Kjartan Atli Kjartansson: Fangar á Litla-Hrauni ţurfa eftir mánađarmótin ađ koma međ eigin sćngur og kodda. Ţađ var og. Mót hvađa mánađar? Ţegar tveir mánuđir mćtast, er talađ um mánađamót, ekki mánađarmót. (Sama vitleysan kom svo í annarri frétt um ţetta á vefnum)
Og enn af sama vef: Ekkert samrćmi er á beygingum í frétt Hönnu Rúnar Sveinsdóttur um Edduverđlaunin. Fyrirsögnin er: Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus en rétt vćri fyrirsögnin: Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhausi. Ef höfundi greinarinnar finnst ómögulegt ađ beygja nafn myndarinnar, hvers vegna skrifar hún ţá: Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Ástríđi 2 en ekki
fyrir Ástríđur 2? Molaskrifari ţakkar Gunnari bréfiđ.
Í morgunţćtti Rásar tvö á föstudagsmorgni (31.01.2014) talađi Sigríđur Rut Júlíusdóttir lögmađur snöfurmannlega og tćpitungulaust um klúđur innanríkisráđherra í svokölluđu lekamáli.
Molaskrifara finnst stórfyrirsögn á forsíđu Fréttablađsins (31.01.2014) svolítiđ skrítin: Lćkkun verđbólgu gefur fögur fyrirheit. Betra hefđi veriđ ađ segja: Lćkkun verđbólgu lofar góđu.
Hvenćr fáum viđ dagskrárkynningar í Ríkissjónvarpinu sem eru lausar viđ tilgerđ og annarlegar áherslur? Ţađ er nóg til af fólki hjá Ríkisútvarpinu sem getur gert ţetta vel.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)