Hvaða dómstóla, Jón Steinar ?

  Virðulegur hæstaréttardómari segir í þessari Morgunblaðsgrein, að það sé  skylda  ráðamanna að láta dómstóla  fjalla um Iceasave- málið. Nú geta  menn haft ýmsar skoðanir á því hvort  hæstaréttardómari  eigi að blanda sér í  deilumál  af þessu  tagi með þeim hætti sem Jón Steinar Gunnlaugsson gerir. Víst tel  ég að það  þætti ekki við hæfi í grannlöndum okkar.

Það er hinsvegar  athyglisvert að  hæstaréttardómarinn   forðast  eins og heitan eldinn að nefna   hvaða  dómstóll ætti að  fjalla um deiluna. Sem er  auðskilið. Sá  dómstóll er  nefnilega ekki til. Ætti það að  vera   Efta dómstóllinn?  Bretar  eiga  enga  aðkomu að honum. Ætti það að vera dómstóll ESB?  Við eigum  enga aðkomu að honum.

Eru allir  búnir  búnir að  gleyma  því þegar Bretar  vildu  leggja   landhelgisdeiluna  fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag ,en  Íslendingar  sögðu  nei.   Við  viðurkenndum ekki að  sá  dómstóll  hefði  lögsögu í málinu.

Samþykki  beggja  þarf til að  fara  dómstólaleiðina. Þar þarf  tvo  til. Við bætist að  við  vorum  fyrir  löngu  búin að  skuldbinda okkur  til að fara  samningaleiðina í þessu máli. Fleiri og   veigameiri  rök liggja  til þess að  dómstólaleiðin svokallaða hefur aldrei verið  fær í þessum máli.

Allt þetta veit  Jón Steinar Gunnlaugsson. Það eru engin lagarök að baki grein hans í Morgunblaðinu. Hún er  pólitískt innlegg  í málið.Og  líklegt gott innlegg að mati þeirra Sjálfstæðismanna,sem  nú hafa ákveðið að hlaupast frá ábyrgð sinni á málinu.


mbl.is Skylda ráðamanna að láta dómstóla fjalla um Icesave, segir hæstaréttardómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Augnablik, Kristinn. Af hverju nefnir  Jón Steinar ekki hvaða  dómstóll  ætti að   taka Icesave málið til dóms? Jón  Steinar  var  vafalaust   góður lögmaður  fyrri  sína  viðskiptavini.Meðan hann  starfaði sem lögmaður.  Nú er hann hæstaréttardómari. Ekki lögmaður. Grein hans er ekki um lögfræði. Hún er innlegg í  pólitíska umræðu. Það hæfir ekki  hæstaréttardómara.Þú haggar ekki við  gagnrýni minni. Ég  spyr aftur. Kannski getur þú svarað: Hvaða  dómstóll, Kristinn?

Eiður (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er augljóst að Eiður leggur fram viss rök: að það sé enginn dómstóll til sem hægt sé að fara með málið og samþykki beggja þurfi til  að fara dómstólaleiðina og við værum búin að skuldbinda okkur til að fara samningaleiðina. Allt eru þetta rök. Fullyrðingin um að Jón Steinar sé 100% gerir þessi rök ekki að engu. Það þarf meira til.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 08:57

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fyrir liggur eftirfarandi álit mjög margra fagmanna í svona málum, bæði innlendra og erlendra.

 Þjóðir bera EKKI ábyrgð á lántöku einkahlutafélaga, né stofnana sem ekki njóta formlegrar ríkisábyrgðar.

Þetta stendur óhaggað og sýnist vera álit eða skoðun breskra stjórnvalda í málefnum skulda Lehmann og félaga í BNA.  Ekki hafa bresk stjórnvöld gert út her lögmanna á hendur bandarískra stjórnvalda, né farið með öðrum ófriði svo sem setningar á lista yfir hryðjuverkamenn.

Nei Eiður, Bretar eru ódrengir og lyddur þegar kemur að viðskiptum við sér sterkari þjóðir en ofríkismenn og ójafnaðarmen miklir þegar minni máttar eiga hlut að máli.

Því er mér harmur í huga, að lesa svona nokkuð eftir þig, að leggja illt til manna sem vilja stappa stálinu í andstöðu okkar við hrokafulla stórbokka.

Miðbæjaríhaldið

Frekar þjóðlegur og vill halda í það sem hald er í en henda hinu. 

Bjarni Kjartansson, 23.6.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eru Bretar og Hollendingar sem eru sækjendur í málinu og ef þeir vilja fá eitthvað frá okkur eru það þeir sem verða að sækja málið fyrir dómsstóla náist ekki samningar. Það fellur því á þá að finna dómstól sem Íslendingar sætta sig við ef/þegar Alþingi Íslendinga skrifar ekki undir ríkisábyrgðina.

Héðinn Björnsson, 23.6.2009 kl. 11:05

5 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Sammála Bjarna hérna. Það eru áhöld um hvort íslenska ríkið sé ábyrgt umfram tryggingarsjóðsinnistæðuna - um það snýst málið og það er sú umfram upphæð sem væntanlega mun falla á íslenska ríkið. Bendi einnig á að ég sé ekki að við höfum náð NEINU fram í þessu svokallaða Icesave samkomulagi.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 23.6.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þegar meta á hver er bestur í lögfræði duga ekki skeiðklukkur þótt þær gagnist vel í alls konar öðrum hlaupum. Í sveitinni forðum voru hundar gerðir vitlausir á þann hátt að margir siguðu þeim í senn og vissu þeir þá hvorki í þennan heim né annan og hringsóluðu. Nú er komið fyrir mér eins og þessum skepnum því að einn segir þetta og annar hitt og hafa að sjálfs sín mati allir rétt fyrir sér. En skamma stund verður hönd höggi fegin og er ekki mál að linni þessum djöfulgangi áður en fleiri verða vitlausir en ég? 

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.6.2009 kl. 13:12

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sammála Héðni við eigum ekka að láta handrukka okkur með ofbeldi við viðurkennum ekki þannig aðferðir, en fyrrum nýlendu þjóðir er tamt að beita slíkum aðferðum.

Ég vona að sendiherrar okkar fyrr og nú hafi aldrei viðurkennt slíkar aðferðir fyrir okkar hönd Íslenskuþjóðarinnar.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.6.2009 kl. 13:13

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sjónarmiði sínu ætti´Héðin að koma til JS og sömuleiðis Sigurðar Líndal, en það eru þeir m.a. sem eru að halda því fram að hérlendir ráðamenn eigi að skjóta ma´linu fyrir dóm, ekki Eiður.EF svo þetta ákvæði sem BK hefur hér uppi,,er og hefur alltaf verið ljóst og "kothelt", hví ákvað þá stjórn honum þóknanleg í byrjun desember sl., að fara yrði samningaleið í málinu og var síðan á góðri leið með að samþykkja mun verri skilmála, en urðu ofan á að lokum?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 14:47

9 identicon

 Þetta er að finna á heimasíðu Alþjóðadómstólsins í Haag. Á listanum sem fylgir er að finna bæði Holland og Bretland en ekki Ísland. 

 http://www.icj-cij.org/jurisdiction/index.php?p1=5&p2=1&p3=3

Declarations Recognizing the Jurisdiction of the Court as Compulsory

The States parties to the Statute of the Court may "at any time declare that they recognize as compulsory ipso facto and without special agreement, in relation to any other State accepting the same obligation, the jurisdiction of the Court" (Art 36, para. 2 of the Statute). Each State which has recognized the compulsory jurisdiction of the Court has in principle the right to bring any one or more other State which has accepted the same obligation before the Court by filing an application instituting proceedings with the Court, and, conversely, it has undertaken to appear before the Court should proceedings be instituted against it by one or more such other States.

Jón Th (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:37

10 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það hefur verið venja að dómarar taka ekki efnislega afstöðu til ágreiningsmála á opinberum vettvangi, með eða móti.

Hér er um milliríkjamál að ræða sem varðar hlutafélag, sem hafði starfsemi samkvæmt regluverki Evrópusambandsins sem Alþýðuflokkurinn var afar hrifinn af og kom okkur inn  á þá braut.

Jón Steinar tekur ekki afstöðu til ágreiningsins, heldur bendir á rétt þjóðar sinnar til að að fá úr því skorið hverjum þessar skuldir tilheyra, hlutafélaginu eða þjóðinni. Þó atkvæða misvægi sé mikið á Íslandi, þá er þjóðin ekki hlutafélag.

Þegar aðrir menn eru komnir niður á hnén og kjarkurinn bilaður, er gott að en eru til menn sem standa uppréttir á Íslandi.

Varðandi það að við séum að einangrast vil ég benda á að þegar Bretar gátu ekki framleitt næga fæðu í seinni heimstyrjöldinni að þá sáum við þeim fyrir fiskafurðum. Þörf fyrir fiskafurðir okkar mun áfram verða til staðar, vilji Bretar þær ekki, þá seljum við öðrum.

Svo áttum við ágæt viðskipti við Rússa hér á árum áðu. Voru það ekki vöruskiptaviðskipti; enginn gjaldeyrir , bara olía og ullarföt og fleira. Við erum í þjóðbraut heimsverslunar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 16:59

11 identicon

Er það eitthvað nýtt að þjóðir hafi deilt um peninga og önnur verðmæti?.  Er þetta eitthvað nýtt.

Á endanum fara svona hlutir fyrir dómstóla ef og þegar hvorugur aðili bakkar.

Hvernig stendur á því að enginn má segja almenna skoðun núorðið án þess upp hlaupi her manna og býsnist yfir því sökum stöðu viðkomandi?.  Hvað er í gangi.  Nefni t.d. Joly og Sigríði???

itg (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:40

12 identicon

........ Svo eru til pólitíkusar á Íslandi, þessir sem hafa orð eins og „verið er að skoða“ í annarri hvorri setningu sem frá þeim fer, þessir sem vilja ganga í eina sæng með ofarnefndum hryðjuverkamönnum, það er ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og með lagabrjótinn og kjötkrókinn Brown í broddi fylkingar.
Þessa sömu menn sem vilja hneppa þjóð okkar í ánauð.

Ég segi NEI við icesave samningnum, NEI við ESB.

Ef þeir ætla að útiloka okkur frá hinu alþjóðlega samfélagi eins og þeir hafa hótað, þá það, þessi möppudýr verða ekki í brúnni til eilífðar.

Við munum lifa það tímabil af sem sjálfstæð þjóð, en ekki í ánauð.

Meira hér: http://sksiglo.is/is/news/hugleidingar_um_moppudyrin__ebs_ofl./
.... "Ef einhver nennir að lesa !"

Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:50

13 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Dómstólaleid hefur verid vegin og léttvæg fundin. Hún er ekki til umrædu nema á hjá kjánum sem vilja ekki semja um sín mál. Ef einhver dómstóll tæki ad sér málid med leyfi. Hverja eigum vid svo ad senda til ad verja málstadinn? Jón Steinar? Gegn færustu lögspekingungum og refjarefum breta? Ekki frædilegur möguleiki. Tíminn sem færi í málaferli mundi vinna líka gegn okkur. Óvissan er alltaf verst.

Gísli Ingvarsson, 23.6.2009 kl. 19:46

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er það misminni hjá mér Eiður, að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi tekið til efnismeðferðar landhelgisdeilu okkar og Breta? Happ okkar lá hins vegar í því, að þróun hafréttarins var okkur í hag. Var þetta ekki einhvern veginn svona? Jón Steinar bendir á í grein sinni að varnarþing íslenska ríkisins sé á Íslandi og telji Bretar og Hollendingar að brotin sé á þeim réttur, geta þeir sótt málið fyrir íslenskum dómstóli.

Gústaf Níelsson, 24.6.2009 kl. 22:50

15 identicon

   Það er rétt , Gústaf. En Íslendingar neituðu  staðfastlega að  dómstóllinn hefði lögsögu í málinu. Það er langt síðan að stjórnvöld  skuldubundu okkur  til að semja  um  þetta mál, og  spurningin er ætlum  við að standa  við orð okkar í  alþjóðasamskiptum..  Það kemur æ  betur í ljós að  í  þessu ólánsmáli eru okkur  allar bjargir  bannaðar  nema  við  semjum um  málið, hvort sem okkur  líkar það betur eða verr.. 

Eiður (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband