Molar um málfar og miđla 2079

SÍBRJÓTUR

Molavin skrifađi ( 22.12.2016): ,, "Síbrjótur dćmdur fyrir ţjófnađ og árás" segir í fyrirsögn fréttar á vef Ríkisútvarpsins (22.12.). Ţađ er gaman og gleđiefni ţegar tekin eru upp lipur orđ, gagnsć og auđskiljanleg. Ţetta orđ, síbrjótur" er liprara en síbrotamađur en segir ţađ sama.“ Ágćtis orđ. Ţakka bréfiđ, Molavin

 

STAFSETNING OG BEYGINGAR

Jt benti á eftirfarandi af mbl.is:

,,Afritađi ţetta af mbl.is - hér vantar eitthvađ á stafsetningarkunnáttu og beygingarkunnáttu (sjá ţađ sem er undirstrikađ)

Tćkni & vísindi | mbl | 21.12.2016 | 12:05

Hyllir undir lok „hallćrisins“ Íbúar á norđur­slóđum sem ţrauka nú í gegn­um svart­asta skamm­degiđ geta ţakkađ mönd­ul­halla jarđar fyr­ir ađ hýr­ast í myrkri nćr all­an sóla­hring­inn. Nú hyllir hins veg­ar und­ir lok hallćr­is­ins ţví vetr­ar­sól­stöđur voru í morg­un og sól­in fer ađ staldra leng­ur viđ á dag­inn á norđur­hvel­inu.

200 mílur | mbl | 21.12.2016 | 11:42 
Fengu bók um örlög fyrsta Dettifoss Áhöfn­in á Detti­fossi var af­hent bók­in Ljós­in á Detti­fossi eft­ir Davíđ Loga Sig­urđsson sagn­frćđing en í bók­inni skrá­ir hann sögu afa síns, Davíđs Gísla­son­ar stýri­manns, og fjall­ar bók­in um hinstu för skips­ins.- Ţakka ábendinguna Jt. Rétt er ađ ţarna skortir nokkuđ upp á kunnáttu í stafsetningum og réttum beygingum. - Enn eitt dćmiđ um ađ enginn les yfir áđur en birt er. Ţađ er ljóđur á ráđi fjölmiđils ,sem mikiđ er lesinn.

 

FRÉTTAMAT

Einkennilegt fréttamat hjá Ríkisútvarpinu ađ leggja stóran hluta Spegilsins, - ađalfréttatíma og fréttaskýringatíma útvarpsins (21.12.2016) undir viđtal viđ Birgittu Jónsdóttur ţingmann Pírata um bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden, sem nú er undir verndarvćng Pútíns í Moskvu.

Hver var fréttin? Birgitta vill ađ Snowden fái íslenskan ríkisborgararétt. Ţađ er gömul frétt. Nokkurra ára gömul. Ţetta var einkennilegt fréttamat. Gat ekki heyrt ađ neitt vćri nýtt í ţessu.

 

HAMBORGARAHRYGGIR OG FLEIRA

Enn eru auglýstir hamborgarahryggir í Ríkisútvarpinu (22.12.2016), ţegar átt er viđ hamborgarhryggi. Kannski ţessir hryggir gerđir úr hamborgurum? Skrítiđ ađ enginn skuli leiđrétta svo augljósa villu. Ku8nnátta í beygingum og málfrćđi íslenskrar tungu mćtti vera meiri á auglýsingastofu. Sama dag voru auglýstir tónleikar til styrktar Mćđrastyrksnefndar. Til styrkar Mćđrastyrksnefnd , hefđi ţetta átt ađ vera. ( Til styrktar Guđrúnu, - ekki til styrktar Guđrúnar)

 

 

HÖFUĐ LÖGREGLU

Dálitiđ ankannaleg fyrirsögn á bls. 8 í Fréttablađinu (21.12.2016): Höfuđ lögreglu í Svíţjóđ víki. Fréttin er um ađ leiđtogi Hćgri flokksins í Svíţjóđ hafi krafist afsagnar ríkislögreglustjórans ţar í landi.

 

ANDVARI Í PÓLITÍK

Ef marka má nafnlausa Staksteina Morgunblađsins (22,12,2016) er Andvari, rit Hins íslenzka Ţjóđvinafélags komiđ á kaf í pólitík, - ritstjórinn leggst ţar í vörn fyrir fyrrverandi forsćtisráđherra, sem hrökklađist úr embćtti af ástćđum sem ţjóđin öll ţekkir. Ţetta er undarlegt og kemur örugglega mörgum áskrifendum ritsins á óvart.

 

HVERADALIR

Örnefni skila sér ekki alltaf rétt í fréttum. Í óveđursfréttum Ríkisútvarps á ţriđjudagskvöld (20.12.2016) var sagt frá bíl eđa bílum sem lent höfđu í vandrćđum vegna ófćrđar í Hveradalsbrekku. Átt var viđ brekkuna vestur af Hellisheiđi eđa upp frá Svínahrauni á heiđina, fram hjá Skíđaskálanum. Ţar heita Hveradalir. Viđ tölum um Skíđaskálann í Hveradölum. Stundum er brekkan líka kennd viđ skálann og kölluđ Skíđaskálabrekka. Ţetta hefur áđur boriđ á góma í Molum.

 

GLEĐILEG JÓL OG GĆFURÍKT ÁR, ÁGĆTU MOLALESENDUR !

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband