Molar um mįlfar og mišla 1898

SĘLL Ķ SINNI TRŚ

Vķkverji Morgunblašsins er sęll ķ sinni trś (26.02.2016) Vķkverji trśir žvķ greinilega og er sannfęršur um aš ekki žurfi ašra fjölmišla į Ķslandi en Morgunblašiš. Ķ Vķkverjapistlinum segir: ,,Ef žaš er ekki ķ Morgunblašinu skiptir žaš ekki mįli, sagši įgętur mašur fyrir margt löngu. Žessi stašhęfing lifir ekki ašeins góšu lķfi, aš mati Vķkverja heldur eykst mikilvęgi hennar eftir žvķ sem įreiti einkum og sér ķ lagi samskiptamišla veršur meira”. – Žetta er sérkennileg fullyršing. Ķ kunningjahópi Molaskrifara eru fjölmargir, sem ekki eru įskrifendur aš Morgunblašinu, - af żmsum įstęšum. Sumir žeirra hafa reyndar kosiš Sjįlfstęšisflokkinn ķ įratugi. Hafa kannski eitthvaš bilaš ķ trśnni seinni įrin.   Į tķmum Sovétrķkjanna žótti žar um slóšir alveg nóg aš hafa Prövdu. Morgunblašiš er oft įgętur fréttamišill, en mistękur, rammpólitķskur og enginn skyldi til dęmis taka bókstaflega žaš sem Morgunblašiš skrifar um ESB og samstarf Evrópurķkja. Um žaš er Morgunblašiš ekki góš heimild. Eftir į aš hyggja hlżtur Vķkverji Morgunblašsins aš hafa veriš aš gera aš gamni sķnu.

 

ENSKUDŻRKUNIN

Žaš er hęttulegt fyrir ķslenska tungu hve mörg ķslensk fyrirtęki įvarpa okkur nś oršiš į ensku, - rétt eins og enska sé móšurmįl okkar, - ekki ķslenska. Sķšast til aš bętast ķ žennan mišur žekkilega fyrirtękjahóp er rķkisfyrirtękiš Isavia, sem auglżsir meš flenniletri į heilli sķšu ķ Fréttatķmanum (26.02.2016): CREATIVE TAKE OFF. Opinber fyrirtęki ęttu aš sjį sóma sinn ķ žvķ aš vera til fyrirmyndar ķ žessum efnum.

Ķ Garšapóstinum(26.02.2016), sem segist vera ,,óhįš bęjarblaš ķ Garšabę” stendur į forsķšu ,,Stjarnan ķ final four - Sjį mišju blašsins”.Molaskrifari er bśsettur ķ Garšabę. Hann veit ekki annaš en aš žar sé ennžį töluš ķslenska. Žessi sletta į hvorki heima į forsķšu blašsins né annarsstašar.

 

 

HVERSVEGNA?

Hversvegna eru ekki fréttir ķ Rķkisśtvarpinu frį žvķ klukkan tvö į nóttunni til klukkan fimm aš morgni? Halda stjórnendur Rķkisśtvarpsins aš žį sé öll žjóšin sofandi?

Svo er ekki. Fréttamašur er į vakt alla nóttina. Hann į aš segja okkur fréttir į klukkutķma fresti alla nóttina

 

ÓSIŠUR

Žaš er ósišur hjį dv.is (og raunar fleiri netmišlum) aš blanda saman innlendum og erlendum fréttum į forsķšu įn žess aš aušvelt sé aš greina žar į milli. Oft eru žar uppslįttarfréttir, jafnvel meš fyrirsögnum, sem vķsaš gętu til Ķslands, - en eru ķ raun erlendar fréttir meš litla skķrskotun til okkar. Žaš er eins og sé veriš aš plata okkur til aš lesa uppslįttarfréttir śr mistraustum erlendum mišlum.

 

TIL LESENDA

Žeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru bešnir aš nota póstfangiš eidurgudnason@gmail.com .Eša einkaskilaboš į fésbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.

Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband