Molar um mįlfar og mišla 1603

  Af mbl.is (25.10.2014): ,,Val­hnet­ur ķ Kķna hafa hękkaš grķšarlega ķ verši und­an­far­in įr og er svo komiš aš kķló af val­hnet­um kost­ar meira en kķló af gulli. Ķ mörg įr hef­ur hnet­an tįknaš vel­meg­un og vel­gengni”. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/10/25/vist_vaxa_peningar_a_trjanum/

Hér hefur ef til vill eitthvaš skolast til. Į netinu mį sjį aš eitt kķló af gulli kostar um 4,7 milljónir ķslenskra króna. Varla getur valhnetukķlóiš veriš svo dżrt, - eša hvaš?

 

Gott var aš heyra mįlfarsrįšunaut og umsjónarmenn Morgunśtgįfu Rķkisśtvarpsins (28.10.2014) fjalla um enskuslettuna tax-free sem dynur į okkur ķ auglżsingum ķ öllum fjölmišlum, - nęstum hvern einasta dag. Ķ žessum Molum hefur veriš amast viš žessari slettu įrum saman. Ekki minnist Molaskrifari žess aš hafa fengiš undirtektir viš žau skrif ķ Rķkisśtvarpinu fyrr en nś. Betra er seint en aldrei. Hvaš er til rįša? Tvennt er til rįša. Rķkisśtvarpiš į aš neita aš taka viš auglżsingum žar sem žessi enskusletta er notuš. Eiga ekki auglżsingar aš vera į vöndušu ķslensku mįli? Sįraeinfalt og aušvelt. Svo eiga auglżsingastofur aš taka höndum saman og hętta aš nota slettuna ķ auglżsingum, sem žęr hanna eša semja. Žetta er alls ekki flókiš.

 

...žar sem venja er fyrir žvķ aš baka vöfflur, var sagt ķ hįdegisfréttum Rķkisśtvarps (27.10.2014). Hér hefši nęgt aš segja: ... žar sem venja er aš baka vöfflur. Ekki er venja aš segja aš venja sé fyrir einhverju ! Hinsvegar er stundum sagt aš hefš sé fyrir einhverju.

 

 Žaš var įgętlega oršaš ķ fréttum Rķkissjónvarps (27.10.2014) žegar talaš var um aš lenda milli skips og bryggju ķ kerfinu, tilvik žar sem ekkert var hęgt aš gera vegna žess aš engar reglur voru til um žaš mįl sem um var aš ręša. Žaš var hinsvegar ekki eins vel oršaš aš mari Molaskrifara, žegar talaš var um aš Lęknavaktin hefši opnaš klukkan fimm. Ķ seinni fréttum Rķkissjónvarps (28.10.2014) var sagt frį snjóflóši, sem féll į veginn ķ Ólafsfjaršarmśla. Vegfarendur voru bešnir aš aka varlega og stöšva ekki aš óžörfu. Molaskrifari hefši sagt , - stansa ekki aš óžörfu. Nema ekki stašar aš óžörfu.

 

 Framför. Seinni fréttum Rķkissjónvarps seinkaši um fjórar mķnśtur į mįnudagskvöld (27.10.2014). Seinkunin var tilkynnt į skjįborša og fréttažulur bašst afsökunar ķ upphafi fréttatķmans. Žannig į žetta einmitt aš vera, ef dagskrį fer śr skoršum.

 

Trślofašist kęrastanum, sagši ķ fyrirsögn į mbl.is (28.10.2014). Žaš var og! http://www.mbl.is/folk/frettir/2014/10/28/trulofadist_kaerastanum/

 

Mįlvöndun er ekki beinlķnis ķ hįvegum höfš ķ Virkum morgnum, morgunžętti Rįsar tvö. Ašfaranótt mišvikudags (29.10.2014) var flutt  endurtekiš efni śr žeim žętti. Žar var einhverskonar sölumennska  ķ gangi. Žį sagši umsjónarmašur: Žessum einstaklingi vantar ....   Žaš var og.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.

Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband