Ónýt stjórnsýsla og Ríkisútvarpiđ ohf

   Í beinskeyttum  bloggpistlum hefur  Jónas Kristjánsson oft    fjallađ um  handónýta stjórnsýslu íslenska ríkisins. Jón Baldvin Hannibalsson hnykkti á ţessu  í ágćtu viđtali í Útvarpi Sögu (25.08.2010). Hér  kemur lítil saga um hina  ónýtu stjórnsýslu.  Fimmta nóvember 2009 skrifađi ég mennta- og menningarmálaráđherra Katrínu Jakobsdóttur bréf vegna ólöglegra  áfengisauglýsinga í  Ríkissjónvarpinu. Leiđ nú og beiđ. Ekkert gerđist. Átjánda mars  2010  sendi ég  menntamálaráđherra tölvubréf og  spurđist fyrir um erindi mitt.  Hún svarađi ađ bragđi. Embćttismenn höfđu ekki haft burđi til ađ koma  bréfinu til hennar. Hún hafđi aldrei séđ ţađ. Máliđ lá í skúffu kansellistanna.Sem höfđu greinilega ákveđiđ ađ gera ekki neitt. 

  Skömmu  síđar  fékk ég bréf frá  ráđuneytinu ţar sem mér var  tjáđ ađ  skv. nýlegri lagabreytingu  heyrđu málefni Ríkisútvarpsins ohf undir  fjármálaráđuneytiđ. Erindi mitt hefđi veriđ framsent fjármálaráđuneytinu . Menntamálaráđuneytiđ  sendi erindi mitt  26. mars einnig   til frú Svanhildar Kaaber   formanns stjórnar Ríkisútvarpsins  ohf, en hún er ţar fulltrúi VG.  Var henni sent erindiđ  til „góđfúslegrar fyrirgreiđslu", eins og ţađ er orđađ.

  Áfram sat viđ sama. Ekkert gerđist. Frá  formanni stjórnar  Ríkisútvarpsins  heyrđist hvorki hósti né stuna. Tíunda  ágúst  skrifađi ég    frú Svanhildi Kaaber til ađ spyrjast fyrir um hvađ liđi afgreiđslu erindis míns frá   fimmta nóvember 2009.   Tíu dögum siđar, eđa tuttugasta ágúst 2010, fékk  ég svo bréf frá  einum af yfirmönnum Ríkisútvarpsins um ađ  lögfrćđingur Ríkisútvarpsins telji áfengisauglýsingarnar (kallađar „léttölsauglýsingar”) löglegar og  ađ Ríkisútvarpiđ reyni eftir megni ađ leggja  rćkt viđ íslenska tungu.  Aumt var ţađ plagg. Bćklingur  um málstefnu Ríkisútvarpsins  fylgdi. Hann hefur sennilega ekki borist  fréttastofunni enn.  Ég skrifađi  formanni stjórnar Ríkisútvarpsins, Svanhildi Kaaber. Hún sá ekki ástćđu til ađ svara mér, heldur fól undirsáta ađ svara, seint og um síđir  eftir ađ  rekiđ hafđi veriđ  á eftir málinu.   Ţađ er sjálfsagt til of mikils mćlst  ađ formađur stjórnar  Ríkisútvarpsins svari  bréfum  frá    óbreyttum viđskiptavinum stofnunarinnar.    Ţađ  tók  stjórnsýsluna   nćstum tíu mánuđi ađ  afgreiđa  ţetta einfalda  erindi.

  Ef   einföldu málin  er  afgreidd međ ţessum hćtti í stjórnkerfinu, hvađ ţá um hin stćrri ?

   Ţađ er satt sem  Jónas Kristjánsson   segir og  Jón Baldvin tekur undir. Ţetta kerfi er ónýtt. Kerfiskerlingar og karlar  telja sig  yfir ţađ hafin ađ svara erindum nema međ miklum eftirgangsmunum.  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurđsson

Sammála.

Kjartan Pétur Sigurđsson, 26.8.2010 kl. 07:47

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćll Eiđur,

ég hef líka skrifađ frú Kaaber, og Svanhildur tók sér nokkra mánuđi í ađ svara, eftir ađ ég hafđi sent fjölda ítrekana. Ég kvartađi yfir fölsunum í fréttaflutningi ungs fréttamanns frá ţví um síđustu jól. Fréttamađurinn ungi er reyndar er stjúpsonur Jóhönnu Sigurđar, einnar valdamestu konu í heiminum. Kaaber lofađi ađ erindiđ yrđi sent áfram til fréttastjóra, ţó hann hefđi fengiđ afrit af ţví í byrjun, en hann hefur enn ekki skýrt fréttaflutning stjúpsonar forsćtisráđherrans, sem hefur víst nokkuđ frjálsar hendur, ţegar hann er ekki ađ koma fram međ Wikileaksmönnum.

Ég er viss um ađ ein valdamesta konan í heiminum hafi beitt áhrifum sínum gegn klögumáli mínu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2010 kl. 08:00

3 identicon

   Frú Svanhildur Kaaber er greinilega fremur frábitin ţví ađ eiga samskipti viđ viđ viđskiptamenn Ríkisútvarpsins  ohf. Hún telur ţađ vera ehf og vill bara ađ stjórnin fái ađ vera í friđi og fá kaup fyrir ţađ.

Eiđur (IP-tala skráđ) 27.8.2010 kl. 09:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband