Hatursherferð Moggans gegn Jóhönnu

  Morgunblaðið er nú lagst í hatursherferð gegn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Þetta er líklega fordæmalaust,  líkist þó einna  helst  því hvernig gamli kommúnistaþjóðviljinn lagði Bjarna Benediktsson, Guðmund Í. Guðmundsson, Stefán Jóhann Stefánsson og fleiri sómamenn í einelti á sínum tíma,  sem jaðraði við geðsýki.

  Þau ferðalög  eru ekki til góðs  þar sem þær systur hatur og hefnigirni  haldast í hendur og ráða för. Þær  eru vondir  fararstjórar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eiður.

Gefum okkur að Davíð Oddsson hefði á sínum tíma sent svohljóðandi smáskilaboð til Ingibjargar Sólrúnar: "hef lengi heyrt umtalsverda gagnryni ur fjarmalageiranum á ad SI sé ekki faglega sterkur a svidi fjarmalastodugleika og hafi nu ordid faa innanbudar sem thekki til a lanamorkudum sbr. thad sem gerdist hjá Bayerische Landesbank. Hugsanlega tharf rikisstjornin ad styrkja sina adkomu. Bendi a Ynga Örn i Lsb. Gerdu svo Hannes Hólmstein ad Sedlabankastjora i stad Más Guðmundssonar. Thad mun thykja traust. Hann hefur samböndin. Ég held ad thetta sé ákv ögurstund. Kv DO."

Síðar hefði Geir Haarde forsætisráðherra breytt lögum um Seðlabanka Íslands, staðið í tölvupóstsamskiptum við Hannes hólmstein um launakjör Seðlabankastjóra og skipað svo Hannes í stöðu seðlabankastjóra. Dytti einhverjum þá annað í hug en að pólitísk spilling réði för?

Ég spyr bara svona vegna þess að raunin er sú að 2. október 2008 sendi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svohljóðandi SMS skeyti til Geirs H. Haarde: "hef lengi heyrt umtalsverda gagnryni ur fjarmalageiranum á ad SI sé ekki faglega sterkur a svidi fjarmalastodugleika og hafi nu ordid faa innanbudar sem thekki til a lanamorkudum sbr. thad sem gerdist hjá Bayerische Landesbank. Hugsanlega tharf rikisstjornin ad styrkja sina adkomu. Bendi a Ynga Örn i Lsb. Gerdu svo Má Gudmundsson ad Sedlabankastjora i stad DO. Thad mun thykja traust. Hann hefur samböndin. Ég held ad thetta sé ákv ögurstund. Kv Isg"

Stuttu síðar hafði Jóhanna Sigurðardóttir forgöngu um það að breyta lögum um Seðlabankann. Jóhanna hafði áður lýst því yfir að hún myndi ekki fara gegn Ingibjörgu og fylgja henni. Þegar kom svo að því að ráða bankastjóra var Jóhanna í samskiptum við Má Guðmundsson um launakjör. Már var svo auðvitað ráðinn, enda flokksgæðingur SAmfylkingarinnar. 

Trúi því varla að nokkrum manni detti í hug að Már hafi verið ráðinn á "faglegum forsendum". Þetta eru galin vinnubrögð, nákvæmlega jafn galin og þau vinnubrögð sem tíðkuðust áður. Allt tal um bætt vinnubrögð og gegnsæi og annað er bara þvæla.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Máni Atlason.

Það er ansi "fróðlegt" að þú ÞYKIST vera aðgang að SMS-samskiptum manna og kvenna.


"
12. maí 2004.

Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss (Deputy Head of the Monetary and Economics Department of the Bank for International Settlements, BIS).

Í stöðunni felast stjórnunarstörf, rannsóknir og þátttaka í yfirstjórn stofnunarinnar, auk þátttöku í ráðstefnum og fundum fyrir hönd BIS. Már hefur störf hjá BIS undir lok júní. [...]

Í ráðningunni felst mikil persónuleg viðurkenning fyrir Má Guðmundsson og um leið viðurkenning fyrir Seðlabanka Íslands.
"

Már Guðmundsson ráðinn til Alþjóðagreiðslubankans í Basel


"Már Guðmundsson lauk BA prófi í hagfræði frá háskólanum í Essex auk þess sem hann stundaði nám í hagfræði og stærðfræði við Gautaborgarháskóla. Hann er með M-phil. gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge og stundaði þar doktorsnám.

Már hefur frá árinu 2004 gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Hann starfaði áður í Seðlabanka Íslands í um tvo áratugi og þar af sem aðalhagfræðingur í rúm tíu ár."

Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 16:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ansi "fróðlegt" að þú ÞYKIST vera með aðgang að SMS-samskiptum manna og kvenna, átti þetta nú að vera.

"Ég spyr bara svona vegna þess að raunin er sú að 2. október 2008 sendi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svohljóðandi SMS skeyti til Geirs H. Haarde:"

Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 16:22

5 identicon

Sæll Steini Briem.

Það að þetta SMS var sent kemur fram í bók Guðna Th. Jóhannessonar sem heitir Hrunið. Mig minnir að þetta sé staðfest enn frekar í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ég er ekki að þykjast neitt, það að þetta sms var sent hefur legið fyrir lengi.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 20:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Máni Atlason.

Ég fann þetta á Netinu:

"Í smáskilaboðum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sendi Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sama dag, þ.e. 2. október 2008, kemur fram að eftir umhugsun vilji Ingibjörg leggja eftirfarandi texta inn hjá Geir:

"[É]g hef lengi heyrt umtalsverda gagnryni ur fjarmalageiranum á ad SI sé ekki faglega sterkur a svidi fjarmalastodugleika og hafi nu ordid faa innanbudar sem thekki til a lanamorkudum, sbr. thad sem gerdist hjá Bayerische Landesbank.

Hugsanlega tharf rikisstjornin ad styrkja sina adkomu. Bendi a Yngva Örn i Lsb. Gerdu svo Má Gudmundsson ad Sedlabankastjora i stad DO. Thad mun thykja traust. Hann hefur samböndin. Ég held ad thetta sé ákv ögurstund. Kv. Isg."

Kafli 20.3.c - Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis


Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneytið en ekki utanríkisráðuneytið.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
var utanríkisráðherra en Geir H. Haarde forsætisráðherra og þar að auki hagfræðingur.

Seðlabankinn heyrði því undir Geir en ekki Ingibjörgu, þannig að hún gat engan veginn ráðið því ein hver eða hverjir væru hér seðlabankastjórar.


18.11.2008
: Yngvi örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, sagði á fundi Viðskiptaráðs að Seðlabankinn hafi ekki einn varað við stöðu mála, viðvörunarorð hafi komið frá mörgum, bæði innanlands og erlendis.

Aðgerðarleysið
í aðdraganda hruns bankanna hafi verið slæmt og Seðlabankinn hefði átt að beita þeim stjórntækjum sem hann hafði.

Yngvi Örn sagðist vera sammála Davíð Oddssyni um að ekki hefði verið rétt að flytja bankaeftirlitið úr Seðlabankanum á sínum tíma.

Hins vegar megi ekki gleyma að einn seðlabankastjóranna hafi setið í stjórn Fjármálaeftirlitsins og náin samvinna með þessum tveimur stofnunum.

Yngvi Örn Kristinsson - Seðlabankastjóri var í stjórn Fjármálaeftirlitsins


Yngvi Örn Kristinsson 11.12.2009:


"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.

"Þannig átti ég þrjá fundi með formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, þann fyrsta í desember 2007, fund með forsætisráðherra í febrúar 2008 og utanríkisráðherra í júní sama ár um þann vanda sem skapaðist í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar á Íslandi. Skoðun mín var að kreppan og áhætta íslensku bankanna útilokaði aðgang þeirra að erlendu lánsfé.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum. Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu. Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir hlutu einnig að magna vandann.

Engar skorður voru reistar við erlendum lántökum fjármálafyrirtækja þrátt fyrir margháttaða reynslu erlendis frá af hættum sem fylgja opnum fjármagnshreyfingum fyrir lítil hagkerfi."

Yngvi Örn Kristinsson - Reyndi að vara þá við

Tilkynning frá forsætisráðuneytinu 26. júní 2009:

"Forsætisráðherra hefur skv. 1. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009 og Arnór Sighvatsson í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fjögurra ára frá og með 1. júlí 2009.


Skipunartími aðstoðarseðlabankastjóra tekur mið af 1. mgr. ákvæðis III til bráðabirgða með lögum nr. 26/2009."

Már Guðmundsson skipaður seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri


"23. gr. Ráðherra skipar seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára í senn. Seðlabankastjóri og aðstoðarseðlabankastjóri skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum.

Aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Seðlabankastjóri ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum með lögum þessum. Aðstoðarseðlabankastjóri er staðgengill seðlabankastjóra.

Við skipun í embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra skal ráðherra skipa þriggja manna nefnd er hafi það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda.

Skal einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar."

Lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001

Þorsteinn Briem, 8.6.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákvörðun Kjararáðs 23. febrúar síðastliðinn:

"Frá og með 1. mars 2010 skulu mánaðarlaun seðlabankastjóra vera samkvæmt launaflokki 502-142, nú 862.207 krónur. Að auki skal greiða honum 80 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag er starfinu fylgir.

Eining er
1% af launaflokki 502-126, nú 5.058 krónur. Einingar greiðast alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi. Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.

Kjósi seðlabankastjóri að halda bifreiðahlunnindum sínum skal draga verðmæti þeirra samkvæmt mati ríkisskattstjóra frá heildarlaunum sem hér eru ákveðin. [...]

Laun eru miðuð við fullt starf þannig að ekki komi til frekari greiðslna nema kjararáð úrskurði um það sérstaklega.

Um almenn starfskjör seðlabankastjóra
gilda reglur kjararáðs frá 30. maí 2007.

Ákvörðun þessi gildir fyrir þann sem nú gegnir starfi seðlabankastjóra."

"Rekstrarstjóri Seðlabankans gerði grein fyrir launum og starfskjörum seðlabankastjóra í bréfi dagsettu 1. október 2009.

Í bréfinu kemur meðal annars fram að bankastjórinn fái ekki greidda þóknun fyrir setu í bankaráði né í öðrum nefndum og ráðum innan bankans. Hann fái heldur ekki greidda þóknun fyrir setu í stjórnum og nefndum sem stofnanir og fyrirtæki á fjármagnsmarkaði standa sameiginlega að eða sem Seðlabanki Íslands tilnefni fulltrúa í samkvæmt lögum. Seðlabanki Íslands leggi bankastjóra til bifreið til fullra umráða og beri bankinn allan kostnað af rekstri hennar.

Bankinn leggi bankastjóra til farsíma og fartölvu og greiði kostnað af. Um greiðslu ferðakostnaðar, risnu og biðlauna fari eftir ákvörðun bankaráðs. Bankastjóra sé heimilt að nýta þjónustu bifreiðastjóra bankans sé hann í erindagjörðum fyrir bankann."

Ákvörðun Kjararáðs um laun og starfskjör seðlabankastjóra


"Kjararáð setti 30. maí 2007 reglur um almenn starfskjör embættismanna sem heyra undir úrskurð Kjararáðs hvað varðar laun og starfskjör, sbr. lög nr. 47/2006 um Kjararáð."

Tilkynning frá forsætisráðuneytinu 26. júní 2009:

"Forsætisráðherra hefur skv. 1. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009. [...]"

"Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum.

6. gr.      B-liður 28. gr. laganna orðast svo: Ákveða laun og önnur starfskjör aðstoðarseðlabankastjóra og fulltrúa í peningastefnunefnd, þ.m.t. rétt til biðlauna og eftirlauna. Kjararáð ákveður laun og önnur starfskjör seðlabankastjóra önnur en rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni hans sem bankaráðið ákveður."

Samþykkt á Alþingi 11. ágúst 2009.


"28. gr. Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Seðlabankastjóri skal jafnan upplýsa bankaráð um helstu þætti í stefnu bankans og um reglur sem hann setur. Að öðru leyti skal bankaráð sérstaklega sinna eftirtöldum verkefnum:

   a. Staðfesta tillögur seðlabankastjóra um höfuðþætti í stjórnskipulagi bankans.

   b. Ákveða laun og önnur starfskjör aðstoðarseðlabankastjóra og fulltrúa í peningastefnunefnd, þ.m.t. rétt til biðlauna og eftirlauna. Kjararáð ákveður laun og önnur starfskjör seðlabankastjóra önnur en rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni hans sem bankaráðið ákveður."

Lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001


Bankaráð Seðlabanka Íslands (síðast kosið 11. ágúst 2009):


Aðalmenn:
Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar Árnason, Ragnar Arnalds, Björn Herbert Guðbjörnsson (kosinn 15. desember 2009), Daniel Gros (kosinn 15. október 2009), Hildur Traustadóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir.

Bankaráð Seðlabanka Íslands, kosið af Alþingi 11. ágúst 2009

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 04:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjararáð en ekki bankaráð Seðlabankans ákvað því að mánaðarlaun Más Guðmundssonar yrðu 862.207 krónur frá 1. mars síðastliðnum, auk 404.640 króna (80 eininga) á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir, samtals 1.266.847 krónur á mánuði.

Hins vegar ákveður bankaráð Seðlabankans
greiðslu ferðakostnaðar og risnu Más Guðmundssonar, svo og rétt hans til biðlauna og eftirlauna.

Og bankaráðið ákveður laun og önnur starfskjör aðstoðarseðlabankastjóra og fulltrúa í peningastefnunefnd, þar með talinn rétt til biðlauna og eftirlauna, samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.

Ragnar Árnason
situr í bankaráði Seðlabankans og var því í allan vetur fullkunnugt um öll þessi atriði, enda ber honum samkvæmt lögum um Seðlabankann að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lögin og fær greidd laun í samræmi við það.

Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband