Orðvar og kurteis kennari

  Er það  ekki  fagnaðarefni að börn og unglingar   skuli  njóta  fræðslu hjá  svo orðvörum og kurteisum manni?  Orðatillækið  fokk jú á íslensku   er  alveg jafn  gróft og  dónalegt  og   fuck you  á  ensku. Algjör  dónaskapur.  Þar er enginn munur á.  Ég held  að þeir  sem  skrifa   svona, jafnvel þótt  þeim hitni í hamsi  eigi ekkert  erindi inn í skólastofur  til að  kenna ungu  fólki.´ Líklega  er þetta að ýmissa mati bara gamaldags- hallærishugsunarháttur. En mér finnst að þetta  séu ekki mannasiðir. Nemendur fengju    sennilega áminningu   fyrir að klæmast í  tímum.  Hversvegna   ekki  kennnarar fyrir að klæmast á  netinu. Hvað yrði sagt við nemanda sem  segði  fokk jú  við kennara sinn í   tíma ?
mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Eiður

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 15:54

2 identicon

En maðurinn var alls ekki í vinnunni þegar hann sagði fokkjú.  Ég má segja fokkjú í mínum frítíma, en ekki við viðskiptavini mína.

núll (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:26

3 identicon

Samkvæmt röksendafærslu „núll " þá er í góðu lagi að nemandi segi fokkjú við kennara sem hann mætir á götu í staðinn fyrir að bjóða góðan daginn - af því að hvorugur er í „ vinnunni". Sama hvernig á málið er litið þá er þessi sletta argasti dónsakapur.

Eiður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:35

4 identicon

Væntanlega innsláttarvilla hjá þér Eiður. Röksemdarfærsla skal það vera, ekki röksendafærsla.

Lilja (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:19

5 identicon

 Þakka ábendinguna ,Lilja. Tveggja fingra aðferðin eykur hætttuna á innsláttarvillum,sem  eru of margar hjá mér. , Púki  dugar skammt  til  leiðréttinga. Hinsvegar  held ég mig  við   röksemdafærslan en  ekki  röksemdarfærslan og  vísa þar   Ísl. orðabókar.

Eiður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:05

6 identicon

Eiður, við höfum víst bæði rétt fyrir okkur hvað þetta varðar. Samkvæmt http://bin.arnastofnun.is/  er þetta orð til í báðum útgáfunum. Ég hef alltaf notað "mína" útgáfu og datt satt að segja ekki í hug að fletta þessu upp áður en ég skrifaði fyrri færsluna. Við getum því bæði verið sátt.

Kærar þakkir fyrir góða og þarfa pistla.

Lilja (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:40

7 identicon

Til að fyrirbyggja misskilning. Þegar ég segi báðar útgáfurnar meina ég að sjálfsögðu röksemdarfærsla og röksemdafærsla.

Lilja (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég hef haft afar ákafan áhuga á skólastarfi frá þeim tíma sem ég sjálfur var að reyna girðingar þess svona frá 1958 til 1975

Sumpart af eigin hagsmunum og sumpart af rýniþörf, þess sem er hugfanginn af náttúrunni og stærðfræði.  Efnafræðin lauk upp gersamlega nýjum heimi fyrir mig, hvar komin voru fræði sem ekki var unnt að segja ósatt í, því ævinlega var unnt að endurtaka tilraunina og sannfærast um, að rétt og satt hafi verið skráð.

Síðar fór ég að kenna sjálfur og komst að þeirri einföldu niðurstöðu, að ekki væri hægt að koma í veg fyrir að greindur nemandi lærði EF OG AÐEINS EF AÐ HANN FENGI VINUFRIÐ.  Þess vegna líkti ég eftir því sem ég kynntist bestu í mínum skólaferli, aga sem lagði út frá hvíld hugans, rósemi sálar og fyrirfram gefnum uppskerum allt miðað við frammistöðu og hegðan.

Var kallaður harðstjóri en þeir nemar sem voru hvað frekastir til fjörsins, eru mínir bestu vinir í þeim aldurshópum.  Lærðu að virða vinnufirð annarra, kynntust því að ekki var gerð krafa til að þeir sprelluðu umfram aðra.

Pisa athuganir nú síðustu áratugina hafa ekki blásið mér bjartsýni í brjóst.  Það viðrist vera fylgni í mínus örðu veldi um fjármagn og status lyftingu Kennara starfsins.  Við hröpum ár eftir ár neðar og neðar í röð þeirra sem ná árangri í skólastarfi.

Þetta er sem sýra í mínum æðum.  Hví í ósöpunum eru menn enn á því að gefa eftir í kröfum?  Leggja af samræmd próf, þannig að eina vörn framhaldsskóla er, að hækka ..einkunnarstaðal".

Þegar ég tók Stúdentspróf voru mér allir Háskólar í Evrópu og BNA opnir nema valdar greinar í MIT og Harvard, einnig sumar lengri námsbrautir  í Oxford.  Semsagt, úr Náttúru /Eðlisfræðibraut MR voru stúdentum færar leiðir í flesta helstu vísinda háskóla í heiminum.

Nú er hlegið að stúdentaskýrteinum frá Íslandi, þrátt fyrir að MR hafi haldið uppi standard á curicilum allar götur frá aldamótunum 1900

Þetta eru að mínu mati helstu hervirki sem unnin hafa verið á framtíð Íslands frá lýðveldisstofnun.

Með virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.8.2009 kl. 00:02

9 identicon

Eins ágætt og það nú er að fræðast um hvernig rita megi orðið "röksemda(r)færsla" þá er ég ekki jafnviss um að Eiður sé að nota orðið rétt.

Í athugasemd "núlls" sé ég enga röksemdafærslu, einungis röð fullyrðinga. Það er svo Eiður sem gerir tilraun til röksemdafærslu þegar gefur sér að "núll" hafi dregið tiltekna ályktun af fullyrðingunum.


Röksemdafærsluna sem Eiður þykist greina mætti setja svona upp:


A) Það er leyfilegt að nota dónalegt orðbragð í frítíma sínum.
B) Það er ekki leyfilegt að nota dónalegt orðbragð í vinnunni.

Niðurstaða: Af A) og B) leiðir að það er í góðu lagi að nota dónalegt orðbragð í frítíma sínum.


En þetta færi ekki staðist nema að við bætum við einni fullyrðingu við:


A) Það er leyfilegt að nota dónalegt orðbragð í frítíma sínum.
B) Það er ekki leyfilegt að nota dónalegt orðbragð í vinnunni.
C) Að eitthvað sé "leyfilegt" jafngildir því að það sé "í góðu lagi"



Hvorki fullyrðingu C) né niðurstöðu Eiðs er að finna í athugasemd "núlls." Því fæ ég ekki betur séð en að Eiður gerist sekur um rökvillu með tali sínu um "röksemdafærslu."

Annars er nokkuð um liðið síðan ég reyndi að læra eitthvað í rökfræði og einhver mætti gjarnan leiðrétta mig ef ég er að fara með tóma vitleysu.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:29

10 identicon

Satt er það, Eiður, við megum ekki segja fokkjú við nemendur utan skóla frekar en í skólanum.  En ég segi heldur aldrei fokkjú við neinn þó ég megi það í frítíma mínum.  Hitt er svo annað mál, að þó ég ráði sjálfur orðavali mínu í prívatlífinu, er það ljótur siður og beinlínis óverjandi að velja fólki illa orðaleppa.  Og síst er það forsvaranlegt að punda þannig á barnungt fólk.  Ég tel mig ekki þurfa að færa rök fyrir því að ég er frjáls orða minna í einkalífinu, það segir sig sjálft.  Ég læt mér bara nægja að fullyrða það.

núll (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:09

11 identicon

  Rétt er  það Lilja  að oft er tvennskonar  ritháttur við lýði  í mörgum orðum  eins og röksemdafærslu.

 Þakka þér  góðan pistil, Bjarni.ár rfá ári hefur verið slakað á kröfunum. Afleiðingar koma æ betur í ljós.

Allt þeta  rökfræðital Skarphéðins    er sjálfsagt rétt  ,en mér  finnst það nánast  vera útúrsnúningar. Maðurinn  má  ekki segja    segja fokkjú í vinnunni. En hann  má  segja  fokkjúu í   frítíma  sínum. Má hann þá ekki segja  fokkjú  við nemanda sinn sem hann  mætir á  götu. Svar  mitt  við því er  Nei.  Nenni ekki að  þrasa um  hártogun af þessu tagi. Líklega  telur Skarphéðinn alla mína  pistla   vera  rökvillur  af  því að  röksemdafærsluna  skorti.

Eiður (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:29

12 identicon

Það er rétt hjá þér, Eiður, að tal mitt um rökfræði er efninu óviðkomandi. En allt tal um nemendur og kennara sem hreyta fúkyrðum á milli sín, hvort sem er í kennslustofum eða úti á götu, kemur efni fréttarinnar heldur ekkert við. Það er enginn að þræta fyrir það að þetta sé ljótt orðbragð, hvað þá að halda því fram að það geti verið réttlætanlegt að heilsa einhverjum með slíkri dónakveðju. Hins vegar get ég ekki verið þér sammála um að þetta atvik geri viðkomandi einstakling óhæfan til að kenna ungu fólki.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 22:09

13 identicon

    Það er rétt,  Skarphéðinn. Öll  erum við breysk.

Eiður (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 22:13

14 identicon

„Nú er hlegið að stúdentaskýrteinum frá Íslandi, þrátt fyrir að MR hafi haldið uppi standard á curicilum allar götur frá aldamótunum 1900“

Hvar er hlegið að „stúdentaskýrteinum“ frá Íslandi? Hverjir hlæja að þeim? Í hvaða skóla komast íslenskir stúdentar síður en annarra þjóða ungmenni? Var ekki „standard á curicilum“ fyrir 1900?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband