Molar um málfar og miđla 2034

SPRENGJUSANDUR

Á fréttavefnum visir.is (15.10.2016) er frétt ţar sem vitnađ er í grein eftir Kára Stefánsson, sem birtist í Fréttablađinu ţann sama dag. Ţar skrifar Birgir Örn Steinarsson: Kári vísar í viđtöl viđ Bjarna í Morgunblađinu og á Sprengjusandi sér til stuđnings.  Fréttaskrifari er hér vćntanlega ađ vísa til útvarpsţáttarins Á Sprengisandi  sem  Sigurjón  M. Egilsson  gerđi vinsćlan á Bylgjunni. En ţađ voru reyndar stundum fréttabombur, skúpp, eđa áđur óbirtar stórfréttir í ţessum ţáttum Sigurjóns.  Kannski hefđi hann átt ađ kalla ţáttinn  sprengjusand en ekki Sprengisand.

http://www.visir.is/kari-stefans-hvetur-bjarna-til-thess-ad-segja-af-ser/article/2016161019107

 

 

 AĐ SĆKJAST EFTIR

 Undir ţinglokin heyrđist talsmađur Pírata segja: ,,Viđ sćkjumst ekki á eftir völdum”. Ţetta er ekki rétt. Ţađ er talađ um ađ sćkjast eftir einhverju, -  ekki sćkjast á eftir einhverju. – En til hvers er fólk í pólitík, ef ekki til ađ sćkjast eftir völdum til ađ koma fram breytingum, hrinda stefnumálum sínum í framkvćmd?

 

 ÚR

Fyrirtćkiđ Epli auglýsti (14.10.2016) nýja gerđ tölvuúra í Ríkisútvarpinu međ orđunum Apple watch. Hversvegna nota ensku? Enn einu sinni brestur dómgreind ţeirra, sem taka viđ auglýsingum í Efstaleitinu.

 

FĆREYJAR

Hitastigiđ í í Fćreyjum komst inn á Evrópukortiđ í veđurfréttum Einars Sveinbjörnssonar í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöld (14.10.2006) og er ţar áfram.. Takk fyrir ţađ.  

 

MÁLFRELSIĐ

Á sunnudagsmorgni (16.10.2016) hlustađi skrifari stundarkorn á endurfluttan símatíma í Útvarpi Sögu. Ţá var í símanum mađur, sem fann múslímum ekki allt til foráttu. Eftir svolitla stund sagđi símstöđvarstjórinn Pétur, ađ mađurinn vćri búinn međ tvöfaldan eđa ţrefaldan ţann tíma, sem símtölum vćri ćtlađur. Svo kvaddi hann og sleit símtalinu. Síđan kom svolítil tónlist og svo auglýsing frá Útvarpi Sögu ţar sem hlustendur voru hvattir til ađ greiđa fé inn á reikning stöđvarinnar í  tilgreindum banka til ţess ađ styrkja málfrelsiđ. Skondiđ. Má ekki kalla ţetta tvískinnung, tvöfeldni?

 

TIL LESENDA

Ţeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beđnir ađ nota póstfangiđ eidurgudnason@gmail.com . Eđa einkaskilabođ á fasbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband