Snargalin hugmynd félagsmálaráðherra

  Sú hugmynd félagsmálaráðherra að koma þeim til bjargar, sem  áttu ekki peninga, en  keyptu sér samt rándýra bíla á gengistryggðum lánum, er auðvitað snargalin.  Útreikningar Morgunblaðsins í dag eru einkar athyglisverðir, að ekki sé meira sagt. 

Hversvegna á að verðlauna þá sem keyptu sér Porsche, Land Cruisera, Range Rovera, Lexusa, ofurpallbíla og hvað þetta heitir nú allt saman  og tóku til þess  gengistryggð lán, allt  að 100% af bílverðinu og  bættu svo kannski  húsvagni við til að vera menn með mönnum og með almennilegan skuldahala. Þessir menn veðjuðu á,  að gengið mundi þróast þeim í hag. Þeir  töpuðu og þá  eiga þeir ekki að geta skellt  skuldinni á aðra. Allra  síst á félagsmálaráðherra að  láta almenning hlaupa  undir bagga með þeim. Ráðherra misskilur  hlutverk sitt. Þeir, sem eru í vandræðum vegna  kaupa á dýrum bílum  eiga bara að selja súperjeppana og fá sér eitthvað  ódýrara. Þetta er ekkert flókið.

 Kannski er þetta einhver  tegund af „nýfélagshyggju",sem gamall krati  ekki skilur. Allavega er þessi hugsun ekki í anda þeirrar jafnaðarstefnu, sem margir  hafa  eldri kynslóðinni  vilja í hávegum hafa. Sá sem þetta ritar á enga samleið  með  svona hugmyndum og hefur  enga samúð með þeim sem  keyptu sér ofurbíla sem þeir áttu  ekki fyrir. Þeir  menn verða bara að taka afleiðingum gjörða sinna.

 


mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þessi aðgerð og fyrri aðgerðir félagsmálaráðherra. miða allar að því sama, hjálpa vinum sínum.

Þessi maður er algerlega óhæfur sem ráðherra og það ætti að víkja honum frá störfum strax.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 10:35

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég er þeirrar skoðunar að réttara væri  að byrja á unga fólkinu sem í góðri trú tók sér lán til að koma sér þaki yfir höfuðið.  Bílabraskarar ættu að vera með þeim síðustu á listanum

Kjartan Sigurgeirsson, 15.3.2010 kl. 10:44

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jafnaðarstefnan virðist grafin og gleymd.

Mitt dæmi lítur svona út;

Ég keypti bíl í september 2007 á 1,8 mkr.
Greitt upp í bíl                              0,5 mkr.
Erlent lán                                     1,3 mkr.

Af láninu hef ég greitt 1.325.000  (hef semsagt greitt lánið til baka í krónutölu)
Skuld mín í dag er 1.752.000

Ég sé ekki fram á að fá nokkurn hlut í þessari leiðréttingu.  

Í dag er augljóst að ég átti annaðhvort að staðgreiða bílinn........ eða taka 100% lán......... það vitlausasta og dýrasta af öllu var að staðgreiða hluta af bílverðinu. 

Anna Einarsdóttir, 15.3.2010 kl. 11:39

4 identicon

It's just so crazy, that it just might work!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 11:39

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Rétt hjá þér Kjartan ! En það má víst ekki "mismuna" í þessu þjóðfélagi, sýnist að sami andi ríki í dag og fyrir tæpum 30 árum þegar margir áttu við ofurskuldir að etja vegna þess að verðtrygging var sett á "yfir nótt" 1979/1980 og þeir sem höfðu selt (undirr.meðtalinn) eignir á gömlu kjörunum (án verðtr.) og gert svo nýja lánssamninga fyrir nýrri eign/húsbyggingu, á verðtryggðum kjörum og svo æddi verðbólgan af stað allt að 130% um tíma 1983, lá lengi 60% þá kom fram tillaga um að aðstoða þá sem verst höfðu orðið úti, þáverandi félagsmálaráðherra Svavar Gestsson sagði "kemur ekki til greina, að menn þurfi að sanna fátækt sína til að fá hjálp" svo ekkert var gert :( skal taka fram að undirr. slapp fyrir horn, náði að selja og kaupa minna, en margir misstu allt og sátu eftir stórskuldugir samt, en þetta er auðv. fornöld fyrir mörg ykkar sem eruð hér á blogginu ;)

Kristján Hilmarsson, 15.3.2010 kl. 12:19

6 Smámynd: Sigurður Þráinn Unnarsson

Svona lítur dæmið mitt út.

Í desember 2007 keypti ég VW Golf árg.2004 - Svo sannarlega enginn ofurjeppi eins og þú kallar þetta.

Kostar 1.200.000 kr.

Tók sem betur fer 100% lán fyrir honum því að það sem ég hefði borgað inn á hann væri fyrir löngu horfið.

í dag stendur lánið í 2.5 milljónum.

Nú spennti ég bogann ekkert sérstaklega hátt en er samt í skítamálum með þennan bíl, eins og mun fleiri.

Afhverju ætti ekki að hjálpa fólki í minni stöðu?

Það voru nefnilega ekkert eingöngu útrásardólgar og flottræflar sem slóu þessi ömurlegu lán fyrir sínum dýru bílum.

Sigurður Þráinn Unnarsson, 15.3.2010 kl. 13:01

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Væri hægt að bjarga málunum með því móti að allar þjóðir heims tækju upp einn og sama gjaldmiðilinn?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.3.2010 kl. 13:09

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér hugnast betur sú hugmynd að setja einfaldlega lög þess efnis að höfuðstóll láns megi aldrei hækka um meira en 50%..... annað sé okur og það sé ólöglegt.

Anna Einarsdóttir, 15.3.2010 kl. 13:12

9 Smámynd: Hamarinn

Höfuðstóll lána á að lækka þegar borgað er ekki hækka.

Þegar verðtrygging á laun var afnumin, þá fór allt til andskotans, það gengur ekki að verðtryggja bara hluta af kerfinu, annaðhvort allt eða ekkert.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 13:26

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skiptir það gamla þingmanninn engu máli að þessi lán eru að öllum líkindum ólögleg? Og þar með ekkert annað en þjófnaður að innheimta þau óbreytt.

Theódór Norðkvist, 15.3.2010 kl. 13:53

11 identicon

Hvað eru þessi bílalán?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 14:52

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Væri ekki hægt að setja þak á niðurfellinguna?  Þannig gæti hún orðið hærri að meðaltali og hjálpað þeim verst settu. 

Lúðvík Júlíusson, 15.3.2010 kl. 15:08

13 Smámynd: Hamarinn

Lúðvík.

Hvernig færð þú út hærra meðaltal, með því að jafna niðurfellingu, í stað þess að hafa hana ójafna.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 16:37

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvernig dettur nokkrum heilvita manni að kaupa Porce bíl án þess að vera með minnst 2 milljónir í mánaðartekjur ? Og hverjum dettur í hug að kaupa bíl með 100 % láni ? Ef eitthvað er hverfult hér í heimi þá er það gengi gjaldmiðla. Var enginn sem spáði í það.

Finnur Bárðarson, 15.3.2010 kl. 16:41

15 Smámynd: Hamarinn

Jú bankarnir þegar þeir lánuðu, ætluðu alltaf að græða helling á þessu.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 17:02

16 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sammála þínum skrifum um þetta mál.Og mikið er ég sammála nr 14 svari. 'a góðum tímum sem allir gátu fengið lán fyrir öllu keypti ég mér bíl frá 96 á tvöhundruðþúsund sem enþá er mér trúr.Ekki að ég séi gáfaðri en aðrir ,en comon sens í öllu. Hvað var fólk að hugsa??

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.3.2010 kl. 17:14

17 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Tek það fram að ég borgaði cash eingin lán,maður tekur ekki lán fyrir bíl.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.3.2010 kl. 17:16

18 Smámynd: Maelstrom

Ég sé ekkert að því að koma öllum til hjálpar.  Óréttlæti er óréttlæti, hvort sem því er beint gegn ríkum eða fátækum.

Þetta frumvarp er bara svo víðáttuvitlaust á allt öðrum forsendum.  Ef ég keypti Porsche á 10m 2007, þá kostar þessi sami Porsche 20m núna og ég skulda 25m.  Leiðréttingin er því sú að ég fæ 3m króna afskrift og skulda 22m í bílnum.  Hjálpar ekki neitt því það vill enginn kaupa Porsche í dag .

Tökum síðan hinn möguleikann að lánin verði dæmd ólögleg.  Gefum okkur að lánin verði leiðrétt þannig að þau verði verðtryggð með vísitölu neysluverðs.  10m króna lánið verður þá 13-14m króna lán en bíllinn kostar 20m.  Viðkomandi innleysir því gengishagnað upp á 6 milljónir við að selja bílinn.  Hvernig var svona viðskiptamódel aftur orðað?

"Snilld, tær snilld"

Ég held að fjármögnunarfyrirtækin ættu að bjóða fólki að skila inn lyklunum án nokkurra eftirmála strax, áður en dómur fellur í þessu máli.  Eftir að dómur fellur þá er málið bara búið og fyrirtækin fara á hausinn (SP, Avant og Lýsing).

Maelstrom, 15.3.2010 kl. 17:41

19 Smámynd: Hamarinn

Hver á að meta markaðsvirði bílanna?

Hækkar þá ekki markaðsvirðið snarlega ef til þessarar arfavitlausu aðgerðar kemur, svo þegar hún er afstaðin, þá hríðlækkar verðið aftur. Þá er Árni líka búinn að redda vinum sínum fjármagnseigendunum.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 17:43

20 Smámynd: Hamarinn

Maelstrom.

Af hverju vill einhver kaupa bílinn í seinna dæminu, ekki því fyrra? Ég skil ekki alveg.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 17:45

21 Smámynd: Maelstrom

Vegna þess að ég er tilbúinn að slá aðeins af verðinu og innleysa bara 2m í hagnað í stað 6m.

 "Hey, bíllinn er 20m króna virði...þú færð hann á 16 og málið er dautt"

Maelstrom, 15.3.2010 kl. 18:01

22 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Þetta er norræn velferðastefna sem við höfum aldrei kynnst hér nema kanski í gegn um skattaafslátt á húsnæðislánum. Í norræna velferðarkerfinu eru gerðar gagnsæar reglur og ekki gerður mismunur á fólki.

Hatrið í samfélaginu er svo mikið að ef við ætlum að láta hatursraddirnar ráða endum við svipað og í ævintýrinu um óskabjúgað. Við glötum tækifærinu til að gera okkur eitthvað til góðs og eyðum tækifærum okkar í rifrildi.

Skúli Guðbjarnarson, 15.3.2010 kl. 18:21

23 Smámynd: Billi bilaði

Þetta er merkileg jafnaðarmennska hjá þér, Eiður.

Þú vilt alls ekki að venjulegu fólki sé hjálpað, af því að þá gæti einhver óvinur þinn grætt á því.

Já, sælt er sameiginlegt skipbrot.

Billi bilaði, 15.3.2010 kl. 18:30

24 Smámynd: Hamarinn

Hef ekki áhuga, allt of dýr.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 18:38

25 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Bloggaðu undir nafni „Billi bilaði", þá skal ég tala við þig.

Eiður Svanberg Guðnason, 15.3.2010 kl. 19:53

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég blogga undir nafni, þú virðist samt ekki vilja tala við mig.

Theódór Norðkvist, 15.3.2010 kl. 20:31

27 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Fyrirgefðu, Theódór. Ég held að rétt sé að bíða  eftir dómi Hæstaréttar um lögmæti lánanna.  Sjálfsagt  er að reyna að  aðstoða þá, sem  hafa  keypt  það sem við gætum kallað venjulega heimilisbíla. Ég er hinsvegar rasandi  yfir því,  ef aðstoða á þá sem keyptu  rándýra lúxusjeppa og pallbíla ,sem þú sérð út  um allar trissur  á allt að 100% lánum og veina nú á hjálp. Þeir  eiga bara að selja bílana.  Og eins og  Sigurbjörg segir í sinni athugasemd,  þá  er  auðvitað óráð að taka lán til að kaupa  bíl. Verðmæti bíls  hrapar og verður að engu  á tiltölulega skömmum tíma.

Eiður Svanberg Guðnason, 15.3.2010 kl. 20:41

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil vekja athygli á ítarlegri færslu Samtaka lánþega, þar sem einmitt er bent á að leiðin til að komast hjá því að tapaðir fjármunir út af þessum lánum lendi á herðum skattgreiðenda er að láta dómstóla skera úr um lögmæti lánanna. Þá lendir tapið á kröfuhöfum lánastofnananna, verði gengistryggð lán dæmd ólögleg.

Theódór Norðkvist, 15.3.2010 kl. 21:20

29 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hamarinn, ;) svona er þetta þegar lyklaborðið stríðir manni.  Í staðinn fyrir að geta eytt lagað athugasemdina þau þá þarf maður að eyða tíma í að leiðrétta þau með annarri færslu.

Ég meinti að þá er hægt að hækka greiðslur til þeirra sem verst standa.

Það er svona svipað og tekjutenging í skattkerfinu.

Lúðvík Júlíusson, 15.3.2010 kl. 23:38

30 Smámynd: Björn Birgisson

Hér eru margir komnir á trúnó. Ég keypti bíl fyrir þremur árum, nokkuð laglegan Subaru Forester slyddujeppa, alveg nýjan og ónotaðan. Ég staðgreiddi hann. Er það ekki bilun? Hvað gera yfirvöld við svona bjána? Ég eyðilagði allt mynstrið, um það er ég helsekur. Þeir sem tóku erlend lán og veðjuðu á eilífleika krónunnar, hefðu betur keypt sér lottómiða fyrir 5 milljónir. Hvað varðar mig um þetta fólk. Vogun vinnur vogun tapar. Er það ekki?

Björn Birgisson, 15.3.2010 kl. 23:57

31 Smámynd: Dexter Morgan

Sammála síðasta ræðumanni. Af hverju ætti ég að vera að taka á mig skuldir á einkabílum annarra. Sennilega flestir keyptir um efni fram. Bara svona til að þykjast vera eitthvað. Allir að "teika" útrásavíkingana og þeirra standard.

Það nýjasta og ótrúlegasta í svona málum er það sem komið er upp í umræðunum um Vsdtur-Húanvatnssýsluna. Þar sem menn keyptu stofnbréf í Sparisjóð, eins og enginn væri morgundagurinn, allt á kúlulánum í erlendri mynnt.

Nú væla þeir og vilja aðgerðir (s.s. þeir vilja að við, hin venjulegi,  borgi fyrir þá, annars missa þeir allt sitt, eins og þeir segja frá.

En; haldið þið, gott fólk, að þeir væru að væla núna, ef þeir hefðu grætt FEITT á þessu, eins og ætlunin var og væru nú að bjóða með sér af GRÓÐANUM,,,,, og neeeeeeei.

Allt þetta fólk tók ÁHÆTTU og verður bara að standa við hana, við hin höfum nóg á okkar könnu með íslensk lán í okkar húsnæði, að ég tali nú ekki um ungafólkið sem var að kaupa sínar fyrstu íbúðir. Þau hafa leyfi til að væla og það hátt, enda er ég með mestar áhyggjur af þeim.

Dexter Morgan, 16.3.2010 kl. 00:45

32 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála no.2.  En þessar aðgerðir eru að koma ári og seint og segja manni líka að svigrúm hefur verið til staðar allan tímann... Svo klór í bakkann segi ég. Hvað á að gera fyrir þá sem að eru búnir að missa bílana sína og sitja samt uppi með svimandi eftirstöðvar af þessum lánum... Það er greinilegt að þessi aðgerð er gerð til að þóknast ákveðnum hópum en ekki öllum... og þá spyr maður hverjir eiga jeppana og sportbílana Það er greinilega farið titra undir á sumum stöðum og svo sannarlega komin tími til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.3.2010 kl. 09:15

33 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sammála þér Eiður og felldi ég grundaðan dóm um þetta undir heitinu Ráðherra þeirra ríku. En vel að merkja þetta er sama hugmyndarfræðin og notuð er við afskriftir húsnæðislána heimilanna.

Stundum var talað um kommúnisma andskotans. Er þetta ekki jafnaðarmennska andskotans?

Jón Baldur Lorange, 16.3.2010 kl. 09:18

34 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Smá spurning fyrir þig krati Eiður: 100 manns tóku bílalán sem hækkuðu ótæpilega. Þar af voru 10 sem fengu lán fyrir Posche, Range Rover eða öðrum glæsikerrum. Restin, 90, voru almennt launafólk eins og við erum flest. Þessir 90 berjast í bökkum vegna gríðarlegra hækkana á þessum lánum sem flest eru jú myntkörfulán. SEGIR KRATINN ÞÁ AÐ ÞAÐ SÉ BETRA AÐ SLEPPA ÞVÍ AÐ HJÁLPA ÞESSUM 90 VEGNA ÞESS AÐ ÞÁ ER 10 VITLEYSINGUM HJÁLPAÐ Í LEIÐINNI?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 10:19

35 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Spurning nr. 2. Ég gef mér að þú viljir ekki hjálpa þessum 90 því þá sé 10 ríkum hjálpað í leiðinni. Er það ekki jafnaðarmannastefnan í hnotskurn?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 10:20

36 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Guðmundur St. Ragnarsson, þú gerir mér upp skoðanir. Það er erfitt að eiga orðastað við þann, sem „gefur sér" hvaða skoðun maður hefur. Ég hef aðeins rætt um þá, sem keyptu dýrustu bílana. Þú átt annaðhvort erfitt með að skilja ritað mál eða vilt bara snúa útúr. Það er þitt vandamál, en eftir stendur, að það er ekki skynsamlegt að kaupa bíla, nema maður eigi fyrir þeim.

Eiður Svanberg Guðnason, 16.3.2010 kl. 10:42

37 identicon

Finnst þetta aumt.

Það er eitt og hálft ár liðið síðan hrunið varð og löngu áður en það gerðist voru gengislánin tekin að hækka óeðlilega.

Hvað með fólk sem búið er að hirða bílana af og gera fjárnám í fasteignum þeirra fyrir eftirstöðvunum, og jafnvel selja ofan af þeim kofann vegna bílalána í erlendri mynt?

Hvað á að gera fyrir fólk sem svo er komið fyrir?

Og hver eða hvað ákveður markaðsvirði bílanna?

Ég á bíl á erlendum lánum sem ég hef samviskusamlega greitt af í 3 ár.   Tók lán upp á 1 milljón sem í dag stendur í ca 1,7 m.   Þegar lánið verður svo fært niður í 110% af markaðsvirði þá er ég kannski í betri stöðu til að losa mig við bílinn en hvað um allar afborganirnar sem ég var búin að greiða í þessi 3 ár?

Ég efast stórlega að þessi hugmynd sé á nokkurn hátt útfærð, enda mátti heyra á Árni Páli í Kastljósinu í gær að hann hafði ekki hugmynd um afleiðingar þess ef þetta yrði samþykkt né hvernig þetta yrði útfært svo "réttlátt" sé.

Annað.

Af hverju er það minna óréttlátt að leiðrétta eða færa niður höfuðstól þeirra sem eiga meiri pening en aðrir?
Þetta eru sömu lánin og auðvitað á jafnt að gilda yfir alla hvort sem þeir þéna 100 þúsund eða milljón á mánuði.

Ef að hæstiréttur kemst að þeirri niðustöðu að lánin eru ólögmæt þá mun það ganga jafnt yfir alla, af hverju meiga niðurfærslurnar ekki ganga jafnt yfir alla án þess að fólk ætli að tapa sér yfir því að einhver geti grætt meira en annar?

Hrafna (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 12:41

38 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég ætlaði ekki að gefa þér upp skoðanir Eiður og biðst afsökunar á því. Eftir stendur að þú svarar ekki spurningu minni. Finnst þér rangt að hjálpa 90 "venjulegum" Íslendingum ef 10 bankamönnum/útrásarvíkingum/öðrum fíflum er hjálpað í leiðinni? Það kann að vera erfitt að hjálpa þessum 90 nema bíta í það súra að hinir "græði" á því í leiðinni?

Það má margt segja um tillögu félagsmálaráðherra. Eftir Kastljós viðtal við hann vakna spurningar hvort eigi að niðurfæra íbúðarlán með sama hætti. Það myndi hjálpa fullt af fólki sem er komið í þrot. Gallinn er alltaf sá að gæta þarf jafnræðis og þá er "hætta" á því að fólk sem fór óvarlega eða þarf ekki á hjálpinni að halda "græði" á því í leiðinni. Rangt?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 12:57

39 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góðir punktar Guðmundur og Hrafna. Það er erfitt ef ekki vonlaust að týna út mestu aumingjana og láta hina eiga sig án þess að brjóta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Segi eins og Hrafna í lok sinnar athugasemdar og ég benti á í ath. semd 28, að auðvitað er besta leiðin að Hæstiréttur skeri úr um málið. Dæmi hann bílalánþegum í hag lendir tapið á kröfuhöfum EKKI skattgreiðendum.

Nema kannski óbeint eins og á við í mörgum gjaldþrotum. Sá sem tapar útistandandi skuldum vegna gjaldþrots viðskiptavinar leitast við að bæta sér tapið upp, stundum með því að hækka verð sinnar vöru eða þjónustu.

Eins ef lánastofnanir fara á hausinn þarf að leggja fram fjármagn til að endurreisa þær eða stofna nýjar og það getur leitt til hærri vaxta. Það á samt ekki að verða til þess að lög séu virt að vettugi.

Theódór Norðkvist, 16.3.2010 kl. 14:43

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tína er með einföldu i-i, fyrst ég er hér á síðu málfarsráðunautar!

Theódór Norðkvist, 16.3.2010 kl. 14:44

41 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara benda fólk hér sam ræðst að hugmynd Árna Páls á færslu Ómars Ragnarssonar um þetta mál. En í færslu sinni fer hann yfir að dýrir bílar og dýrir bílar eru ekki alltaf það sama.  Þar segir hann m.a.

Dýrustu bílarnir hafa falli mest í markaðsverði eftir hrunið og ef miðað er við markaðsverðið verða afskriftirnar lang stærstar á þessum dýru bílum, sem oft voru keyptir umfram það sem skynsamlegt mátti telja. 

En það er samt engin algild regla um það. Tökum dæmi af fjórum mönnum sem keyptu bíla á 10 milljón krónur hvern: 

Jón kaupir sér 10 milljón króna BMW í stað þess að kaupa 4 milljón króna bíl sem hefði alveg dugað honum og gert sama gagn. 

Bjarni kaupir sér Hummer á lágprófíldekkjum, sem varla er hægt að aka út á malarveg nema sprengja dekkin, og ekur honum mest í innanbæjarkeyrslu sem stöðutákni. 

Hann hefði getað keypt Kia Sorentu eða Suzuki Grand Vitara fyrir 40% af verðinu, -   bætt 100 þúsund kalli við kaupverðið á Súkkunni til að hækka hann upp og fengið bíl sem gerði meira gagn en Hummer á lágum dekkjum.   

Daníel kaupir sér Toyota Hilux sem hann breytir í jöklajeppa vegna þess að hann hefur af því tekjur að fara með innlenda og erlenda ferðamenn á honum í hálendisferðir.

Friðrik kaupir sér tíu milljón króna sendibíl sem hann notar í atvinnuskyni.

Allir þessir menn fá sömu upphæð afskrifaða þótt tveir þeirra eigi það varla skilið.

Og þegar dæmin skipta tugum þúsunda og ekkert er líkt öðru, hver á að dæma og meta þessi mál og hver hefur tíma og mannskap til þess?

Og svo vil ég benda fólk eins og Önnu hér að ofan að það vantar í dæmið hennar að bílar rýrna í verði og Árni var að tala um 110 af markaðsvirði bifreiða. Hún talaði um að hún skuldaði nú minnir mig 1,7 milljónir í bil sem kostaði upprunalega 1,8 milljónir. Það eru liðin 3 ár síðan hún keypti bilinn þannig að hann er kannski rétt um milljón í dag og því myndi hún fá um 500 þúsund krónur afskriftir af láninu ef miðað er við 110% veðsetningu. Síðan væri rétt að benda á að bílar eru mjög hæpin fjárfesting fyrir þá sem vilja græða á að kaupa bíl. Þeir afskrifast um 10 til 20 á ári.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2010 kl. 17:03

42 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Guðmundur, -  ég viðurkenni að vera ekki neinn reikningssnillingur, en samt efast ég ekki um að  það er hægt að búa til reiknireglu, sem  miðaði við að  þeir  fengju litla  aðstoð eða  enga, sem  keypt  hefðu  bíla  sem  kostuðu  til  dæmis 7 milljónir króna og  þaðan af  meira og hefðu   tekið meira  en 80-90% kaupverðsins  að láni.

Eiður Svanberg Guðnason, 16.3.2010 kl. 17:43

43 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

En þá ertu að brjóta gegn jafnræðisreglunni kæri Eiður. Það er einfaldlega ekki hægt að mismuna fólki eftir því hvort það er ríkt eða fátækt. Slíkt yrði aldrei hægt að setja í lög eða reglugerðir hér á landi sem betur fer. Ég segi að það er betra að hjálpa 90 venjulegum Íslendingum þótt 10 ríkum Íslendingum sem ekki þurfa á hjálpinni og/eða fóru óvarlega að halda hagnist á því í leiðinni.Hvað finnst þér Eiður? Já eða nei?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 18:27

44 identicon

Algerlega sammála þér Guðmundur.  Hvaða máli skiptir það þó að örfáir hagnist á þessum aðgerðum ef þær verða til þess að hjálpa megninu af þeim sem eru í vanda staddir með sín lán?

Þessi lán eru alveg jafn óréttlát og ólögleg (ef hæstiréttur staðfestir dóminn) hvort sem að ríkur maður tekur þau eða fátækur.  Þar af leiðandi eiga bæði þessi fátæki og þessi ríki alveg jafn mikinn rétt á niðurfellingu eða leiðréttingu.

Ef það á að fara draga einhverja línu á milli þeirra sem eiga það skilið að fá niðurfærslu á höfuðstól eða leiðréttingu eða þeirra sem ekki eiga það skilið,  þá mun þessi leið ekki verða til þess að hjálpa nema litlum hluta fólks.
Og hver ætlar svosem að finna þessa línu "réttlætis"?

Þar fyrir utan efast ég um að þessi leið verði að veruleika þar sem jafnaðarmennskan mun ekki leyfa það að einhver geti mögulega hagnast á þessu, auk þess sem þessi leið virðist aðeins vera nýfædd og aðeins til þess gerð að gefa félagsmálaráðherra tímabundið vinsældarbúst.

Hrafna (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 22:16

45 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þá er tekjutening   bóta af ýmsu tagi brot á jafnræðisreglu. Tekjutenging ýmissa greiðslna er staðreynd. Þetta hefur  viðgengist  í mörg ár og viðgengst enn.

Samkvæmt  jafnræðisreglu  ættu þá   allir að fá  grunnlífeyri almannatrygginga eftir  67 ára aldur. Allir  hafa lagt  af mörkum til kerfisins. En grunnlífeyrir, fjölskylduuppbópt og hvað þetta heitir allt saman er tekjutengt og þar með er fólki mismunað eftir efnahag.  Ekki satt?

Eiður Svanberg Guðnason, 16.3.2010 kl. 22:23

46 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þá er tekjutenging bóta...

Eiður Svanberg Guðnason, 16.3.2010 kl. 22:23

47 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nei Eiður láttu ekki svona. Þú snýrð út úr. Ertu ekki hættur á Alþingi :)

Tengjutenging bóta er ákvörðuð í lögum eins og þú veist. Þar er ákveðið - fyrirfram - í almennum lögum að víkja að vissu leyti frá meginreglunni um jafnræði. Það er heimilað í stjórnarskránni að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa. Það er hins vegar tæplega hægt að ákvarða eftir á að setja í lög eða reglugerð ákvæði um að aðilar sem hafa keypt neysluvöru (bifreiðar, jafnvel hús) skuli fá niðurfelldar skuldir með mismunandi hætti. Líklega stríðir það gegn eignaréttarákvæði stjónarskrárinnar að mismuna fólki á þann hátt fyrir utan meginregluna, lögfesta sem ólögfesta um jafnræði borgaranna.

Þú átt ennþá eftir að svara spurningu minni Eiður. Gleymum í augnablik hvort hægt sé að setja lög/reglur um ofangreint eða ekki. Myndir þú hjálpa 10 ríkum ef þú hjálpaðir 90 fátækum í leiðinni? Treystirðu þér ekki til að svara þessari spurningu? Mér finnst eins og svar þitt sé nei miðað við umræðuna hér að framan en ég vil ekki endurtaka mistök mín og gefa þér upp skoðanir. Engar smjörklípur takk núna. Bara einfalt JÁ eða NEI. Þú veist mína afstöðu. Hver er þín?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 22:48

48 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Gjaldeyrishöftin mismuna eftir efnahag og ekkert er gert til að breyta því.  -  Skattar eru nú þriggja þrepa og svo eru margvíslegar tekjutengingar í hagkerfinu.

Það ætti því ekki að vera mikið mál að tekjutengja aðstoð.

Lúðvík Júlíusson, 17.3.2010 kl. 01:27

49 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er líka þjófnaður þegar stolið er frá ríkum.

Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 01:33

50 Smámynd: Björn Birgisson

Muggi! Láttu karlinn í friði. Hann er bara flottur, búinn að skila sínu og vel það. Þú kallar eftir svörum: Hér er eitt. Íslendingar sem veðjuðu á eilíft falsgengi krónunnar eru nú í djúpum skít. Þeir um það. Bentu þeim á símanúmer Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Þeir þekkja réttu svörin, er það ekki? Gerendurnir sjálfir, skárra væri það nú!

Björn Birgisson, 17.3.2010 kl. 02:07

51 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er ekki hægt að deila um það að Eiður er, var og verður alltaf flottur Björn. Það er samt ekki umræðuefnið hér en væri verðugt bloggefni engu að síður. En kannski þú getir svarað spurningu minni Björn? Hún er ekki pólitísk heldur meira siðferðileg að mínu mati. Af hverju þorir enginn að svara þessu? Myndir þú afskrifa skuldir 90 venjulegra Íslendinga sem eru í stórkostlegum fjárhagsvandræðum ef 10 útrásarvíkingum yrði hjálpað í leiðinni? Ekki pæla í lögum eða pólitík, stjórn eða stjórnarandstöðu, pólitík til vinstri, hægri eða snú og hana nú. Hvert er svarið?

Já og Davíð og Geir voru sannarlega gerendur ásamt mörgum öðrum. Bíðum eftir rannsóknarskýrslunni. Ég er ekki viss um að allir ráðherrar Samfylkingarinnar verði dauðhreinsaðir.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 02:34

52 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það eru nú því miður ekki allar spurningar þannig , Guðmundur sæll, að þeim sé hægt að svara með jái eða neii (Ertu hættur að berja konuna þína?) Hvað eru þessir tíu ríkir?  Hversvegna þurfa þeir hjálp?  Það hefur verið  margsagt að jöfnuður er ekki það að gera alla jafnfátæka eða jafnríka  heldur að gefa öllum jöfn tækifær til að nýta  hæfileika sína. - Nú segirðu sjálfsagt að ég sé að snúa útúr og sé  í huganum enn á þingi.   Svo er Guði fyrir að þakka, að þar á ég ekki lengur sæti !

Eiður Svanberg Guðnason, 17.3.2010 kl. 09:44

53 Smámynd: Björn Birgisson

Já, ég mundi hjálpa þessum 90, þótt einhverjir 10 bjálfar nytu einnig góðs af hjálpinni. Svo má líka setja þak á þetta.

Björn Birgisson, 17.3.2010 kl. 10:03

54 identicon

Til að finna markaðvirði bíla mætti hugsa sér að nota afskriftarreglu skattstjóra. Upphaflegt kaupverð afskrifað 20% á ári. Bifreið keypt fyrir þremur árum á 2 milljónir stæði þá í 1.126.400 miðað við 110% reglu.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 13:55

55 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú ert bestur Björn. Ég segi ekki að ég elski þig en allt að því.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 13:59

56 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eiður. Nei nei þú ert ekki að snúa út úr nema svona kannski 33%. Björn átti þó ekki í neinum erfiðleikum með að svara mér. Hvað kemur spurning mín heimilisofbeldi annars við?

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 14:03

57 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú varst annars bara mjög góður á Alþingi þótt ég hafi aldrei kosið þig Eiður. Vonandi fer vel um þig þar sem þú ert núna.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 14:05

58 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það fer prýðilega um mig , Guðmundur.  Ég var aðeins að reyna að segja að sumum spurningum væri ekki hægt að svara , já eða nei. !

Eiður Svanberg Guðnason, 17.3.2010 kl. 14:54

59 identicon

Athyglisvert innlegg nr. 6.  Hann segir "sem betur fer tók ég 100% lán".  Er ekki eh. bogið við hugsunarháttinn ? Hvað með þann sem var skynsamur og sparaði sér fyrir útborgun og keypti nákvæmlega eins bíl á 60% láni.  Nú er lánið jafnhátt verðmæti bílsins og hann situr uppi með það þrátt fyrir að eiga í basli með að greiða. Eina sanngirnin er að sama prósentutala verði afskrifuð á báða.

Mér finnst umræðan snúast of mikið um Range Rovera og Porce.  Menn gátu líka verið óskynsamir og keypt ódýrari bíla og verða verðlaunaðir  ef þessar furðulegu tillögur félagsmálaráðherra ná fram að ganga.

Jón (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 23:15

60 identicon

Hver á að borga þessar afskriftir. Væntanlega hinir sem ekki tóku lán fyrir lúxuskerru. Ég fékk mér 10ára gamlann beyglaðann subaru með rispum. En nú á ég sem sagt að fara að niðurgreiða Range Rover, porche, og húsbíl fyrir þessa plebba sem keyptu sér bíl sem kostar margöld mánaðarlaun og jafnvel meira. Bíll er ekki fjárfesting heldur eyðsla og fólk sem eyðir um efni fram í munað á enga vorkun skilið.

Óli (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:51

61 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég get nú ekki séð að skattgreiðendur þurfi að borga með lántakendum..... lántakandi tekur lán 1,3 mkr. en greiðir til baka 3,1 mkr.  SP Fjármögnun, Lýsing og þessi fyrirtæki eru að stórgræða.  Þau græða bara ekki alveg eins rosalega mikið ef einhver leiðrétting verður.  Þá þarf lántakandi kannski "bara" að greiða 2,6 mkr., -eða tvöfaldan höfuðstólinn.  Athugið að sumir eru búnir að greiða til baka sem nemur upphaflega láninu þegar 110% af eftirstandandi skuld kemur til framkvæmda.

Anna Einarsdóttir, 19.3.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband