Molar um málfar og miðla 2021

DÓMARINN KEYPTI EKKI ÚTSKÝRINGARNAR

Ótrúlegt, en satt. Þetta er fyrirsögn af fréttavef Morgunblaðsins (23.09.2016).

Voru útskýringarnar falar, - voru þær til sölu?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/23/domarinn_keypti_ekki_utskyringarnar/

Til þess að skýra þetta nánar fyrir lesendum er rétt að fram komi, að átt er við að dómari hafi ekki tekið útskýringar sakbornings trúanlegar, ekki trúað því sem sakborningur sagði, er hann reyndi að bera af sér sakir. Sakborningur var sem sé að reyna að selja dómara útskýringar! Ja, hérna.

Metnaðarleysi og hroðvirkni.  

Enginn les yfir. Enginn leiðréttir augljósar ambögur og villur.

Þessi fyrirsögn er því miður dæmigerð fyrir suma netmiðla, þegar kemur að ritleikni og virðingu fyrir móðurmálinu.

 

ÓGOTT

Hér hefur stundum verið nefnt hve auðveldlega stjórnmálamenn sleppa oft við að svara spurningum, sem til þeirra er beint. Svara alls ekki og spyrill lætur gott heita.

 Dæmi um þetta var í fréttum Stöðvar tvö á miðvikudag í liðinni viku (21.09.2016) . Fréttamaður Stöðvar tvö spurði varaformann fjárlaganefndar ( í tengslum við Vigdísarskýrsluna, öllu heldur Vigdísarsamantektina, frægu): Fréttamaður, Heimir Már: ,, Nú var skýrslan bæði kennd við þig og meirihluta fjárlaganefndar í upphafi, er málið kannski að þú sjáir eftir því að hafa lagt nafn þitt við skýrsluna?
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar: „Ég hef alltaf verið sannfærður um að það sé afskaplega mikilvægt að skoða þessi mál. Ekki til að ná sér niðri á einhverjum eða refsa einhverjum. Alls ekki. Heldur er bara mjög mikilvægt til að eyða tortryggni í þjóðfélaginu að skoða þessi mál,“ segir Guðlagur Þór. Ágæt ræða, en ekki svar við spurningunni

Þetta svar kom ekki nálægt því sem, um var spurt. Eiginlega skólabókardæmi um það hvernig stjórnmálamaður er látinn sleppa við að svara óþægilegri spurningu.

Frétt Stöðvar tvö birtist einnig á visir.is: http://www.visir.is/raduneytisstjori-fjarmalaraduneytisins-sakadur-um-ad-hota-thingmonnum/article/2016160929710

 

Nákvæmlega það sama heyrðum við í fréttum Ríkissjónvarps     (24.09.2016) er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður ræddi við Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknarflokksins. Sigríður spurði, Eygló: Þú lýstir því yfir á fésbók í dag, að þú mundir bjóða þig fram til varaformanns Framsóknarflokksins, ef skipt yrði um formann, - með nýjum formanni. Ertu þar með að lýsa stuðningi við Sigurð Inga? Eygló Harðardóttir, vék sér undan því að svara hispurslaust, - og komst upp með það. Ekki var gengið eftir svari. Þetta er því miður of algengt, - því miður.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20160924

 

TIL LESENDA

Þeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beðnir að nota póstfangið eidurgudnason@gmail.com . Eða einkaskilaboð á fasbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 

 


Bloggfærslur 26. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband