Molar um málfar og miðla 2018

 

 

ENN UM ÞOLMYND – GERMYND ALLTAF BETRI

Í skóla og  störfum við skrif var Molaskrifara snemma kennt að forðast óþarfa notkun þolmyndar.

Fyrirsögn í Morgunblaðinu (10.09.2016) var þessarar gerðar: Goðafoss fundinn af þýskum kafara. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/09/godafoss_fundinn_af_thyskum_kafara/

Hversvegna  ekki  þýskur kafari fann flak Goðafoss? Raunar hafa ýmsir  sem gjörla til þekkja leitarinn að flaki Goðafoss lýst efasemdum um að þessi  fullyrði Þjóðverjans  sé rétt.

 Í fréttum Ríkisútvarps klukkan sjö að morgni laugardagsins (17.09.2016)var sagt: ,, ... var tilkynnt um þjófnað á  ferðatösku af tveimur  stúlkum”.,  Enn óþörf þolmynd. Tvær stúlkur  tilkynntu þjófnað á ferðatösku, - tvær stúlkur tilkynntu að frá þeim hefði verið stolið ferðatösku.  Germynd er alltaf betri. Gott að muna það.

 

LOFTMENGUN OG ALZHEIMER

 Geir Magnússon skrifaði fyrr í mánuðinum (07.09.2016): ,,Kæri Eiður.
Fyrirsögn í mbl.is í morgun var ´´Tengja loftmengun við Alzheimer´´
Mér fannst þetta öfugt, ætti að vera ´´tengja Alzheimer við loftmengun´´.
Ég hringdi í ritstjóra, sem virtist ekki skilja mig vel.
Er ég kannske farinn að valda loftmengun?
Hvað segir þú um þetta?”  Í stguttu máli, Geir, ´´a er ég sammála þinum skilningi og  skil ill að ritstjóri skuli ekki hafa skilið hvað þú áttir við. -   Sýnist reyndar að þessu hafi verið breytt síðar.

SÆBJÚGNAVEIÐAR OG SITTHVAÐ FLEIRA

Á fréttavefnum visir.is var (02.09.2016) sagt frá því, að Landhelgisgæslan hefði staðið tvö skip að ólöglegum sæbjúguveiðum. Orðalaður  sææbjúguveiðum  var bæði í fyrirsögn og meginmáli fréttarinnar. Líklega tekið beint úr fréttatilkynningu. Skipin voru  að sæbjúgnaveiðum.

Í sama miðli  sama dag var frétt um sundlaugarferðir barnaníðings undir  fyrirsögninni Má ekki fara í sund. Þar sagði: ,, Viðvera Sigurðar í sundlauginn ollu foreldrum áhyggjum þar sem Sigurður hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ekki  ráða allir  við notkun sagnarinnar að valda. Þarna hefði átt að standa:  Viðvera (vera) Sigurðar  í lauginni  olli .... http://www.visir.is/ma-ekki-fara-i-sund/article/2016160909775

 

ER AÐ ....

Úr fésbókarauglýsingu um bíómynd frá SAM-bíóum (19.09.2016): Myndin er að fá lof frá gagnrýnendum um allann (svo!)  heim. Betra væri: Myndin fær lof frá gagnrýnendum um allan heim. 

 

TIL LESENDA

Þeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beðnir að nota póstfangið eidurgudnason@gmail.com . Eða einkaskilaboð á fasbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, - ESG

 


Bloggfærslur 21. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband