Molar um mįlfar og mišla 1999

 

FĮ SITT FRAM

Formašur fjįrlaganefndar, skrifaši į fasbók, og Hringbraut birti einnig (07.08.2016) : , „Žaš er grķšarlegt ofbeldi sem beitt er ķ žinginu - frekjan er rosaleg - viš höfum veriš kölluš pólitķskir hryggleysingjar og lindżr - ef žau fį ekki sķnu fram - žį er žingiš tekiš ķ gķslingu - Svandķs fer fyrir ašgeršum,“. Hér hefši mįtt nota annaš oršalag , - til dęmis; - ef žau fį ekki sitt fram, ef žau fį ekki sķnu framgegnt, ef žau nį ekki sķnu fram. Bara ekki; fį sķnu fram. Žaš er śt ķ hött.

 

HĮDEGIN

Mįlglöggur Molalesandi benti skrifara į aš ķ yfirliti hįdegisfrétta Rķkisśtvarpsins į sunnudag (07.08.2016) hefši fréttažulur aš minnsta kosti tvisvar talaš um hįdegin ķ lżsingu į vešri, um hįdegin, eftir hįdegin. Molaskrifari žakkar įbendinguna. Hann hlustaši aftur į fréttayfirlitiš og heyrši sömuleišis ekki betur en talaš vęri um hįdegin. Oršiš hįdegi er til ķ fleirtölu. En žarna įtti fleirtalan ekkert erindi.

 

GIN EŠA GINN-

Molalesandi skrifaši (07.08.2016):,, Sęll vertu.
Var aš lesa grein eftir Ögmund Jónasson ķ Mbl. žar sem hann ręšir heilbrigšismįl. Žar talar hann um aš vera eša vera ekki ,,ginkeyptur" fyrir einhverju. Nś spyr ég žig: Er žetta rétt sagt? Ég hef haldiš, aš segja eigi ginnkeyptur - sbr. sögnina aš ginna og aš lįta ginnast. Aš ginkaupa einhvern myndi ég ętla aš merkti aš ,,kaupa" stušning eša samžykki einhvers fyrir gin - og žį hvers konar gin? Beefeaters eša Gordons - eša fyrir hvaša snaps sem er ?” - Žakka bréfiš. Aušvitaš į žetta aš vera ginnkeyptur. Segir sig eiginlega sjįlft. – Įkafur ķ aš kaupa, sólginn ķ e-š, segir oršabókin.

 

 AŠ VALDA EKKI ...

Of margir fréttaskrifarar valda žvķ ekki aš nota sögnina aš valda. Žetta er śr frétt į DV /07.08.2016)um spęnsk hjón,sem vildi skķra son sinn Ślf (Lobo) : Seinna var žeim sagt aš nafniš žekktist einnig sem ęttarnafn į spęnsku og gęti žvķ olliš misskilningi. Valdiš misskilningi, hefši žetta įtt aš vera.

http://www.dv.is/frettir/2016/8/7/mattu-ekki-skira-son-sinn-ulf-thotti-modgandi-fyrir-barnid/

Sjį: http://bin.arnastofnun.is/leit/?id=433173

 

ENN EINU SINNI

Ķ fréttayfirliti ķ upphafi frétta Rķkissjónvarps (09.08.2016), las fréttažulur: Piltur sem grunašur er um aš hafa .... hefur veriš gert aš sęta gešarannsókn.  Pilti hefur veriš gert aš sęta gešrannsókn. Žetta var rétt ķ fréttinni. En villan var endurtekin ķ fréttayfirlitinu ķ fréttalok. Sį sem samdi yfirlitiš hefur greinilega ekki rķka mįlkennd. Svona villur sér mašur og heyrir ę oftar , - žvķ mišur.

En rétt er aš fram komi aš ķ seinni fréttum sjónvarps sama kvöld hafši žetta veriš lagfęrt.

 

LEIŠRÉTT

Ķ Molum gęrdagsins (1998) var vitnaš ķ Bylgjufréttir af fiskideginum mikla į Dalvķk. Sagt var aš ķ fréttinni verš veriš sagt aš aldrei hefšu fleiri heimsótt daginn. Žarna var um misheyrn aš ręša hjį Molaskrifara, žvķ sagt var aš aldrei hefšu fleiri heimsótt bęinn. Hlutašeigandi į Bylgjunni er bešinn velviršingar į žessum mistökum Molaskrifara.

 

TIL LESENDA

Žeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru bešnir aš nota póstfangiš eidurgudnason@gmail.com . Eša einkaskilaboš į fasbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.

Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG

 

 


Bloggfęrslur 11. įgśst 2016

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband